Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar

Heim­ild­in greindi frá því í lok síð­ustu viku að rann­sókn mið­ils­ins hefði sýnt að drykkja­fern­ur sem Ís­lend­ing­ar flokka fari ekki í end­ur­vinnslu, held­ur séu brennd­ar í sements­verk­smiðju. SORPA hef­ur nú stað­fest þetta og boð­að nýtt verklag. Við­bót­ar­kostn­að­ur við það er áætl­að­ur 75 millj­ón­ir króna.

SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar
Fernur Flestar fernur sem seldar eru á Íslandi koma frá sænsk-svissneska fyrirtækinu Tetra Pak, þar með talið fernurnar sem MS notast við fyrir sínar vörur. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

SORPA hefur fengið það staðfest hjá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa að fernur, sem þangað eru sendar með endurvinnanlegum pappír, séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í umfjöllun um endurvinnslu á fernum í síðasta tölublaði Heimildarinnar, en þar var upplýst að fernurnar sem heimili landsins eru að þrífa, pakka og flokka séu að mestu ekki endurunnar heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

Í tilkynningu frá SORPU vegna málsins, sem send var út í dag, segir að Smurfit Kappa, sem hefur tekið við pappír frá SORPU frá miðju síðasta ári, nái engum árangri í endurvinnslu á þeim fernum sem SORPA hefur sent til endurvinnslu. „Þær fara því allar í endurnýtingarfarveg, það er í brennslu til orkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Smurfit Kappa kemur fram að fernur rýri endurvinnslumöguleika þess pappírs sem er flokkaður með þeim í endurvinnsluferlið og því mikilvægt að ná þeim úr pappírsstraumnum.

SORPA biðst afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.“

Kostar 75 milljónir á ári

Stjórn SORPU hefur falið framkvæmdastjóra fyrirtækisins að gera þær breytingar sem þörf er á til að bæta úr þessu og senda pappírinn fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila SORPU í Svíþjóð á endurvinnsluefnum.

Það mun fela í sér að fernur, sem eru svokallaðar Tetra Pak umbúðir, verði flokkaðar frá öðrum pappír og pappa frá SORPU og þeim komið í betri farveg en nú er. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þetta verði um 75 milljónir króna á ári. „Leiðbeiningar SORPU til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum eru því þær sömu og þær hafa verið hingað til: að flokka fernur með öðrum pappír. Ef ekki verða þær urðaðar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.“

Í tilkynningu SORPU segir að ljóst sé að mörg þeirra hugtaka sem séu notuð í tengslum við úrgangsmeðhöndlun séu keimlík, til dæmis hugtökin endurvinnsla og endurnýting. „Endurvinnsla, sem hefur gegnum tíðina verið almennt hugtak fyrir aðra úrgangsmeðhöndlun en urðun, felur til dæmis í sér að hráefni er notað í sama tilgangi og upphaflega í stað nýs hráefnis – eins og þegar áldós er endurunnin í nýja áldós. Endurnýting er hins vegar þegar hráefni kemur í stað annars hráefnis, til dæmis þegar umbúðir eru brenndar til að framleiða orku í stað þess að brenna kolum eða olíu. SORPA hvetur framleiðendur til að taka til skoðunar val sitt á umbúðum með það að markmiði að forðast samsettar umbúðir, sem erfitt er að endurvinna og jafnframt endurskoða upplýsingar á vörum sínum um endurvinnslumöguleika til að tryggja að þar komi fram réttar upplýsingar um endurvinnslumöguleika.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég held samt áfram að skola þær. Ég ætla ekki að hafa súrnaða mjólk hjá mér
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    MS hefur líklega haft trú á ætluðum breytingum hjá TetraPak?
    Eða er MS of háð TetraPak?
    Hvað um það, er það ekki ótrúlegt hvað endurvinnsla er stór hluti af verði (sagt er 60kr/fernu)?
    0
  • Jón Gunnar Guðmundsson skrifaði
    Gullfiskaminnið okkar. Í vetur sem er kannski að líða var talað um að skortur væri á sorpi til útflutnings, það væri notað til brennslu, til framleiðslu rafmagns. Man ekki betur. En kannski bara gm.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár