SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar

Heim­ild­in greindi frá því í lok síð­ustu viku að rann­sókn mið­ils­ins hefði sýnt að drykkja­fern­ur sem Ís­lend­ing­ar flokka fari ekki í end­ur­vinnslu, held­ur séu brennd­ar í sements­verk­smiðju. SORPA hef­ur nú stað­fest þetta og boð­að nýtt verklag. Við­bót­ar­kostn­að­ur við það er áætl­að­ur 75 millj­ón­ir króna.

SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar
Fernur Flestar fernur sem seldar eru á Íslandi koma frá sænsk-svissneska fyrirtækinu Tetra Pak, þar með talið fernurnar sem MS notast við fyrir sínar vörur. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

SORPA hefur fengið það staðfest hjá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa að fernur, sem þangað eru sendar með endurvinnanlegum pappír, séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í umfjöllun um endurvinnslu á fernum í síðasta tölublaði Heimildarinnar, en þar var upplýst að fernurnar sem heimili landsins eru að þrífa, pakka og flokka séu að mestu ekki endurunnar heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

Í tilkynningu frá SORPU vegna málsins, sem send var út í dag, segir að Smurfit Kappa, sem hefur tekið við pappír frá SORPU frá miðju síðasta ári, nái engum árangri í endurvinnslu á þeim fernum sem SORPA hefur sent til endurvinnslu. „Þær fara því allar í endurnýtingarfarveg, það er í brennslu til orkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Smurfit Kappa kemur fram að fernur rýri endurvinnslumöguleika þess pappírs sem er flokkaður með þeim í endurvinnsluferlið og því mikilvægt að ná þeim úr pappírsstraumnum.

SORPA biðst afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.“

Kostar 75 milljónir á ári

Stjórn SORPU hefur falið framkvæmdastjóra fyrirtækisins að gera þær breytingar sem þörf er á til að bæta úr þessu og senda pappírinn fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila SORPU í Svíþjóð á endurvinnsluefnum.

Það mun fela í sér að fernur, sem eru svokallaðar Tetra Pak umbúðir, verði flokkaðar frá öðrum pappír og pappa frá SORPU og þeim komið í betri farveg en nú er. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þetta verði um 75 milljónir króna á ári. „Leiðbeiningar SORPU til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum eru því þær sömu og þær hafa verið hingað til: að flokka fernur með öðrum pappír. Ef ekki verða þær urðaðar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.“

Í tilkynningu SORPU segir að ljóst sé að mörg þeirra hugtaka sem séu notuð í tengslum við úrgangsmeðhöndlun séu keimlík, til dæmis hugtökin endurvinnsla og endurnýting. „Endurvinnsla, sem hefur gegnum tíðina verið almennt hugtak fyrir aðra úrgangsmeðhöndlun en urðun, felur til dæmis í sér að hráefni er notað í sama tilgangi og upphaflega í stað nýs hráefnis – eins og þegar áldós er endurunnin í nýja áldós. Endurnýting er hins vegar þegar hráefni kemur í stað annars hráefnis, til dæmis þegar umbúðir eru brenndar til að framleiða orku í stað þess að brenna kolum eða olíu. SORPA hvetur framleiðendur til að taka til skoðunar val sitt á umbúðum með það að markmiði að forðast samsettar umbúðir, sem erfitt er að endurvinna og jafnframt endurskoða upplýsingar á vörum sínum um endurvinnslumöguleika til að tryggja að þar komi fram réttar upplýsingar um endurvinnslumöguleika.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég held samt áfram að skola þær. Ég ætla ekki að hafa súrnaða mjólk hjá mér
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    MS hefur líklega haft trú á ætluðum breytingum hjá TetraPak?
    Eða er MS of háð TetraPak?
    Hvað um það, er það ekki ótrúlegt hvað endurvinnsla er stór hluti af verði (sagt er 60kr/fernu)?
    0
  • Jón Gunnar Guðmundsson skrifaði
    Gullfiskaminnið okkar. Í vetur sem er kannski að líða var talað um að skortur væri á sorpi til útflutnings, það væri notað til brennslu, til framleiðslu rafmagns. Man ekki betur. En kannski bara gm.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár