„Blekking við neytendur“
Júlíus Sigurbjörnsson
Hvað finnst þér um að þú fáir ekki réttar upplýsingar um hvað verður um fernurnar sem þú ert að endurvinna?
„Mér finnst það bara vera blekking við okkur neytendur sem viljum standa okkur í flokkun og endurvinnslu og í umhverfismálum yfirleitt.“
Kjánalegt og skrýtið
Hjálmtýr Birgisson
Hvað finnst þér um það að þú sért að skola og flokka fernur sem eru sendar í brennslu?
„Kjánalegt og skrýtið. Ég bjóst alveg við því.“
„Íslenskt endurvinnsluklúður“
Benedikt Sigurðarson
Kemur það þér á óvart að fernur séu sendar í brennslu en ekki endurvinnslu?
„Nei, það kemur mér eiginlega ekkert á óvart þegar um er að ræða íslenskt endurvinnsluklúður og íslenska viðskiptahætti.“
Ekkert sem kemur á óvart
Rosana Ragimova Davudsdottir
Kemur það þér á óvart að fernur séu brenndar í sementsverksmiðjum?
„Nei, það er ekkert sem kemur mér á óvart í dag.“
Fréttir síðustu daga, styðja það að á hinu háa Alþingi sem er komið ofan í kjallara er stunduð skipulögð glæpastarfsemi. Það þarf enginn að segja mér að þeir hafi ekki hugmynd um starfsemi Sorpu.