„Mér finnst það bara ótrúlega ófaglegt og ómannúðlegt að halda þessu fram með þessum hætti. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé verið að reyna að mála þennan hóp einhvern veginn upp til að sannfæra fólk um að þetta fólk sé hingað komið til að leggjast upp á velferðarkerfið,“ segir Jón Sigurðsson lögfræðingur, formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi, þegar hann er spurður um staðhæfingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um flóttafólk frá Venesúela.
Heimildin greindi frá því í maí að atvinnuþátttaka venesúelskra ríkisborgara sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi sé 86,5 prósent. Jón Gunnarsson hefur hins vegar staðhæft að Venesúelabúar sem koma til Íslands vilji „setjast upp á velferðarkerfið“. „Það er ljóst að einhverjir eru að koma hérna til að setjast upp á velferðarkerfið, við sjáum það bara augljóslega,“ sagði hann í þættinum …
Athugasemdir