Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards

Á dög­un­um var frum­sýnt tón­list­ar­mynd­band, verk­ið Devil never kil­led! – sem telst til tíð­inda enda er það, satt að segja, frek­ar stutt­mynd en hefð­bund­ið tón­list­ar­víd­eó. Í mynd­band­inu eru hvorki meira né minna en fimm­tíu auka­leik­ar­ar og tutt­ugu manns unnu við það, svo sam­tals komu að því sjö­tíu manns. At­hygli vek­ur að bæði tón­list­ar­mað­ur­inn Theó Paula og leik­stjór­inn, Tóm­as Nói Em­ils­son, eru ný­skriðn­ir úr mennta­skóla og Theó fjár­magn­aði verk­ið að stór­um hluta með því að vinna í Rúm­fa­tala­gern­um.

Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards
Tómas og Theó Theó segir að lagið sé það besta sem hann hafi gert sem tónlistarmaður. Hér er hann með Tómasi Nóa sem leikstýrði myndbandinu Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Lúkas Emil Johansen aðstoðaði við framleiðslu, auk þess að leika í því, og er nú á leið með hinum á Berlin Music Video Awards – en þangað fara einnig Konráð Kárason Þormar, sem skaut myndbandið og Hermann Jónsson, sem var framleiðandi ásamt leikstjóranum og tónskáldinu. 

Undirrituð heyrði um myndbandið hjá Lúkasi Emil sem er stundum á vappi á ritstórn Heimildarinnar vegna fjölskyldutengsla. Forvitni kviknaði að heyra um myndbandið, sem vinum hans tókst að fjármagna sjálfum og er nú á leiðinni á fræga hátíð í útlöndum.

Lúkas segir myndbandið ekki keppa til verðlauna í Berlín heldur vera í silfurúrvalinu. En þarna séu stærstu nöfn í heimi að keppa til verðlauna; The Weeknd, Ed Sheeran, Red Hot Chili Peppers, Harry Styles og Lil wayne – svo einhverjir séu nefndir. 

Hann bendir einnig á að lagið hafi komið út 31. maí á Spotify og bætir við: Það var tekið upp í Toppstöðinni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár