Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent

Lands­bank­inn hef­ur hækk­að óverð­tryggða hús­næð­is­lána­vexti um 1,25% beint í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðla­banka Ís­lands. Greiðsla af 50 millj­óna króna hús­næð­is­láni er rúm­lega 150 þús­und hærri á mán­uði en í venju­legu vaxtaum­hverfi.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent
Hærra verð og hærri vextir Fasteignamat íbúðarhúsnæðis var í dag hækkað að jafnaði um 13,7% til að bregðast við hækkandi fasteignaverði. Af matinu eru ákvörðuð fasteignagjöld. Mynd: Shutterstock

Greiðsla af dæmigerðu 50 milljóna króna óverðtryggðu húsnæðisláni hækkar um 50 þúsund krónur við vaxtahækkun Landsbankans í dag. Með hækkuninni um 1,25%, sem jafngildir hækkun peningastefnunefndar Seðlabankans á stýrivöxtum í síðustu viku, eru húsnæðislánavextir komnir yfir 10% mörkin, í 10,25%.

Ef dæmi er tekið af slíku óverðtryggðu húsnæðisláni til 40 ára, með breytilegum vöxtum, má sjá að greiðslubyrðin hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Þetta gerist meðan húsnæðislánavextir hafa tæplega þrefaldast, úr 3,5% í júní 2021 í 10,25% í dag. Árið 2021 var þannig mánaðarleg greiðsla af láninu um 194 þúsund krónur á mánuði. Eftir daginn í dag verður greiðslan 435 þúsund krónur, sem er hækkun um 241 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu.

Vextir af húsnæðislánum sveifluðust verulega niður á við árið 2021 þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti snarlega í tilraun til að draga úr kólnun hagkerfisins í Covid-faraldrinum. Þeir vextir voru því ekki dæmigerðir. Tveimur árum áður voru dæmigerðir óverðtryggðir húsnæðislánavextir 6,1%, rétt eins og tveimur árum þar áður, árið 2017. Afborgun af sams konar láni þá er þó 156 þúsund krónum lægri en hún yrði í dag, eða 279 þúsund krónum lægri. Það gerir tæplega 1,9 milljón króna á ársgrundvelli í greiðslur vegna húsnæðisláns frá venjulegu árferði til núverandi vaxtaumhverfis á Íslandi.

Þess ber að geta að fasteignaverð hefur hækkað verulega frá árinu 2021, hvað þá 2019, og því fara lánsfjárhæðir hækkandi.

Frá því á morgun er Landsbankinn ekki í hættu á að fá neikvæða raunvexti á útlánin sín, það er að segja að vextirnir séu lægri en verðbólga. Verðbólgan mældist síðast 9,5% og er henni spáð lækkun. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er 23. ágúst og er þar spáð enn meiri stýrivaxtahækkun.

Einungis húsnæðislán á breytilegum vöxtum taka breytingum, en stór hluti húsnæðislána Landsbankans á föstum vöxtum uppfærast í ríkjandi vaxtastig árin 2024 og 2025. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, greindi frá því að vanskil hjá bankanum væru aðeins um 0,1%. Vextir bankans á húsnæðislánum hafa hins vegar hækkað á þessu ári úr 7,5% í 10,25% og greiðsla af 50 milljóna króna láni um 105 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár