Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að lista­verk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi ver­ið víð­tæk og kostn­að­ar­söm að­gerð gegn vörumerki Sam­herja.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Leiðir hjá sér túlkanir á list Þorsteinn Már segir Samherja einungis vera að verja vörumerki sitt með því að draga listamanninn Odee fyrir dómara í Bretlandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðgerðir Samherja gagnvart listaverki Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee‘s, eru til þess gerðar að verja vörumerki fyrirtækisins, „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum“, að því er segir í tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinnsson, forstjóri Samherja, hefur birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi „leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi“. Listamaðurinn sjálfur, Odee, segir aðgerðir Samherja ritskoðun og fordæmir þær.

Samherji fékk síðastliðinn föstudag lagt lögbann úti í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk þar sem Odee birti afsökunarbeiðni í nafni Samherja til namibísku þjóðarinnar. Vefsíðan er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ sem auk þess samanstendur af fréttatilkynningu sem send var út á fjölmiðla, yfirlýsingu Odee‘s og stóru vegglistaverki í Listasafni Reykjavíkur.

Í tilkynningu Þorsteins Más segir að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið „veittur hæfilegur frestur til varna“. Það er í besta falli umdeilanlegt þar eð Odee var kallaður fyrir dómara í Bretlandi síðastliðinn föstudag, sama dag og málið var tekið fyrir. Hann var þá staddur á Íslandi og í engum færum til að taka til varna eða útvega sér lögmenn til að gæta hagsmuna sinna með svo stuttum fyrirvara.

Gerir lítið úr listaverkinu með gæsalöppum

Í tilkynningu Þorsteins Más kýs hann að tala um verk Odee‘s sem svokallaðan „listgjörning“, innan gæsalappa. Þess má geta að verkið er lokaverkefni Odee‘s frá Listaháskóla Íslands og enginn vafi á að um listaverk er að ræða.

„Ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja um listaverkið „We‘re Sorry“

Lögbannið hafi verið sett á vegna ólöglegrar notkunar á vörumerkjum Samherja. Gjörningurinn hafi náð til þriggja heimsálfa „var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu“.

Odee segir ekki rétt að tilkynningin hafi verið send til íslenskra fjölmiðla en staðfestir, við Heimildina, að hún hafi verið send út á 100 fjölmiðla í öðrum löndum. 

„Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá“
Odee
Odee um lögbannið

Þá segir í tilkynningu Þorsteins Más að eins og sjá megi liggi fyrir að „ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“. Samkvæmt því sem Odee segir sjálfur við Heimildina var kostnaðurinn við verkið undir 30 þúsund krónum og fólst einkum í kaupum á léni og málningu.

Í viðtali við Odee sem birtist í nýju tölublaði Heimildarinnar sagði hann að Samherji væri með framgöngu sinni að ráðast á tjáningarfrelsi hans. „Þessi aðför Samherja, að mínu mati, er bara ofbeldi af þeirra hálfu og þvinganir. Þeir eru að reyna að valta yfir mig með sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður. Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá. Þeir taka slaginn af mikilli hörku og þeir hafa ekki gætt sanngirni að mínu mati, þannig að ég geti varið mig með eðlilegum hætti úti í Bretlandi. Það gagnrýni ég harðlega.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Vörumerkið Samherji er í rannsókn um alla evrópu og USA vegna glæpsamlegra fjármálagjörninga í Namibíu = skattsvik/peningaþvætti og mútugreiðslna. Hvað eru lokametrarnir orðnir margir héraðssaksóknari ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár