Ungu hjónin Rúna Ösp Unnsteinsdóttir og Einar Marteinn Bergþórsson búa í Stykkishólmi; ævintýrabænum við Breiðafjörð þar sem eyjarnar eru sagðar vera óteljandi.
„Ég fæddist á Akranesi,“ segir Rúna Ösp, „og átti mjög erfiða tíma. Ég fékk hvítblæði þegar ég var fjögurra ára og ég er búin að ganga í gegnum krabbamein. Foreldrar mínir áttu mjög erfiðar stundir og ég sigraðist á því öllu sem lítið fjögurra ára barn.
Það voru ekki margir sem voru svona sterkir og hraustir eins og ég; sem þola ekki miklar nálar. Ég var sú eina sem var ekkert hrædd við þetta allt.“
Svo liðu árin.
„Það var pínu erfitt þegar ég byrjaði í grunnskóla í Grundarfirði. Margir lögðu mig í einelti. En svo gekk þetta upp hjá mér og þá fóru allir að leika við mig, sérstaklega bekkjarsystkin mín.“
Athugasemdir (1)