Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Mikilvægast er að hann fær að vera með“

Sól­ný Páls­dótt­ir seg­ir ekki hafa hvarfl­að að henni þeg­ar Hilm­ir Sveins­son son­ur henn­ar lá fyr­ir tólf ár­um í hi­ta­kassa á Land­spít­al­an­um að hann ætti eft­ir að verða fót­bolta- og körf­boltastrák­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að Hilm­ir hafi alltaf feng­ið að vera með í íþrótt­a­starf­inu í heima­bæ þeirra, Grinda­vík og í gegn­um íþrótt­irn­ar hafi hann eign­ast trausta vini.

Íþróttastrákur Hilmir er vinamargur og segir að uppáhalds maturinn hans sé pítsa með pepperóní og skinku.

„Eftir að ég eignaðist hann þá finnst mér engar tilviljanir vera til. Allt er nákvæmlega eins og það á að vera,“ segir Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis Sveinssonar, sem er með Downs-heilkenni.

„Hann var á vökudeild fyrstu tíu dagana eftir að hann fæddist, var með vanþroskaðan barka og átti í erfiðleikum með öndun. Þessu heilkenni fylgir líka ákveðin vöðvalinun. Þegar ég lít til baka, horfi á hann í hitakassanum, hefði ég aldrei getað ímyndað mér að tólf árum seinna væri ég á fótbolta- eða körfuboltaæfingu að horfa á hann spila. Það hefði bara aldrei hvarflað að mér. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og gefur því enn dýpri merkingu að geta deilt sögunni hans,“ segir hún. 

Á vökudeildHilmir var á vökudeild fyrstu dagana eftir að hann fæddist

Hilmir fæddist á bjartri og fallegri júnínótt þann 19. júní árið 2011 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann er yngstur …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hjördís Davíðsdóttir skrifaði
    Mjög falleg grein og SNERTIR MANN MIKIÐ TAKK FYRIR
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Líf með Downs

„Ég safna grafskriftum“
ViðtalLíf með Downs

„Ég safna graf­skrift­um“

Flest­ir Kefl­vík­ing­ar þekkja Dav­íð Má Guð­munds­son sem er 41 árs bor­inn og barn­fædd­ur Kefl­vík­ing­ur. Bróð­ir Dav­íðs seg­ir hann með vin­sælli mönn­um í Reykja­nes­bæ og að bæj­ar­bú­ar stoppi til að spjalla við hann þeg­ar hann er á ferð­inni. Dav­íð er mik­ill safn­ari og safn­ar til að mynda laga­textum, kross­um og graf­skrift­um. Hann er söng­elsk­ur og hef­ur tek­ið lag­ið með MC Gauta og Sölku Sól.
„Frábært að lifa lífinu eins og maður er“
ViðtalLíf með Downs

„Frá­bært að lifa líf­inu eins og mað­ur er“

Katla Sif Æg­is­dótt­ir hlaut gull­verð­laun í 50 metra skriðsundi á Special Olympics í sum­ar. Katla Sif, sem er 23 ára, býr hjá for­eldr­um sín­um en stefn­ir á að fara í sjálf­stæða bú­setu með vin­konu sinni fljót­lega. Henni finnst „dá­lít­ið hræði­legt“ að fóstr­um sé eytt ef lík­ur eru tald­ar á Downs- heil­kenni hjá barn­inu og hef­ur hún upp­lif­að for­dóma á eig­in skinni.
„Fólk með Downs heilkenni getur lifað innihaldsríku lífi“
FréttirLíf með Downs

„Fólk með Downs heil­kenni get­ur lif­að inni­halds­ríku lífi“

Fyrr á þessu ári var tal­ið að síð­asta barn­ið með Downs-heil­kenni væri fætt á Ís­landi en þá hafði ekk­ert barn með heil­kenn­ið fæðst í rúm tvö ár. Síð­an þá hafa hins veg­ar tvær stúlk­ur fæðst með Downs-heil­kenni. Sér­fræð­ing­ar segja þrýst á verð­andi mæð­ur að fara í skiman­ir á með­göngu og að rang­hug­mynd­ir ríki um líf með aukalitn­ing­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár