Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji dregur Odee fyrir dómara í Bretlandi

Sam­herji fékk lög­bann á vef­síðu sem er hluti af lista­verk­inu „We‘re Sorry“ eft­ir Odd Ey­stein Frið­riks­son, Odee. „Þetta er að mínu mati hrein og bein rit­skoð­un á ís­lenskri mynd­list og lista­verk­inu mínu. Ég for­dæmi það,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Samherji dregur Odee fyrir dómara í Bretlandi
Mun grípa til varna Odee hefur þegar ráðið sér lögmenn til að verja hagsmuni sína gagnvart Samherja í Bretlandi. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur tekið vefsíðuna samherji.co.uk, sem hýsti „We‘re Sorry“ Samherjagjörninginn, úr birtingu. Það gerði hann að skipan dómara í Bretlandi eftir að útgerðarfyrirtækið Samherji krafðist, og fékk úrskurðað, bráðabirgðalögbann á hendur honum síðasliðinn föstudag. „Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að tjáningarfrelsi mínu og kanna nú leiðir til að fá lögbanninu hnekkt,“ segir í yfirlýsingu frá Odee.

Umrædd vefsíða fór í loftið að morgni 11. maí og á sama tíma sendi Odee fréttatilkynningu til um 100 fjölmiðla í fjölmörgum löndum. Í fréttatilkynningunni, sem sett var fram í nafni Samherja, var beðist afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu, bótum lofað og fullu samstarfi við yfirvöld vegna rannsóknar á gjörðum fyrirtækisins.

Samherji sendi frá sér tilkynningu klukkan 11.00 sama dag þar sem fyrirtækið sór af sér bæði …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Í fréttatilkynningunni, sem sett var fram í nafni Samherja ??????

    Þetta mál er auðvitað ekki búið en listamenn geta ekki sett fram gjörninga í annarra nafni og heimtað að fá að gera það án viðbragða... í nafni "tjáningarfrelsis". Svolítið mikið kurteisi nauðgarinn í þeim rökfræðum.

    En á öngvan hátt getur þetta orðið Samherja annað en orðsporstjón... þeir eru búnir að grafa sig neðar og neðar... og kannski rétt þeir endurskoði aðkeypta vinnu Vikborg Rein. ?

    Íslenskir þingmenn og kerfið munu auðvitað ekki gera neitt ... legið ljóst fyrir frá því fyrir stofnun sérstaks.

    Kerfið er spillt og gallað og Samherji bara eitt af einkennunum... reynið nú að horfa rétt á málin því +i dag erum við verr stödd en fyrir 2008
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það er orðið tímabært að héraðssaksóknari upplýsi um nýja lokametra, um hvort Samherja-forstjórinn eða handbendi hans og starfsfólk hafi veist að saksóknurum með einhverjum hætti. Samherja-svindlið í Namibíu er löngu orðið að KRABBAMEINI í samfélaginu Íslandi. Sameinaður þingheimur hefur enga undankomu í þessu ÓÞVERRA máli, sem hefur kyrkingartak á Íslandi. Þingheimur verður að AFNEMA kvótakerfið = taka til baka VALDIÐ, sem ríkisstyrkta-einokunar-útgerðin hefur yfir þingmönnum/ráðherrum/bæjarfulltrúum og taka upp nýja fiskveiðistjórn = DAGA-kerfi-frjálsar-handfæraveiðar og selja allann fisk á fiskmarkaði.
    5
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Eymingjans Samherjastjórnendur 😂 Þeir opinbera sig stöðugt sem forherta og húmorslausa. Odee á heiður skilinn fyrir hugrekki sitt og að gera ljóst að auk Samherja ber íslenska þjóðin ábyrgð á græðginni að baki auðsöfnun fyrirtækisins og að hafa þegið mola af borði þess. Ég, ekki gallalaus og íslensk manneskjan, skammast mín fyrir hönd Samherja og þjóðarinnar. Sorgmædd líka vegna hins góða uppbyggingarstarfs Íslendinga í fiskveiðum í Namibíu, Þróunarstofnunarinnar forðum daga, sem Samherji hefur nú grafið undan og skemmt. Áfram Odee og listunnendur allir!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár