Það var svo gott sem fullt hús í Tehúsinu á Egilsstöðum síðdegis á þriðjudag, er Samfylkingin hélt þar einn af þeim hátt í fjörutíu fundum sem flokkurinn hefur að undanförnu staðið fyrir um heilbrigðismál. Fáir voru hins vegar mættir á fundinn sjálfan, heldur voru flestir sem þar sátu erlendir ferðamenn, margir gestir gistiheimilis sem rekið er í húsinu.
Blaðamaður rak augun í afa sinn og sambýliskonu hans í salnum á meðal ferðafólksins, og virkuðu þau fremur ráðvillt. Upp úr krafsinu kom að þau höfðu ætlað að mæta á fund Samfylkingar og voru að svipast um í salnum eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni flokksins, sem þau héldu að ætlaði að stýra fundinum. „Hvar er Kristrún?“ spurði sambýliskona afa og ég þurfti að útskýra fyrir þeim að Logi Einarsson yrði með fundinn, eins og fram hefði komið á samfélagsmiðlum.
Það eru víst ekki allir þar og misskilningur þeirra skiljanlegur í ljósi þess að …
Athugasemdir