Aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi hefur hug á að selja lögreglunni á Íslandi rafbyssur. Þetta fyrirtæki heitir Landstjarnan ehf. og lýsti það yfir áhuga á að selja lögreglunni rafbyssur í kjölfar markaðskönnunar sem Ríkiskaup gerði í mars og apríl. Umfang og upphæðir vegna kaupanna á rafbyssunum liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Fyrirtækið er í eigu hjónanna Sverris Egils Bergmann og Margrétar Pálsdóttur. Sonur þeirra, Páll Bergmann, er rekstrarstjóri félagsins. Landstjarnan ehf. er staðsett í húsi á Vallarbraut á Seltjarnarnesi.
„Er okkur heimilt að fara áfram með þeim náist samningar þar sem þeir voru þeir einu sem svöruðu auglýsingunni.“
Ríkisstofnunin Ríkiskaup mun því ekki fara í útboð vegna kaupa lögreglunnar á rafbyssunum og getur samið beint við Landstjörnuna. Í svari frá samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra segir að aðeins þetta fyrirtæki hafi svarað könnuninni og þess vegna sé hægt að semja beint við fyrirtækið án útboðs: …
Athugasemdir