Ég er mestmegnis á skrifstofunni hérna í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á daginn. Ég er búinn að eiga þennan kontrabassa í fjögur, fimm, ár, ég spila ekki mikið á hann en fikta eitthvað. Svo er töluvert að gera uppi í kirkju líka, maður fer á milli bara. Það er yfirleitt frí á mánudögum því við vinnum gjarnan um helgar en ég er að vinna í dag því ég er smá vinnualki. Ég þarf að ganga frá nokkrum svona skrifstofumálum. Ég þarf að skrifa grein og þegar maður þarf að skrifa ræður er gott að vera á skrifstofunni.
Margir prestar eru vinnualkar. Þetta var alltaf þannig, allavega hérna áður fyrr, að þá var maður bara 24/7, embættið var þannig. Þegar maður tekur við prestsembætti þá þýðir það að það á að vera hægt að ná í mann alla daga. Þetta er nú samt að breytast núna, eðlilega, sem er kannski allt í lagi, …
Athugasemdir (1)