Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
Kvótaúthlutun þvert á lög Í lok árs í fyrra kom í ljós að Byggðastofnun hafði úthlutað byggðakvóta til fyrirtækis á Djúpavogi þvert á lög. Fyrirtækið var í meirihlutaeigu norsks eldisrisa en fyrirtæki í eigu erlendra aðila mega ekki fá kvóta hér á landi.

Fjórtán þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa lagt fram beiðni á Alþingi um að Ríkisendurskoðun vinni skýrslu um kvótaúthlutanir Byggðastofnunar.  Beiðnin byggir meðal annars á því að upp hafa komið tilfelli þar sem byggðakvóta hefur verið úthlutað þvert á lög. Alþingi hefur ekki tekið beiðnina fyrir en  hún var lögð fram þann 10. maí síðastliðinn. 

Í beiðninni, sem varaþingmaðurinn Sigurjón Þórðarson leggur fram í félagi við þrettán ára, segir meðal annars: „Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“ Aðrir þingmenn sem leggja frumvarpið fram eru meðal annars samflokksmenn Sigurjóns úr Flokki fólksins, þingmenn Pírata og tveir þingmenn Viðreisnar. 

Samkvæmt íslenskum lögum mega fyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila ekki hafa afnotarétt af eða fá úthlutað kvóta eða byggðakvóta á Íslandi. 

Hugmyndin með byggðakvóta er að Byggðastofnun geti tekið ákvörðun um að úthluta kvóta endurgjaldslaust til að styrkja byggðaþróun á landsbyggðinni þar sem það er talið þurfa. 

Kvóta úthlutað til fyrirtækis í eigu norsks eldisrisa

Með þessum orðum í beiðninni er líklega vísað til fréttar sem Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, sagði í lok síðasta árs. Í henni kom fram að Byggðastofnun hefði úthlutað 800 tonna byggðakvóta, sem er um 320 milljóna króna virði á ári, til fyrirtækisins Búlandstinds á Djúpavogi sem er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Måsøval.

Samningur um byggðakvótann var gerður árið 2018 og kom fram í svörum Byggðastofnunar að ríkisstofnunin hefði ekki vitað það fyrr en síðasta sumar að fyrirtækið væri að meirihluta í erlendri eigu. Måsøval hefur verið meirihlutaeigandi laxeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austurlandi. Byggðastofnun úthlutaði kvótanum til að vega upp á móti neikvæðum afleiðingum þess að grindvíska útgerðin Vísir hætti starfsemi á Djúpavogi árið 2015 og 50 manns misstu vinnuna. 

Í samtali við Stundina sagði yfirlögfræðingur Byggðastofnunar, Hjalti Árnason, að stofnunin hefði strax gripið til aðgerða þegar þetta erlenda eignarhald uppgötvaðist.  „Þegar ljóst var orðið að eignarhald á Búlandstindi var með þeim hætti sem þú lýsir gerði Byggðastofnun kröfu um að tryggt væri að samningsaðilar uppfylltu kröfur laga nr. 34/1991. [...] Það var klárlega afstaða Byggðastofnunar að eignarhald þessara fyrirtækja þyrfti að standast ákvæði þessara laga.“

Í kjölfarið tók fyrirtæki sem heitir Ósnes við samningsskyldum Búlandstinds um byggðakvótann en það fyrirtæki er alfarið í eigu íslenskra aðila. 

„Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“
Úr beiðninni um skýrsluna

 Gagnrýna að stórútgerðir fái byggðakvóta

Í beiðninni kemur einnig fram að einkennilegt sé að stórar útgerðir hafi fengið úthlutað byggðakvóta. Þingmennirnir sem leggja beiðnina fram spyrja meðal annars að því í beiðninni hvort byggðasjónarmið hafi sannarlega alltaf verið höfð sem markmið við úthlutun þessa kvóta í gegnum árin. „Úthlutun byggðakvóta hefur sætt gagnrýni og deilt hefur verið um hvort stjórnvöld hafi ávallt haft byggðasjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku um úthlutun byggðakvóta. Þá hefur það sætt gagnrýni þegar stærri útgerðir fá úthlutað til sín byggðakvóta, enda margir sem rekja neikvæða byggðaþróun undanfarinna áratuga til samþjöppunar veiðiheimilda á fárra hendur.

Þingmennirnir klikkja svo út með það í beiðninni að mikilvægt sé að úthlutun þeirra gæða sem byggðakvótinn er sé hafin yfir allan vafa og að þess vegna þurfi Ríkisendurskoðun að vinna þessa skýrslu. „Það er meginregla íslenskrar stjórnsýslu að þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um úthlutun gæða sé jafnræðis gætt meðal umsækjenda. Þegar um ræðir jafn mikilvæga ráðstöfun og úthlutun byggðakvóta má fullyrða að það sé öllum til gagns að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Því telja flutningsmenn brýnt að ríkisendurskoðanda verði falið að gera úttekt á ráðstöfun byggðakvóta.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
SkýringKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Ára­langt karp um byggða­kvót­ann: Al­þingi sam­þykk­ir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár