Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
Kvótaúthlutun þvert á lög Í lok árs í fyrra kom í ljós að Byggðastofnun hafði úthlutað byggðakvóta til fyrirtækis á Djúpavogi þvert á lög. Fyrirtækið var í meirihlutaeigu norsks eldisrisa en fyrirtæki í eigu erlendra aðila mega ekki fá kvóta hér á landi.

Fjórtán þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa lagt fram beiðni á Alþingi um að Ríkisendurskoðun vinni skýrslu um kvótaúthlutanir Byggðastofnunar.  Beiðnin byggir meðal annars á því að upp hafa komið tilfelli þar sem byggðakvóta hefur verið úthlutað þvert á lög. Alþingi hefur ekki tekið beiðnina fyrir en  hún var lögð fram þann 10. maí síðastliðinn. 

Í beiðninni, sem varaþingmaðurinn Sigurjón Þórðarson leggur fram í félagi við þrettán ára, segir meðal annars: „Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“ Aðrir þingmenn sem leggja frumvarpið fram eru meðal annars samflokksmenn Sigurjóns úr Flokki fólksins, þingmenn Pírata og tveir þingmenn Viðreisnar. 

Samkvæmt íslenskum lögum mega fyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila ekki hafa afnotarétt af eða fá úthlutað kvóta eða byggðakvóta á Íslandi. 

Hugmyndin með byggðakvóta er að Byggðastofnun geti tekið ákvörðun um að úthluta kvóta endurgjaldslaust til að styrkja byggðaþróun á landsbyggðinni þar sem það er talið þurfa. 

Kvóta úthlutað til fyrirtækis í eigu norsks eldisrisa

Með þessum orðum í beiðninni er líklega vísað til fréttar sem Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, sagði í lok síðasta árs. Í henni kom fram að Byggðastofnun hefði úthlutað 800 tonna byggðakvóta, sem er um 320 milljóna króna virði á ári, til fyrirtækisins Búlandstinds á Djúpavogi sem er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Måsøval.

Samningur um byggðakvótann var gerður árið 2018 og kom fram í svörum Byggðastofnunar að ríkisstofnunin hefði ekki vitað það fyrr en síðasta sumar að fyrirtækið væri að meirihluta í erlendri eigu. Måsøval hefur verið meirihlutaeigandi laxeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austurlandi. Byggðastofnun úthlutaði kvótanum til að vega upp á móti neikvæðum afleiðingum þess að grindvíska útgerðin Vísir hætti starfsemi á Djúpavogi árið 2015 og 50 manns misstu vinnuna. 

Í samtali við Stundina sagði yfirlögfræðingur Byggðastofnunar, Hjalti Árnason, að stofnunin hefði strax gripið til aðgerða þegar þetta erlenda eignarhald uppgötvaðist.  „Þegar ljóst var orðið að eignarhald á Búlandstindi var með þeim hætti sem þú lýsir gerði Byggðastofnun kröfu um að tryggt væri að samningsaðilar uppfylltu kröfur laga nr. 34/1991. [...] Það var klárlega afstaða Byggðastofnunar að eignarhald þessara fyrirtækja þyrfti að standast ákvæði þessara laga.“

Í kjölfarið tók fyrirtæki sem heitir Ósnes við samningsskyldum Búlandstinds um byggðakvótann en það fyrirtæki er alfarið í eigu íslenskra aðila. 

„Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“
Úr beiðninni um skýrsluna

 Gagnrýna að stórútgerðir fái byggðakvóta

Í beiðninni kemur einnig fram að einkennilegt sé að stórar útgerðir hafi fengið úthlutað byggðakvóta. Þingmennirnir sem leggja beiðnina fram spyrja meðal annars að því í beiðninni hvort byggðasjónarmið hafi sannarlega alltaf verið höfð sem markmið við úthlutun þessa kvóta í gegnum árin. „Úthlutun byggðakvóta hefur sætt gagnrýni og deilt hefur verið um hvort stjórnvöld hafi ávallt haft byggðasjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku um úthlutun byggðakvóta. Þá hefur það sætt gagnrýni þegar stærri útgerðir fá úthlutað til sín byggðakvóta, enda margir sem rekja neikvæða byggðaþróun undanfarinna áratuga til samþjöppunar veiðiheimilda á fárra hendur.

Þingmennirnir klikkja svo út með það í beiðninni að mikilvægt sé að úthlutun þeirra gæða sem byggðakvótinn er sé hafin yfir allan vafa og að þess vegna þurfi Ríkisendurskoðun að vinna þessa skýrslu. „Það er meginregla íslenskrar stjórnsýslu að þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um úthlutun gæða sé jafnræðis gætt meðal umsækjenda. Þegar um ræðir jafn mikilvæga ráðstöfun og úthlutun byggðakvóta má fullyrða að það sé öllum til gagns að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Því telja flutningsmenn brýnt að ríkisendurskoðanda verði falið að gera úttekt á ráðstöfun byggðakvóta.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
SkýringKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Ára­langt karp um byggða­kvót­ann: Al­þingi sam­þykk­ir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár