Hvernig deyja einræðisherrar? Oft ömurlega, sem betur fer, það hæfir þeim vel. Rómarkeisarinn Neró var ekki nema þrítugur í júní árið 68 en hafði verið keisari í 14 ár. Keisari í Rómaveldi var algjörlega einráður og mátti gera nákvæmlega það sem honum sýndist. Það þarf ekki að orðlengja að Neró var hégómlegur grimmur narsissisti og siðleysingi sem hafði meiri áhuga á að iðka sönglist en stjórna ríki – og fullnægja sínu skítlega eðli.
Og skítlegt var það sannarlega. Þá dugir að taka fram að hann drap mömmu sína og tvær eiginkonur.
Hungursneyð í Róm
Lengi vel var Neró samt vinsæll af alþýðu manna, enda snertu hryllingsbrögð hans hirðina og yfirstéttina meira en fólkið sjálft. Þó hafði fjarað undan honum síðustu misserin og þegar herforinginn Vindex í Akvitaníu í Gallíu (Frakklandi) gerði uppreisn gegn honum virðist Neró strax hafa skynjað að hann ætti engan stuðning vísan.
Þá var hungursneyð í …
Athugasemdir