Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þóra Dungal fallin frá

Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.

Þóra Dungal fallin frá

Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.

Þóra var landsþekkt undir lok 10. áratugarins. Hún hóf feril sem fyrirsæta 18 ára gömul. Skömmu síðar rakst handritshöfundur nýrrar kvikmyndar, sem átti eftir að fá heitið Blossi, á hana í sjoppu og bauð henni síðar annað aðalhlutverkanna í myndinni. Þar lék hún Stellu, sem ásamt Robba, eða Róberti Marshall, ferðaðist um landið og lenti í ýmsum ævintýrum. „Þau Robbi og Stella kynnast á ferðalagi sínu ótrúlegustu persónum, ekki þessum þungbúnu efnishyggjupönkurum sem flestir Íslendingar eru,“ sagði Þóra um myndina í viðtali í DV í ágúst 1997.

„Vinkona mín til næstum 20 ára, Þóra Dungal, er fallin frá. Við hittumst þegar ég var nýorðin edrú á Íslandi og hún vildi svo sannarlega verða það líka. Það var alltaf barátta fyrir hana. Það brýtur mig alltaf niður þegar fíknin tekur fallegar, góðar sálir,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, ein þeirra sem minnast Þóru á samfélagsmiðlum í dag. 

Sjálf kvaddi Þóra móður sína á dögunum á Facebook, en móðir hennar lést nýlega eftir langa baráttu við fíkn. „Þú fékkst snögglega hvíld eftir veikindi og mikla baráttu þina við fíkn. Þú gast verið sjúklega fyndin og kaldhæðin og fólki fannst gaman í kringum þig. Þegar neyslan tók yfir breyttist margt. Það var þá sem ég týndi mömmu minni,“ skrifaði hún.

Meðal þeirra sem kveðja Þóru á Facebook eru kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Sigmarsson, vinur hennar. „Hún elsku Þóra mín Dungal er fallin frá. Það var alltaf mjög góður vinskapur á milli okkar. Hún var náttúrutalent af Guðs náð, svo skemmtileg sem manneskja og hjarthlý var. Ég á ótrúlega góðar minningar og fallegar um hana. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Farvel fuglinn minn.“

Kvikmyndin Blossi stóð hins vegar eftir sem minnisvarði um X-kynslóðina, þá sem kom á undan aldamótakynslóðinni, og þá tilvistarkreppu sem oft hefur verið kennd við hana. Um myndina sagði leikstjórinn, Júlíus Kemp, í viðtali við DV árið 2018, að ætlunin hefði verið að ná utan um tíðaranda unga fólksins á þeim tíma sem myndin var gerð. „Hugmyndin var að gera mynd um X-kynslóðina sem við erum sjálfir hluti af. Okkur fannst sú kynslóð vera stefnulaus og almennt áhugalaus um flest allt nema kannski sjálfa sig.“

Eftir leik í Blossa hélt Þóra sig að mestu frá sviðsljósinu. Þóra var fædd árið 1976 og varð 47 ára fyrr í vor. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bára Halldórsdóttir skrifaði
    Yndisleg kona. Í endalausri baráttu við ýmislegt en svo skapandi og mögnuð. Ótrúlega klár, falleg og vanmetin. Þótt ekki öll okkar samskipti hafi verið glimmrandi, situr eftir minningin um listaverkin, ótrúlega fallegu húsgögnin sem hún bjó til og hlýjuna og gleðina sem við deildum. Dýrgipur í landi svína. Athugasemd um seinustu málsgreinina. Eldra barnið er held ég nonbinary eða gender non confirming.
    1
  • JVE
    johann valdimar eyjolfsson skrifaði
    þetta er góð bíómynd
    1
  • Þetta er ekki rétt. Júlíus Kemp, leikstjóri Blossa kynntist henni ekki í einhverri sjoppu heldur í skóbúð á Laugavegi sem hún var að vinna í og henni var boðið eitt af aðalhlutverkum í myndinni Blossi. Svo eftir myndina var hún kynnirinn í Íslenska Listanun sem voru að sýna ný lög og myndbönd.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár