Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Skemmt orðspor Íslendinga“: Diplómati yfirheyrður í Samherjamáli

Að­al­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Winnipeg í Kan­ada og fyrr­ver­andi yf­ir­mað­ur sendi­ráðs Ís­lands í Namib­íu, var yf­ir­heyrð­ur sem vitni í rann­sókn Sam­herja­máls­ins í fyrra­haust. Seg­ist hafa glaðst yf­ir því þeg­ar Sam­herji leit­aði fyrst hóf­anna í Namib­íu, en svið­ið mjög að sjá síð­ar hvernig fyr­ir­tæk­ið virð­ist hafa skemmt gott orð­spor og ára­tuga vinnu Ís­lend­inga í Namib­íu.

„Skemmt orðspor Íslendinga“: Diplómati yfirheyrður í Samherjamáli
Orðspor Íslendinga skemmt Vilhjálmur Wiium, núverandi aðalræðismaður Íslands í Kanada, var kallaður til sem vitni í rannsókn á hendur stjórnendum og starfsfólki Samherja í Namibíu. Hann kvaðst ekki efast um að eitthvað væri til í málinu, miðað við hvernig hefði verið tekið á málinu í Namibíu. Mynd: IISD/ENB - Kiara Worth

„Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef setið í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, í samtali við Heimildina um það að hafa verið kallaður fyrir sem vitni í rannsókn á mútumáli Samherja fyrir rúmu ári. Vilhjálmur bjó lengi í Namibíu og vann að þróunarsamvinnuverkefnum íslenskra stjónvalda í landinu. Hann var fenginn til að vitna um samskipti sín við Samherja í aðdraganda þess að fyrirtækið hóf starfsemi í Namibíu.

„Ég bjó þarna í níu ár allt í allt. Fyrst frá 1999 til 2004 þegar ég var við störf fyrir Þróunarsamvinnustofnun og svo sem ráðgjafi þáverandi sjávarútvegsráðherra til ársins 2004. Ég kom svo aftur tveimur árum síðar og var forstöðumaður sendiráðs til 2010 að sendiráðinu var lokað,“ segir Vilhjálmur. Það sama ár lauk einnig formlegri þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu á sviði sjávarútvegs, sem hafði þá staðið í tæpa tvo áratugi. Íslendingar höfðu tekið að sér að …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Hvað á maður að segja um svona, gróf mannréttindabrot, og það frá Íslandi. Samherji hefur eyðilagt okkar fallega vináttusamband við Namibíu, Við vorum með svo gott orðspor þarna, í Þróunarsamvinnu, sem gekk svo vel, en nei, þá þurfa Samherji að troða sér þarna inn, og beita blekkingum til þess að fá þá til að breyta lögunum, svo þeir geti hirt af þeim kvóta, eins og refur í hænsnabúi, .og það er ekkert gert í því, Þetta eru glæpamenn, og þá ber að framselja til Namibíu, og standa fyrir sínu máli. og það á stundinni, Það sést vel á þessu að það er ekki sama hver brýtur af sér hér á landi, Hefur Ríkistjórnin okkar, sem á að fara eftir lögum og regglu,, ekki kjark til að gera neitt í þessu, Svo fá þeir alls kyns styrki fyrir þessu og hinu, bara verðlaun,Littlu englabossarnir,,,
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár