„Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef setið í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, í samtali við Heimildina um það að hafa verið kallaður fyrir sem vitni í rannsókn á mútumáli Samherja fyrir rúmu ári. Vilhjálmur bjó lengi í Namibíu og vann að þróunarsamvinnuverkefnum íslenskra stjónvalda í landinu. Hann var fenginn til að vitna um samskipti sín við Samherja í aðdraganda þess að fyrirtækið hóf starfsemi í Namibíu.
„Ég bjó þarna í níu ár allt í allt. Fyrst frá 1999 til 2004 þegar ég var við störf fyrir Þróunarsamvinnustofnun og svo sem ráðgjafi þáverandi sjávarútvegsráðherra til ársins 2004. Ég kom svo aftur tveimur árum síðar og var forstöðumaður sendiráðs til 2010 að sendiráðinu var lokað,“ segir Vilhjálmur. Það sama ár lauk einnig formlegri þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu á sviði sjávarútvegs, sem hafði þá staðið í tæpa tvo áratugi. Íslendingar höfðu tekið að sér að …
Athugasemdir (1)