Fjörutíu prósent innflytjenda sem eru félagsmenn í ASÍ og BSRB hafa lokið háskólanámi. Innflytjendur eru töluvert mikið meira menntaðir heldur en bæði innfæddir Íslendingar og einnig þeir sem hafa erlendan bakgrunn.
41%
Í byrjun þessa mánaðar voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðu launafólks á vinnumarkaði en könnunin var gerð meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Heimildin kallaði eftir bakgrunnsgögnum um lýðfræðilega samsetningu og fékk þau afhent. Þar kemur í ljós að töluvert hærra hlutfall innflytjenda er háskólamenntað en innfæddir Íslendingar og Íslendingar með erlendan bakgrunn.
Þannig eru 41 prósent innflytjenda háskólamenntaðir, borið saman við 24 prósent innfæddra Íslendinga og sama hlutfall fólks með erlendan bakgrunn. Sömuleiðis eru fleiri innflytjendur með stúdentspróf, 26 prósent, heldur en innfæddir Íslendingar, rúm 16 prósent, og þeir sem eru með erlendan …
Athugasemdir