Bensínlítrinn er hvergi dýrari innan EES-svæðisins en á Íslandi og raunar er bensínverð á Íslandi það þriðja hæsta í heiminum. Álögur sem hið opinbera leggur á bensín eru þó hærri í sextán ESB-ríkjum en þær eru á Íslandi.
Sérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Þroskahjálp segja að samtökin hafi áhyggjur af rafbyssuvæðingu lögreglunnar. Þroskahjálp hefur fundað með embætti ríkislögreglustjóra vegna þessa. Ástæðan er sú að lögreglan hafi ekki nægilega þekkingu á stöðu fólks með fötlun sem hún kann að þurfa að hafa afskipti af.
FréttirLaxeldi
1
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
Kjartan Ólafsson er hættur sem stjórnarformaður Arnarlax eftir að hafa leitt félagið um árabil. Stofnandi stærsta hluthafa Arnarlax, Gustav Witzoe, kemur inn í stjórnina.
Fréttir
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Afborganir á húsnæðisláni sex manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 116 þúsund krónur á 18 mánuðum. Fjölskyldan hefur þurft að ganga á sparnað til að ráða við regluleg útgjöld og er nú í því ferli að breyta láninu úr óverðtryggðu í verðtryggt til að ráða við afborganirnar.
Fréttir
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Rafaela Georgsdóttir hefur um langt skeið leitað að störfum þar sem menntun hennar gæti nýst en án árangurs. Rafaela er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu með sérhæfingu í umhverfisvernd.
Fréttir
Hvað kostar lítri af mjólk?
Þingmenn þjóðarinnar giskuðu á verð á einum lítra af mjólk og svöruðu öðrum spurningum um verðtilfinningu sína.
PistillHvalveiðar
1
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Hvalveiðar Kristjáns Loftssonar snúast um annað og meira en peninga þar sem þær eru órökréttar út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Mannfræðingurinn Clifford Greetz rannsakaði hanaat á Balí fyrir meira en hálfri öld en þar má finna skýringar sem geta hjálpað til við að skilja ástríðu Kristjáns fyrir hvalveiðum.
Aðsent
Stefán Ólafsson
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu, en neikvætt samband milli hlutar launafólks og verðbólgu.
Fréttir
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Hlutfall innflytjenda sem lokið hafa háskólanámi er nærri því tvöfalt á við innfædda Íslendinga meðal félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Rannsóknir sýna að innflytjendur, einkum konur, eru oft og tíðum ofmenntaðar fyrir þau störf sem þær sinna.
Greining
1
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Viðmiðunarverð á bensínlítra er tæplega 308 krónur nú en var 307 krónur fyrir ári. Í maí í fyrra tóku olíufélögin sem selja Íslendingum bensín 31,24 krónur af hverjum seldum lítra. Nú taka þau 62,67 krónur af hverjum seldum lítra.
Flækjusagan
5
Friður hins heilaga refs?
Hefðu Bretar átt að semja frið við Hitler árið 1940 til að koma í veg fyrir frekara mannfall?
Aðsent
1
Þorvaldur Örn Árnason
Vald óttans – og virði friðsemdar
Lýðræði, réttarríki og mannréttindi – gott og blessað. Evrópuráðið stendur vörð um það. Vestræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi óttans.
Vettvangur
„Hvar er Kristrún?“
Blaðamaður Heimildarinnar fylgdist með fundi Samfylkingarinnar um heilbrigðismál á Egilsstöðum.
FréttirLífskjarakrísan
2
Einkaneysla dregst minnst saman á Íslandi á Norðurlöndunum
Einkaneysla fólks dregst hlutfallslega minna saman hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Seðlabanki Íslands hefur gagnrýnt bæði einkaneyslu Íslendinga og slæm áhrif launahækkana á eyðslu og þenslu hér á landi. Einkaneysla á Íslandi í fyrra var sú mesta á Íslandi frá árinu 2005.
Greining
1
Hvað segja þingmenn, er nauðsynlegt að skjóta þá?
Að minnsta kosti 40% þingmanna eru andvígir áframhaldandi hvalveiðum og 13% hlynntir. Sex þingmenn, m.a. tveir ráðherrar og þrír aðrir þingmenn stjórnarflokkanna, lýsa ákveðnum efasemdum um framhaldið en gefa þó ekki upp skýra afstöðu. „Persónulega tel ég ekki sjálfgefið að þessar veiðar haldi áfram,“ segir forsætisráðherra.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.