Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvað er eiginlega í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn?”

Þing­menn gagn­rýndu rík­is­stjórn fyr­ir að sinna ekki for­ystu hlut­verki sínu. Fátt var um ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma.

„Hvað er eiginlega í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn?”
Kristrún Frostadóttir Formaður Samfylkingarinnar lét óánægju sína í ljós og sagði lítið hafa gerst á meðan hún var í fæðingarorlofi. Mynd: Bára Huld Beck

„Af hverju eru engir hérna til að taka á þeim málum sem virkilega brenna á? Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni en ráðherrar hljóta að átta sig á því að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir forystu hér í innanlandsmálum,“ sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag.

Kristrún sneri aftur á þing eftir fæðingarorlof og spurði forseta Alþingis, Birgi Ármannsson, hvað væri eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni. Fáir ráðherrar voru sjáanlegir á þingi í dag og taldi Kristrún þá ekki sinna forystu hlutverki sínu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu á morgun og vera má að hann skýri fjarveru ráðherra en þingmenn voru ósátt með að þjóðarmál væru látin sitja á hakanum fyrir alþjóðamálin.

„Af hverju eru engir hérna til að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“

„Ég ætlaði að eiga hér í dag orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnar, en ekkert þeirra ætlar að láta sjá sig hér á Alþingi í dag og sitja undir svörum, t.d. um verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál, enda virðist þeim líða best á meðan pólitíska umræðan hverfist um mál sem snúast ekki um veruleika venjulegs fólks. Þótt þetta sé því efst í huga þessa dagana, efnahags- og velferðarmálin.“ Að lokum óskaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar stæði undir svörum síðar í vikunni.

Björn Leví GunnarssonÞIngmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson varaformaður Pírata tók undir beiðni Kristrúnar og lét í ljós óánægðu sína með að 130-140 mál stjórnarandstöðunnar væru föst í nefnd. „Það má kannski vekja athygli á því að stjórnarandstaðan er búin að mæla fyrir 130–140 málum sem eru öll föst inni í nefnd, fullt af þeim málum eru einmitt nákvæmlega á þessum nótum; að bæta kjör almennings.“

Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokk fólksins sló á sama streng og kallaði þinghaldið undarlegt. „Þeir eru of uppteknir við það að vera hér einhverjir veislustjórar á meðan þjóðin bíður eftir fjölmörgum svörum,“ sagði þingmaður.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Hvert er aftur skuldabréfaálagið hjá ríkinu vs borgar Samfylkingarinnar?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár