„Að sjálfsögðu vil ég halda þeim áfram,“ segir Birna Loftsdóttir, næststærsti hluthafi Hvals hf. og systir Kristjáns Loftssonar, aðspurð hvaða skoðanir hún hafi á áframhaldandi hvalveiðum félagsins. Birna á rúmlega 21 prósents hlut í Hval hf. í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, meðan bróðir hennar, Kristján, er langstærsti hluthafinn með rúmlega 32,5 prósent í félaginu. Saman eru þau því með rúman meirihluta í félaginu sem Kristján stýrir sem forstjóri.
Aðrir hluthafar en þau systkinin halda hins vegar á 46,5 prósenta hlut í félaginu en skoðanir þeirra á hvalveiðum félagsins hafa ekki heyrst mikið í gegnum árin.
Hvalur hefur bara heimild út sumarið
Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða langreyðar við Íslandsstrendur út þetta sumar en svo þarf matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að ákveða hvort félagið fái áframhaldandi heimild til veiðanna næstu …
Athugasemdir