Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi“

Í hverri viku leita að jafn­aði þrír gerend­ur í heim­il­isof­beld­is­mál­um sér að­stoð­ar hjá Heim­il­is­friði í fyrsta skipti. Markmið með­ferð­ar er að gerend­ur hætti að beita of­beldi og taki ábyrgð á sjálf­um sér. Sál­fræð­ing­ar hjá Heim­il­is­friði segja mik­ið tabú að gang­ast við því að hafa beitt of­beldi. Skömm­in er enn meiri hjá kon­um sem eru gerend­ur.

„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi“
Hjálpa gerendum Mjöll Jónsdóttir og Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingar hjá Heimilisfriði, hjálpa fólki sem hefur beitt heimilisofbeldi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mikil skömm einkennir þann hóp fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Heimilisfriði eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. „Þetta er tabú. Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi, og viðurkenna það,“ segir Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Undir þetta tekur Mjöll Jónsdóttir, sem einnig starfar þar sem sálfræðingur: „Já, þessu fylgir mikil skömm. En mér finnst fólk vera tilbúið að takast á við hana. Allavega þau sem koma til okkar,“ segir hún. 

Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Um 150 manns koma á hverju ári í fyrsta viðtal til Heimilisfriðar til að leita sér aðstoðar eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. Alls eru fjórir sálfræðingar sem koma að verkefninu en sinna einnig annars konar sálfræðimeðferð.

Vilji til að axla ábyrgð

„Við búum hér við ákveðinn lúxus því flestir koma hingað af fúsum og frjálsum vilja. Vissulega kemur hingað fólk sem er vísað til okkar, …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár