Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Norskur laxeldisrisi leyndi vetrarsárum og tjóni á Íslandi í uppgjöri

Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sagði ekki frá því í árs­hluta­upp­gjöri sínu að ís­lenska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið hafi þurft að slátra marg­falt fleiri eld­islöx­um en ætl­að var vegna þess að þeir urðu sárug­ir. Fyr­ir­tæk­ið sagði bara frá rúm­lega tvö­föld­um tekj­um og tæp­lega tvö­földu magni af slátr­uð­um fisk­um en sagði ekki frá ástæð­um þessa.

Norskur laxeldisrisi leyndi vetrarsárum og tjóni á Íslandi í uppgjöri
Vetrarsár leiddu til meiri framleiðslu Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir að vetrarsár á eldislöxum fyrirtækisins hafi leitt til þess að slátra þurfti auknu magni fiska á síðasta ársfjórðungi.

„Við komum auga á sár á fiskunum í einni sjókví og þess vegna ákváðum við að slátra snemma með tilliti til velferðar fiskanna,“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, þegar hann tjáir sig um metslátrun Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Forstjórinn lætur þessi orð falla í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið Intrafish. Með orðunum vísar hann til þess að vetrarsár hafi fundist á eldislöxum fyrirtækisins á Íslandi og því hafi verið ákveðið að slátra löxunum í kvíum fyrirtækisins til að bjarga verðmætum. Metslátrunin hjá Arnarlaxi er því ekki komin til af góðu, segir Intrafish. 

Móðurfélag Arnarlax, Salmar, kynnti uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins í lok síðustu viku. Heimildin fjallaði um uppgjörið á föstudaginn. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að Arnarlax á Íslandi hafi skilað mettölum á ársfjórðungnum þegar félagið slátraði og framleiddi 6.600 tonn af eldislaxi til samanburðar við 3.400 tonn á sama ársfjórðungi í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum rúmlega tvöfölduðust á milli ára, fóru úr 368 milljónum norskra króna og upp í 765 milljónir, 9,9 milljarða íslenskra króna, í ár. 

Heimildin, og aðrir fjölmiðlar sem lásu uppgjörið, gátu ekki sagt frá vetrarsárunum og áhrifa þeirra á rekstrarniðurstöðu Arnarlax vegna þess að upplýsingagjöfin í ársreikningnum gaf ekki færi á því. 

„Niðurstaðan varð fyrir áhrifum af líffræðilegum áskorunum á ársfjórðungnum“
Úr árshlutauppgjöri Salmar AS

Ekkert sagt um vetrarsárin

Í árshlutauppgjörinu er nefnilega ekkert sagt um vetrarsárin á fiskunum og að þau hafi verið ástæðan fyrir þessari metslátrun hjá Arnarlaxi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í uppgjörinu er bara talað um að „líffræðilegar áskoranir hafi haft áhrif á rekstrarniðurstöðu Arnarlax. „Niðurstaðan varð fyrir áhrifum af líffræðilegum áskorunum á ársfjórðungnum.

Ekkert í árshlutauppgjörinu benti því til að ástæðan fyrir rúmlega tvöföldun á tekjum og nærri 100 prósent slátrunar- og framleiðsluaukningu milli áranna 2022 og 2023 væru vetrarsár sem komið hefðu upp á eldislöxunum.

Vetrarsár í laxeldi í sjókvíum myndast vegna kulda, vinda og einnig mögulega vegna þrengsla. Sár myndast á hreistri eldislaxanna þegar þeir slást utan í kvíarnar og hruflast. Svo stækka þessi sár eftir því sem veltingurinn er meiri og vetrarkuldinn eykur á tíðni vetrarsáranna hjá fiskunum. Ef laxeldisfyrirtækið grípur ekki inn í snemma í þessu ferli og slátrar upp úr sjókvíunum getur hann lent í því að þurfa að farga miklu magni af fiski þar sem sárugur eldislax er ekki notaður til manneldis. 

Vetrarsár, og aðrar afleiðingar af veðurfarinu á Íslandi, hafa verið miklir vágestir í íslensku laxeldi í gegnum tíðina og hafa reglulega verið sagðar fréttir af skakkaföllum í sjókvíaeldinu af þessum orsökum. Veðurfarið hér á landi er helsta ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að koma sjókvíaeldi hér landi almennilega á koppinn fyrr en núna, á síðasta áratug. 

Minna slátrað á næsta ársfjórðungi

Í viðtalinu við Björn Hembre kemur fram að vegna þess að  að fyrirtækið þurfti að slátra svo miklu magni af eldislaxi á síðasta ársfjórðungi vegna vetrarsára þá muni það slátra minna á þeim yfirstandandi. „Á næsta ársfjórðungi munum við einbeita okkur að því að láta fiskinn stækka mikið til að bæta upp fyrir tapið vegna þess fisks sem var slátrað núna. En þessi aukna slátrun núna mun leiða til mjög lítillar framleiðslu á öðrum ársfjórðungi.

Auknar tekjur og framleiðsla Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mun því ekki leiða til þess að fyrirtækið slátri meira á þessu ári eða eitthvað slíkt. Slátrunin og framleiðsla fyrirtækisins dreifist bara með ójafnari hætti yfir árið. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " að vetrarsár hafi fundist á eldislöxum fyrirtækisins á Íslandi "
    Vetrarsár - dulnefni fyrir kalsár. Kalsár geta líka hrjáð fólk, skilja
    venjulega eftir dauðann blett - ef maður sleppur billega.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu