Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Það var eiginlega bara hræðilegt

Magnús Thorlacius var í leik­hús­námi í sam­komu­banni sem þýddi að fá­ir gátu séð verk­in hans. Nú er hann að sýna fyr­ir full­um sal fólks og er frek­ar ný­lega trú­lof­að­ur.

„Ég heiti Magnús Thorlacius og við erum stödd hérna á kaffihúsinu í Tjarnarbíói. Ég er að setja upp sýningu eftir tvær vikur eða svo og ég er að skipuleggja og undirbúa mig fyrir það. Þetta var upphaflega útskriftarverkið mitt í Listaháskólanum, þar sem við fylltum sviðið af vatni og breyttum því í baðlón, og við erum að setja það núna upp ári síðar.

Það heitir Lónið og fjallar um þrjár persónur í baðlóni sem fara í sjálfnærandi ferðalag eins og oft er hægt að gera í svona baðlónum á Íslandi. Þetta er byggt á þessari bylgju baðlóna sem hafa verið opnuð hér undanfarin ár. Við notum hugmyndina um baðlón til að rannsaka sjálfsmynd einhverrar forréttindastéttar á Íslandi. 

Ég var búinn að vera í náminu í Covid, í samkomubanni, og búa til leikhús bara þannig. Það var eiginlega bara hræðilegt. Allt námið snýst um að búa til eitthvað á sviði sem er ekki endurleikið, ekki búið til, til þess að vera fest á filmu. Það er búið til sem upplifun í návist fólks, áhorfenda. Ég tala nú ekki um þegar fólk leggur áherslu á tilraunakenndari form innan sviðslista eins og þátttökuleikhús, en þetta á líka um alveg hefðbundið leikhús, sem snýst líka um þetta samtal við áhorfendur. 

Þetta á að vera stefnumót augnabliksins. Nema hvað að við áttum að búa til öll þessi verk mínus það að fá áhorfendur inn og eiga þetta stefnumót. Það var stórfurðuleg upplifun. Maður þarf að hafa mjög mikla trú á verkinu til þess að það lifni við í þessum aðstæðum. Við sýndum þetta alltaf fyrir einhverjum áhorfendum en það voru kannski þegar verst var tveir áhorfendur. Á frumsýningu verksins var allt farið að opnast aftur svo það komu einhverjir áhorfendur. Það er mjög berskjaldandi að fara með verkið úr stofnun Listaháskólans yfir í atvinnuleikhús en það er búið að vera mjög gaman að skoða verkið upp á nýtt ári síðar og sjá hvaða stöðu það hefur gagnvart samfélagsumræðu í dag.

„Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér.“

Ég sé sjálfan mig í verkinu að því leyti að þarna eru komnar þrjár persónur sem eiga það allar sameiginlegt að vera í mikilli forréttindastöðu, hvítt fólk sem hefur efni á því að fara í svona lúxusferð, þetta eru bara rándýrar sundlaugar, þessi lón. Að eiga í svona erfiðu sambandi við það, þetta er lúxus en á sama tíma hatar maður eitthvað við það líka.  Ég er í mikilli forréttindastöðu og fer reglulega í svona baðlón. Það að ég skuli hafa efni á því að gera þetta, að fara í þessa tilbúnu neysluparadís, mig langar að hata þetta en þetta er svo næs. Það er einhver þversögn sem ég er að reyna að ná fram í verkinu. Þetta er ekki bara slæmt þótt það sé alls konar firring í gangi. Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér. Fær mann til að hugsa. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var þegar ég trúlofaðist kærustunni minni fyrir hálfu ári síðan. Að sjá lífið svona skýrt með annarri manneskju og setja tákn á fingurinn sem táknar þetta og maður er með það alla daga. Það hljómar kannski væmið en ég held að það hafi breytt lífi mínu. 

Þetta lætur mann vilja vera eins góð manneskja og mögulegt er. Það kannski breytir manni ekki en maður reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við ákváðum þetta saman. Við vorum eitthvað búin að tala um þetta og eftir því sem við ræddum þetta oftar varð hugmyndin alltaf raunverulegri. Svo allt í einu eitt kvöldið erum við að skoða hringa í búð á Laugaveginum og við bara kaupum þá. Daginn eftir fórum við saman út í Viðey að biðja hvort annars. 

Ég hef svona aldrei verið mjög hrifinn af þessu sem maður sér í bandarísku bíómyndunum, þessari rosalegu rómantísku gjörð sem kallinn á að gera og, þú veist, þessi rándýru brúðkaup. Ég hef aldrei tengt við þetta eða fundist þetta vera eitthvað sem mig hefur langað að gera. Það sem mér finnst alltaf yfirsterkara er að við gerum hlutina á okkar hátt og tjáum ást okkar á okkar hátt því hún er ekki fyrir neinn annan heldur en bara okkur. En jú, svo heyrir maður skemmtilegar eða rómantískar sögur og hugsar: hefði þetta átt að vera svona frekar? 

Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár kannski. Við byrjuðum saman rétt fyrir Covid og samkomubannið. Við þekktumst fyrir það. Í Covid vorum við mjög mikið saman. Við vorum í sama námi hvort í sínum bekknum. Við vorum mjög mikið saman þar sem aðrar félagslegar aðstæður voru ekki í boði. Mér leið eins og við hefðum verið saman í fimm ár eftir eitt ár, bara út af því.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
8
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu