Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Það var eiginlega bara hræðilegt

Magnús Thorlacius var í leik­hús­námi í sam­komu­banni sem þýddi að fá­ir gátu séð verk­in hans. Nú er hann að sýna fyr­ir full­um sal fólks og er frek­ar ný­lega trú­lof­að­ur.

„Ég heiti Magnús Thorlacius og við erum stödd hérna á kaffihúsinu í Tjarnarbíói. Ég er að setja upp sýningu eftir tvær vikur eða svo og ég er að skipuleggja og undirbúa mig fyrir það. Þetta var upphaflega útskriftarverkið mitt í Listaháskólanum, þar sem við fylltum sviðið af vatni og breyttum því í baðlón, og við erum að setja það núna upp ári síðar.

Það heitir Lónið og fjallar um þrjár persónur í baðlóni sem fara í sjálfnærandi ferðalag eins og oft er hægt að gera í svona baðlónum á Íslandi. Þetta er byggt á þessari bylgju baðlóna sem hafa verið opnuð hér undanfarin ár. Við notum hugmyndina um baðlón til að rannsaka sjálfsmynd einhverrar forréttindastéttar á Íslandi. 

Ég var búinn að vera í náminu í Covid, í samkomubanni, og búa til leikhús bara þannig. Það var eiginlega bara hræðilegt. Allt námið snýst um að búa til eitthvað á sviði sem er ekki endurleikið, ekki búið til, til þess að vera fest á filmu. Það er búið til sem upplifun í návist fólks, áhorfenda. Ég tala nú ekki um þegar fólk leggur áherslu á tilraunakenndari form innan sviðslista eins og þátttökuleikhús, en þetta á líka um alveg hefðbundið leikhús, sem snýst líka um þetta samtal við áhorfendur. 

Þetta á að vera stefnumót augnabliksins. Nema hvað að við áttum að búa til öll þessi verk mínus það að fá áhorfendur inn og eiga þetta stefnumót. Það var stórfurðuleg upplifun. Maður þarf að hafa mjög mikla trú á verkinu til þess að það lifni við í þessum aðstæðum. Við sýndum þetta alltaf fyrir einhverjum áhorfendum en það voru kannski þegar verst var tveir áhorfendur. Á frumsýningu verksins var allt farið að opnast aftur svo það komu einhverjir áhorfendur. Það er mjög berskjaldandi að fara með verkið úr stofnun Listaháskólans yfir í atvinnuleikhús en það er búið að vera mjög gaman að skoða verkið upp á nýtt ári síðar og sjá hvaða stöðu það hefur gagnvart samfélagsumræðu í dag.

„Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér.“

Ég sé sjálfan mig í verkinu að því leyti að þarna eru komnar þrjár persónur sem eiga það allar sameiginlegt að vera í mikilli forréttindastöðu, hvítt fólk sem hefur efni á því að fara í svona lúxusferð, þetta eru bara rándýrar sundlaugar, þessi lón. Að eiga í svona erfiðu sambandi við það, þetta er lúxus en á sama tíma hatar maður eitthvað við það líka.  Ég er í mikilli forréttindastöðu og fer reglulega í svona baðlón. Það að ég skuli hafa efni á því að gera þetta, að fara í þessa tilbúnu neysluparadís, mig langar að hata þetta en þetta er svo næs. Það er einhver þversögn sem ég er að reyna að ná fram í verkinu. Þetta er ekki bara slæmt þótt það sé alls konar firring í gangi. Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér. Fær mann til að hugsa. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var þegar ég trúlofaðist kærustunni minni fyrir hálfu ári síðan. Að sjá lífið svona skýrt með annarri manneskju og setja tákn á fingurinn sem táknar þetta og maður er með það alla daga. Það hljómar kannski væmið en ég held að það hafi breytt lífi mínu. 

Þetta lætur mann vilja vera eins góð manneskja og mögulegt er. Það kannski breytir manni ekki en maður reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við ákváðum þetta saman. Við vorum eitthvað búin að tala um þetta og eftir því sem við ræddum þetta oftar varð hugmyndin alltaf raunverulegri. Svo allt í einu eitt kvöldið erum við að skoða hringa í búð á Laugaveginum og við bara kaupum þá. Daginn eftir fórum við saman út í Viðey að biðja hvort annars. 

Ég hef svona aldrei verið mjög hrifinn af þessu sem maður sér í bandarísku bíómyndunum, þessari rosalegu rómantísku gjörð sem kallinn á að gera og, þú veist, þessi rándýru brúðkaup. Ég hef aldrei tengt við þetta eða fundist þetta vera eitthvað sem mig hefur langað að gera. Það sem mér finnst alltaf yfirsterkara er að við gerum hlutina á okkar hátt og tjáum ást okkar á okkar hátt því hún er ekki fyrir neinn annan heldur en bara okkur. En jú, svo heyrir maður skemmtilegar eða rómantískar sögur og hugsar: hefði þetta átt að vera svona frekar? 

Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár kannski. Við byrjuðum saman rétt fyrir Covid og samkomubannið. Við þekktumst fyrir það. Í Covid vorum við mjög mikið saman. Við vorum í sama námi hvort í sínum bekknum. Við vorum mjög mikið saman þar sem aðrar félagslegar aðstæður voru ekki í boði. Mér leið eins og við hefðum verið saman í fimm ár eftir eitt ár, bara út af því.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár