Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það var eiginlega bara hræðilegt

Magnús Thorlacius var í leik­hús­námi í sam­komu­banni sem þýddi að fá­ir gátu séð verk­in hans. Nú er hann að sýna fyr­ir full­um sal fólks og er frek­ar ný­lega trú­lof­að­ur.

„Ég heiti Magnús Thorlacius og við erum stödd hérna á kaffihúsinu í Tjarnarbíói. Ég er að setja upp sýningu eftir tvær vikur eða svo og ég er að skipuleggja og undirbúa mig fyrir það. Þetta var upphaflega útskriftarverkið mitt í Listaháskólanum, þar sem við fylltum sviðið af vatni og breyttum því í baðlón, og við erum að setja það núna upp ári síðar.

Það heitir Lónið og fjallar um þrjár persónur í baðlóni sem fara í sjálfnærandi ferðalag eins og oft er hægt að gera í svona baðlónum á Íslandi. Þetta er byggt á þessari bylgju baðlóna sem hafa verið opnuð hér undanfarin ár. Við notum hugmyndina um baðlón til að rannsaka sjálfsmynd einhverrar forréttindastéttar á Íslandi. 

Ég var búinn að vera í náminu í Covid, í samkomubanni, og búa til leikhús bara þannig. Það var eiginlega bara hræðilegt. Allt námið snýst um að búa til eitthvað á sviði sem er ekki endurleikið, ekki búið til, til þess að vera fest á filmu. Það er búið til sem upplifun í návist fólks, áhorfenda. Ég tala nú ekki um þegar fólk leggur áherslu á tilraunakenndari form innan sviðslista eins og þátttökuleikhús, en þetta á líka um alveg hefðbundið leikhús, sem snýst líka um þetta samtal við áhorfendur. 

Þetta á að vera stefnumót augnabliksins. Nema hvað að við áttum að búa til öll þessi verk mínus það að fá áhorfendur inn og eiga þetta stefnumót. Það var stórfurðuleg upplifun. Maður þarf að hafa mjög mikla trú á verkinu til þess að það lifni við í þessum aðstæðum. Við sýndum þetta alltaf fyrir einhverjum áhorfendum en það voru kannski þegar verst var tveir áhorfendur. Á frumsýningu verksins var allt farið að opnast aftur svo það komu einhverjir áhorfendur. Það er mjög berskjaldandi að fara með verkið úr stofnun Listaháskólans yfir í atvinnuleikhús en það er búið að vera mjög gaman að skoða verkið upp á nýtt ári síðar og sjá hvaða stöðu það hefur gagnvart samfélagsumræðu í dag.

„Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér.“

Ég sé sjálfan mig í verkinu að því leyti að þarna eru komnar þrjár persónur sem eiga það allar sameiginlegt að vera í mikilli forréttindastöðu, hvítt fólk sem hefur efni á því að fara í svona lúxusferð, þetta eru bara rándýrar sundlaugar, þessi lón. Að eiga í svona erfiðu sambandi við það, þetta er lúxus en á sama tíma hatar maður eitthvað við það líka.  Ég er í mikilli forréttindastöðu og fer reglulega í svona baðlón. Það að ég skuli hafa efni á því að gera þetta, að fara í þessa tilbúnu neysluparadís, mig langar að hata þetta en þetta er svo næs. Það er einhver þversögn sem ég er að reyna að ná fram í verkinu. Þetta er ekki bara slæmt þótt það sé alls konar firring í gangi. Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér. Fær mann til að hugsa. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var þegar ég trúlofaðist kærustunni minni fyrir hálfu ári síðan. Að sjá lífið svona skýrt með annarri manneskju og setja tákn á fingurinn sem táknar þetta og maður er með það alla daga. Það hljómar kannski væmið en ég held að það hafi breytt lífi mínu. 

Þetta lætur mann vilja vera eins góð manneskja og mögulegt er. Það kannski breytir manni ekki en maður reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við ákváðum þetta saman. Við vorum eitthvað búin að tala um þetta og eftir því sem við ræddum þetta oftar varð hugmyndin alltaf raunverulegri. Svo allt í einu eitt kvöldið erum við að skoða hringa í búð á Laugaveginum og við bara kaupum þá. Daginn eftir fórum við saman út í Viðey að biðja hvort annars. 

Ég hef svona aldrei verið mjög hrifinn af þessu sem maður sér í bandarísku bíómyndunum, þessari rosalegu rómantísku gjörð sem kallinn á að gera og, þú veist, þessi rándýru brúðkaup. Ég hef aldrei tengt við þetta eða fundist þetta vera eitthvað sem mig hefur langað að gera. Það sem mér finnst alltaf yfirsterkara er að við gerum hlutina á okkar hátt og tjáum ást okkar á okkar hátt því hún er ekki fyrir neinn annan heldur en bara okkur. En jú, svo heyrir maður skemmtilegar eða rómantískar sögur og hugsar: hefði þetta átt að vera svona frekar? 

Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár kannski. Við byrjuðum saman rétt fyrir Covid og samkomubannið. Við þekktumst fyrir það. Í Covid vorum við mjög mikið saman. Við vorum í sama námi hvort í sínum bekknum. Við vorum mjög mikið saman þar sem aðrar félagslegar aðstæður voru ekki í boði. Mér leið eins og við hefðum verið saman í fimm ár eftir eitt ár, bara út af því.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár