Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjórðungur innflytjenda hefur ekki efni á jólagjöfum fyrir börn sín

Stór hóp­ur inn­flytj­enda á Ís­landi get­ur ekki greitt fyr­ir grunn­þarf­ir barna sinna vegna fjár­skorts. Laun þeirra eru lág og oft og tíð­um upp­lifa inn­flytj­end­ur að litla hjálp sé að hafa frá op­in­ber­um að­il­um. Fé­lags­ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lag­anna hafa vís­að fólki á Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar.

Fjórðungur innflytjenda hefur ekki efni á jólagjöfum fyrir börn sín
Geta ekki greitt fyrir grunnþarfir Töluvert stór hópur innflytjenda á Ísland á í erfiðleikum með að greiða fyrir grunnþarfir barna sinna samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Shutterstock

Innflytjendur á Íslandi eru fjárhagslega mun verr settir en innfæddir Íslendingar og fjöldamörg dæmi eru um að endar nái alls ekki saman. Viðmælendur Heimildarinnar greina frá því að þurfa, og hafa þurft, að leita á náðir hjálparstofnana í ítrekuð skipti til að standa straum af leikskólagjöldum og kostnaði við skólamáltíðir, svo dæmi séu nefnd. „Jólagjafir barnanna höfum við fengið frá kirkjunni,“ segir kona sem lýsir því jafnframt að félagsráðgjafi í sveitarfélagi hennar hafi sagt henni að enga fjárhagsaðstoð væri þar að hafa og sagt henni að leita á náðir Hjálparstarfs kirkjunnar.

Í frétt Heimildarinnar í síðasta tölublaði var greint frá niðurstöðum spurningakönnunar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins um stöðu launafólks á Íslandi, sem gerð var meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Meðal þess sem þar kom fram var að 8 prósent innflytjenda sem svöruðu könnuninni höfðu ekki getað greitt leikskólagjöld fyrir börn sín síðustu 12 mánuði. Þá höfðu 7,5 prósent …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Þegar ég lenti í skilnaði 1995 þurfti ég að sækja alla aðstoð til mæðrastyrksnefndar, kirkjuna og hjálparsamtök. Launin mín voru 90. Þús með öllum barnabótum og meðlagi og leiga 30þú leikskólaaldri fyrir tvö börn 22 þús afgangurinn fór í tryggingar mat og föt og ef þurfti að fara með börnin til læknis eða tannlæknir. Þau fengu engar tómstundir, jólagjafir voru frá mæðrastyrksnefnd. Ég sótti um félagslegaíbúð og þurfti að bíða í 4-5 ár eftir því. Ég var gjaldþrota eftir fyrrverandi eiginmann sem skráði fyrirtæki á mig. Ég skuldaði 500 þús. Hægt og rólega með árunum tókst að vinna mig upp. Ég þurfti 1 ár til að safna fyrir vídeó tæki fyrir börnin. Ég var með gömul húsgögn og sjónvarp sem ég keypti 10-20 ára gamalt. Í dag á ég íbúð og er orðin öryrki af miklu álagi og áföllum. Ég hef það nokkuð gott miðað við aðstæður en ég hef ekki þurft að fara til kirkjunnar í mörg ár. Ég fæddist á Íslandi. Ég vorkenni engum sem þarf að gera þetta í nokkur ár. Ég fékk enga aðstoð frá fjölskyldu.
    0
  • Jóna Guðmundsdóttir skrifaði
    Þetta er nú bara algjört kjaftæði
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár