Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Erjur

Sófa­kart­afl­an rýn­ir í þáttar­öð­ina Beef. Henni lík­aði vel við það sem hún sá – en ein­ung­is eitt varp­aði skugga á upp­lif­un­ina.

Erjur

Gullöld sjónvarpsþáttagerðar virðist alltaf ná nýjum hæðum þessa dagana. Þegar við sófakartöflurnar vorum rétt svo að jafna okkur á White Lotus fráhvörfunum mætti ný þáttaröð af litlu svínunum í Succession og öllum að óvörum birtist svo glæný þáttaröð frá A24, eða framleiðendum Everything all at once everywhere.

Sú nýja heitir Beef og skartar meðal annars uppistandaranum og leikkonunni Ali Wong og leikaranum Steven Yeun úr The Walking Dead. Þau leika hin vanstilltu Amy og Danny, ókunnugt fólk í Los Angeles sem lendir saman með ófyrirséðum afleiðingum. Þau eru bæði börn innflytjenda en Amy er vel stæð kona sem á blómaverkstæði og er í þann mund að gera margra milljóna samning við einhvers konar Byggt og búið keðju. Danny er aftur á móti óheppinn blankur byggingaverktaki sem reynir sitt besta við að flytja foreldra sína til Bandaríkjanna frá Kóreu eftir algjört gjaldþrot.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles. Í stað þess að stíga út úr bílunum og ræða málin eins og þroskaðir einstaklingar, sendir Amy Danny fingurinn sem verður til þess að hann umturnast af reiði og veldur bílaeltingarleik.

Málið vindur upp á sig og upphefst eins konar sturlungaöld knúin áfram af heift með hefndum sitt á báða bóga og nánast allir sem þau þekkja dragast inn í styrjöldina á einn eða annan hátt. Sem hefnigjörn og almennt frekar vanstillt manneskja var auðvelt fyrir undirritaða að setja sig í spor fólksins og þættirnir eru kærkomin tilbreyting frá gerviveröld samfélagsmiðla þar sem fólk keppist um að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Bæði aðalpersónur og aukapersónur eru þrívíðar, vel skrifaðar og leikarahópurinn allur til fyrirmyndar. Þegar líður á þáttaröðina og ófyrirsjáanlegt plottið vindur upp á sig, lekur súrrealismi inn í þættina eins og lappir á fíl eftir Salvador Dalí. Það eina sem hallar á upplifunina er sú hvimleiða vitneskja að David Choe, sem leikur glæpahneigðan frænda Danny, er mögulega kríp samkvæmt grein í Vice, en ég hef ekki enn þá fengið botn í því hvort hann sé dólgur sem talar fjálglega og er með mjög óviðeigandi kímnigáfu eða alvöru kynferðisglæpamaður. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár