Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Erjur

Sófa­kart­afl­an rýn­ir í þáttar­öð­ina Beef. Henni lík­aði vel við það sem hún sá – en ein­ung­is eitt varp­aði skugga á upp­lif­un­ina.

Erjur

Gullöld sjónvarpsþáttagerðar virðist alltaf ná nýjum hæðum þessa dagana. Þegar við sófakartöflurnar vorum rétt svo að jafna okkur á White Lotus fráhvörfunum mætti ný þáttaröð af litlu svínunum í Succession og öllum að óvörum birtist svo glæný þáttaröð frá A24, eða framleiðendum Everything all at once everywhere.

Sú nýja heitir Beef og skartar meðal annars uppistandaranum og leikkonunni Ali Wong og leikaranum Steven Yeun úr The Walking Dead. Þau leika hin vanstilltu Amy og Danny, ókunnugt fólk í Los Angeles sem lendir saman með ófyrirséðum afleiðingum. Þau eru bæði börn innflytjenda en Amy er vel stæð kona sem á blómaverkstæði og er í þann mund að gera margra milljóna samning við einhvers konar Byggt og búið keðju. Danny er aftur á móti óheppinn blankur byggingaverktaki sem reynir sitt besta við að flytja foreldra sína til Bandaríkjanna frá Kóreu eftir algjört gjaldþrot.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles. Í stað þess að stíga út úr bílunum og ræða málin eins og þroskaðir einstaklingar, sendir Amy Danny fingurinn sem verður til þess að hann umturnast af reiði og veldur bílaeltingarleik.

Málið vindur upp á sig og upphefst eins konar sturlungaöld knúin áfram af heift með hefndum sitt á báða bóga og nánast allir sem þau þekkja dragast inn í styrjöldina á einn eða annan hátt. Sem hefnigjörn og almennt frekar vanstillt manneskja var auðvelt fyrir undirritaða að setja sig í spor fólksins og þættirnir eru kærkomin tilbreyting frá gerviveröld samfélagsmiðla þar sem fólk keppist um að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Bæði aðalpersónur og aukapersónur eru þrívíðar, vel skrifaðar og leikarahópurinn allur til fyrirmyndar. Þegar líður á þáttaröðina og ófyrirsjáanlegt plottið vindur upp á sig, lekur súrrealismi inn í þættina eins og lappir á fíl eftir Salvador Dalí. Það eina sem hallar á upplifunina er sú hvimleiða vitneskja að David Choe, sem leikur glæpahneigðan frænda Danny, er mögulega kríp samkvæmt grein í Vice, en ég hef ekki enn þá fengið botn í því hvort hann sé dólgur sem talar fjálglega og er með mjög óviðeigandi kímnigáfu eða alvöru kynferðisglæpamaður. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár