Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erjur

Sófa­kart­afl­an rýn­ir í þáttar­öð­ina Beef. Henni lík­aði vel við það sem hún sá – en ein­ung­is eitt varp­aði skugga á upp­lif­un­ina.

Erjur

Gullöld sjónvarpsþáttagerðar virðist alltaf ná nýjum hæðum þessa dagana. Þegar við sófakartöflurnar vorum rétt svo að jafna okkur á White Lotus fráhvörfunum mætti ný þáttaröð af litlu svínunum í Succession og öllum að óvörum birtist svo glæný þáttaröð frá A24, eða framleiðendum Everything all at once everywhere.

Sú nýja heitir Beef og skartar meðal annars uppistandaranum og leikkonunni Ali Wong og leikaranum Steven Yeun úr The Walking Dead. Þau leika hin vanstilltu Amy og Danny, ókunnugt fólk í Los Angeles sem lendir saman með ófyrirséðum afleiðingum. Þau eru bæði börn innflytjenda en Amy er vel stæð kona sem á blómaverkstæði og er í þann mund að gera margra milljóna samning við einhvers konar Byggt og búið keðju. Danny er aftur á móti óheppinn blankur byggingaverktaki sem reynir sitt besta við að flytja foreldra sína til Bandaríkjanna frá Kóreu eftir algjört gjaldþrot.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles.

Amy og Danny verða fyrir því óláni að keyra næstum utan í hvort annað á bílastæði í Los Angeles. Í stað þess að stíga út úr bílunum og ræða málin eins og þroskaðir einstaklingar, sendir Amy Danny fingurinn sem verður til þess að hann umturnast af reiði og veldur bílaeltingarleik.

Málið vindur upp á sig og upphefst eins konar sturlungaöld knúin áfram af heift með hefndum sitt á báða bóga og nánast allir sem þau þekkja dragast inn í styrjöldina á einn eða annan hátt. Sem hefnigjörn og almennt frekar vanstillt manneskja var auðvelt fyrir undirritaða að setja sig í spor fólksins og þættirnir eru kærkomin tilbreyting frá gerviveröld samfélagsmiðla þar sem fólk keppist um að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Bæði aðalpersónur og aukapersónur eru þrívíðar, vel skrifaðar og leikarahópurinn allur til fyrirmyndar. Þegar líður á þáttaröðina og ófyrirsjáanlegt plottið vindur upp á sig, lekur súrrealismi inn í þættina eins og lappir á fíl eftir Salvador Dalí. Það eina sem hallar á upplifunina er sú hvimleiða vitneskja að David Choe, sem leikur glæpahneigðan frænda Danny, er mögulega kríp samkvæmt grein í Vice, en ég hef ekki enn þá fengið botn í því hvort hann sé dólgur sem talar fjálglega og er með mjög óviðeigandi kímnigáfu eða alvöru kynferðisglæpamaður. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár