Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spennt að lýsa konunglegri skrautsýningu í beinni

Anna Lilja Þór­is­dótt­ir, frétta­mað­ur á RÚV, mun lýsa krýn­ingu Karls Breta­kon­ungs í beinni út­send­ingu á RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem hún lýs­ir kon­ung­legri at­höfn og spennu­stig­ið er hátt hjá kon­ungssinn­an­um, sem seg­ir að bú­ast megi við sann­kall­aðri skraut­sýn­ingu.

Spennt að lýsa konunglegri skrautsýningu í beinni
Konungssinni Áhugi á konunglegum málefnum sameinar nokkur af helstu áhugamálum Önnu LIlju Þórisdóttir, fréttamanns á RÚV. „Þetta er gríðarlega mikil saga, stjórnmál, slúður, lífsstíll og tíska. Þetta er fólk. Þetta er rosa margt í einum pakka.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Í þessu sameinast mjög margt. Þetta er gríðarlega mikil saga, stjórnmál, slúður, lífsstíll og tíska. Þetta er fólk. Þetta er rosa margt í einum pakka,“ segir Anna Lilja Þórisdóttir, fréttamaður á RÚV og einn fremsti konungssinni landsins, um áhuga sinn á bresku konungsfjölskyldunni.   

Karl III verður krýndur konungur Bretlands við hátíðlega athöfn á morgun, laugardag, og mun Anna Lilja lýsa athöfninni í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna. Hún er mjög spennt en þetta er í fyrsta sinn sem hún lýsir konunglegri athöfn. „Þetta er stórmerkilegur viðburður, það er gaman að fá að upplifa þetta. Það eru 70 ár frá síðustu krýningu.“

„Vissulega er þetta gamall karl, en hann getur líka verið boðberi nýrra tíma.“

Karl varð konungur um leið og móðir hans, Elísabet II, féll frá í september í fyrra. Anna Lilja segir embættistíð hans fara vel af stað. „Hann er náttúrlega með eindæmum vel undirbúinn og hefur haft nægan tíma til að ákveða hvernig kóngur hann vill vera, lengri tíma en allir aðrir sem hafa verið á undan honum.“

Karl verður konungur

KonungurStiklað er á stóru um lífshlaup Karls III Bretakonungs í hlaðvarpsþáttunum Karl verður konungur.

Anna Lilja hefur hitað upp fyrir krýninguna með þáttum um Karl á Rás 1 síðustu föstudaga, Karl verður konungur, þar sem hún ræðir við fólk úr ýmsum áttum um athöfnina, stemninguna og konungsveldið. Í einum þættinum má heyra áhugaverðar umræður Guðnýjar Óskar Laxdal, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Royal Icelander, og Boga Ágústssonar fréttamanns, sem lýsir sér sem andkonungssinna. Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa á RÚV, sér um framleiðslu þáttanna, sem eru gæddir lífi með hljóðbrotum og nútímalegri tónlist í konunglegum búningi. 

Hugmyndina að þáttunum fékk Anna Lilja þegar hún var í stuttu fríi. „Mér leiddist og fékk þessa hugmynd,“ segir hún og hlær. Hugmyndin féll í góðan jarðveg og Anna Lilja kann vel við hlaðvarpsformið þar sem hún getur kafað dýpra en í hefðbundnum fréttaflutningi. „Sumir afgreiða konungsfjölskylduna sem eitthvað yfirborðskennt, að einhverju leyti er þetta það, en þetta er gríðarlega merkileg stofnun sem á sér langa sögu.“

Á eftir að  velja krýningarbolla

En Anna Lilja þarf að færa fórnir til að lýsa krýningunni í beinni. „Ég er í félagsskap sem heitir Konunglegi klúbburinn, við erum sex konur sem höfum mikinn áhuga á konunglegum málefnum, við verðum með samkvæmi sem ég get ekki mætt í.“ Klúbburinn mun fylgjast með Önnu Lilju lýsa krýningunni og drekka úr konunglegu bollastelli. Sjálf á Anna Lilja eftir að velja hvaða konunglega bolla hún ætlar að taka með sér í útsendinguna. „Það er úr mörgu að velja. Ég á ýmislegt. Ég á til dæmis nýja bolla sem voru framleiddir í tilefni af krýningunni. Ég á helling af Karls- og Díönudóti, Elísabetardóti, bolla með afa Karls og ömmu, langafa hans og langömmu, langalangafa og langalangömmu. Ég þarf að velta þessu fyrir mér. Svo á ég ótrúlega skemmtilegan bolla með mynd af Karli þegar hann kom til Íslands árið 1975.“

Konunglegt safnAnna LIlja hefur sankað að sér ýmsum konunglegum dýrgripum í gegnum tíðina. Einn bolli fær að vera með henni í krýningunni en valið er vandasamt.

En við hverju má búast í krýningarathöfninni sjálfri? 

„Krýningin verður talsvert styttri en hjá mömmu hans, þá var hún fimm tímar, núna er miðað við tvo og hálfan, held ég. Það má búast við skrautsýningu. Við erum að fara að sjá kórónur, veldissprota og gullvagninn sem er bara notaður við krýningar. Með því að halda svona viðburði eru þau að réttlæta tilveru sína. Á öllum svona stórviðburðum aukast vinsældir þeirra.“ 

Anna Lilja er sömuleiðis spennt að fylgjast með hvernig Karli mun vegna í embætti, starfi sem hann hefur beðið eftir alla sína ævi. „En það má ekki alltaf tengja allt við aldur. Vissulega er þetta gamall karl, en hann getur líka verið boðberi nýrra tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár