Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldi njósnara í sendiráðum Rússa

Í nýj­um nor­ræn­um sjón­varps- og hlað­varps­þátt­um kem­ur fram að allt að helm­ing­ur starfs­fólks í sendi­ráð­um Rússa á Norð­ur­lönd­un­um eru njósn­ar­ar. Flest­ir þeirra há­mennt­að­ir í njósna­fræð­un­um.

Fjöldi njósnara í sendiráðum Rússa
Forsetinn Fjöldi njósnara á Norðurlöndunum hefur um árabil verið svipaður, þeir starfa allir undir stjórn Pútíns.

Sérfræðingar ríkissjónvarps- og útvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi (DR, NRK, SVT og YLE) hafa í rúmt ár unnið að umfangsmiklum rannsóknum á njósnastarfsemi Rússa í löndunum fjórum. Afrakstur þessara rannsókna er að finna í sjónvarpsþáttunum Skyggekrigen og hlaðvarpsþáttunum Mørklagt sem stöðvarnar hafa undanfarið sent út, og gert aðgengilega. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. 

Allt að helmingur starfsfólksins njósnarar

Sjónvarpsstöðvarnar hafa, í samvinnu við rannsóknastofnunina Dossier Center nafngreint 38 rússneska njósnara sem starfað hafa á Norðurlöndunum á síðustu árum. Njósnarahópurinn er þó mun fjölmennari og norrænu leyniþjónusturnar telja að allt að helmingur starfsfólks rússnesku sendiráðanna á Norðurlöndum séu njósnarar. Þeir séu allir skráðir sem diplómatar, sem veitir þeim ýmis konar réttindi í viðkomandi landi. Lögregla hefur ekki heimild til að gera húsleit í sendiráðum og á heimilum diplómata, ekki er heimilt að handtaka diplómata eða draga fyrir dómstól í viðkomandi landi.

Margar sögur eru til um diplómata sem stöðvaðir hafa verið undir stýri, grunaðir um ölvun en þeir hafi þá dregið upp diplómataskilríkin og veifað þeim framan í laganna verði. Ekki er heimilt að vísa diplómötum úr landi, nema í undantekningartilvikum (t.d vegna njósna) en yfirvöld geta lýst viðkomandi „persona non grata“ sem merkir að sá eða sú hin sama er ekki velkomin í landinu. Slíkt getur gerst meðan diplómatinn er í landinu en líka áður en viðkomandi kemur til landsins. 

Lítil áhætta

Daniel Stenling yfirmaður hjá sænsku öryggislögreglunni, SAPO, sagði í viðtali við danska útvarpið að vegna diplómatareglnanna fylgdi því lítil áhætta fyrir Rússa að vera með njósnara í öðrum löndum. Þeir geta lent í því að viðkomandi verði lýstur „persona non grata“ en þá svara Rússar því ætíð til að það sé hreinn uppspuni að um sé að ræða njósnara.

Inger Haugland yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, PST, sagði í viðtali að innrásin í Úkraínu hefði ekki orðið til að draga úr njósnastarfsemi Rússa. Nú væri ástandið þannig að Rússar hefðu í þessum efnum engu að tapa og tækju gjarna meiri áhættu en áður. 

Atvinnumenn á sínu sviði 

Anders Henriksen, yfirmaður hjá dönsku leyniþjónustunni, PET, sagði í viðtali í sjónvarpsþættinum Skyggekrigen að rússnesku leyniþjónusturnar séu ekki „amatörastofnanir“, þær séu mjög vel skipulagðar og hafi yfir miklu fjármagni að ráða. Fjöldi rússneskra njósnara á Norðurlöndunum hefur um árabil verið svipaður, þeir starfa allir undir stjórn Pútíns. Njósnararnir sækjast eftir alls kyns upplýsingum um þjóðfélagsmál, en einkum um tækni og vísindi. „Yfirleitt allt sem getur gagnast Rússum“ sagði Inger Haugland. 

Sendiráðin eru höfuðstöðvar njósnastarfseminnar

Sendiráð Rússa á Norðurlöndunum ráða öll yfir stóru húsnæði, í flestum tilvikum mun stærra en sendiráð annarra ríkja, að Bandaríkjunum og Kína undanskildum. Njósnadeildirnir hafa aðsetur í sendiráðunum og þannig er tryggt að njósnararnir þurfi ekki að óttast afskipti lögreglu. Starfsemi njósnadeildar rússneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn fylgir ákveðnum starfsreglum. Þar eru haldnir fundir á hverjum morgni og upplýsingum safnað saman og dulmálssérfræðingarnir fá þær upplýsingar í hendur sem þeir senda síðan á dulmáli til Rússlands.

Margs konar hlerunarbúnaður

Ýmsar aðferðir eru notaðar til að safna upplýsingum. Vitað er að Rússar nota margs konar hlerunarbúnað, þar á meðal svonefndan IMSI búnað. IMSI er einskonar gsm endurvarpssendir, sem virkar þannig að þegar gsm notandi hringir, eða fær símtal, fer það í gegnum IMSI sendinn. Það gerir þeim sem yfir búnaðinum ræður kleift að staðsetja notandann og jafnframt að hlera og hljóðrita samtöl og sms skilaboð. Í einu tilviki var IMSI sendir í bíl sem lagt var í nágrenni staðar þar sem fram fór fundur á vegum stjórnmálaflokks.

Sendirinn gerði kleift að hlera símtöl þeirra sem á fundinum voru, skilaboð sem þeir sendu og fengu og jafnframt fá upplýsingar um þá síma sem voru á fundarstaðnum. 

Koma vel undirbúnir

Njósnararnir sem sendir eru til annarra landa fara ekki óundirbúnir. Þeir eru yfirleitt vel menntaðir og hafa mikla sérþekkingu á tilteknum sviðum. Njósnari, sem til dæmis er ætlað að safna upplýsingum um utanríkis- og öryggismál, er iðulega stjórnmálafræðingur. Verkfræðingur væri sá sem ætlað væri að njósna um fjarskiptamál svo tvö dæmi séu nefnd.

Njósnarar reyna að komast í kynni við kunnáttufólk í landinu þar sem njósnir eru stundaðar og þá skiptir máli að vera ekki eins og álfur út úr hól í samræðum. Til að sýna trúverðugleika þarf að hafa þekkingu á því sem um er rætt. Iðulega tekur langan tíma að mynda náið trúnaðarsamband við „fórnarlambið“ en þeim tíma er iðulega vel varið. Komist njósnarinn að því að „fórnarlambið“ eigi í fjárhagserfiðleikum gæti „fjárhagsaðstoð“ reynst gott vopn, peningar freista. Ef njósnarinn kemst að því að „fórnarlambið“ hafi misstigið sig í einkalífinu geta hótanir reynst árangursríkar. Stundum metur njósnarinn það svo að lítið sé á „fórnarlambinu“ að græða og þá fjarar sambandið út. 

Sækjast eftir að kynnast kunnáttu- og áhrifafólki

Dæmigerður njósnari vinnur skipulega og fer sér hægt í upphafi í nýju landi. Sækir fundi og ráðstefnur sem tengjast sérsviðinu og kemst þannig í kynni við kunnáttufólk. Meðal þeirra sem nafngreindir eru í umfjöllun norrænu miðlanna er 35 ára gamall maður, Dmitri Otorchkin.

NjósnariDmitri Otorchkin.

Hann kom til starfa í rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn síðsumars árið 2021. Dmitri lærði kerfisfræði í Moskvu og áður en hann kom til Danmerkur starfaði hann í sendiráði Rússa í Finnlandi. Þar tók hann meðal annars þátt í fundum og ráðstefnum á vegum HELCOM (Helsinki nefndin um verndun umhverfis Eystrasaltsins) sem fulltrúi Rússlands. Honum gafst ekki langur tími til að skjóta njósnararótum í Danmörku því honum var vísað úr landi í apríl árið 2022 eftir nokkurra mánaða dvöl. Frásögnin um Dmitri Otorchkin er einungis eitt dæmi um þá sem nafngreindir eru í umfjöllun norrænu miðlanna. 

Viðbrögð Rússa

Eins og nefnt var í upphafi þessa pistils voru 38 rússneskir njósnarar nafngreindir í umfjöllun norrænu útvarpsstöðvanna. Sumum þeirra hefur verið vísað úr landi, aðrir hafa verið kallaðir heim til Rússlands. 

Viðbrögð Rússa vegna umfjöllunarinnar hafa verið lítil. Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að það sem kæmi fram í umræddum þáttum væru skipulagðar falssögur og engar sannanir lægju fyrir um ólöglega starfsemi rússneskra sendiráðsstarfsmanna. Hún sagði líka að myndir, myndbandsupptökur og upplýsingar um núverandi og fyrrverandi starfsmenn brytu í bága við lög um persónuvernd.

Sendiherrar Rússlands hafa ekki viljað veita viðtöl vegna þáttanna fyrrnefndu en sendiherra Rússa í Noregi skrifaði stutt og laggott „ Að safna upplýsingum og greina, í dvalarlandi, og miðla þeim upplýsingum til heimalandsins er eðlilegt viðfangsefni diplómata.“ 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Er þá ekki allt eins hægt að segja, að fjöldi njósnara sé að störfum á Heimildinni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár