Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldi njósnara í sendiráðum Rússa

Í nýj­um nor­ræn­um sjón­varps- og hlað­varps­þátt­um kem­ur fram að allt að helm­ing­ur starfs­fólks í sendi­ráð­um Rússa á Norð­ur­lönd­un­um eru njósn­ar­ar. Flest­ir þeirra há­mennt­að­ir í njósna­fræð­un­um.

Fjöldi njósnara í sendiráðum Rússa
Forsetinn Fjöldi njósnara á Norðurlöndunum hefur um árabil verið svipaður, þeir starfa allir undir stjórn Pútíns.

Sérfræðingar ríkissjónvarps- og útvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi (DR, NRK, SVT og YLE) hafa í rúmt ár unnið að umfangsmiklum rannsóknum á njósnastarfsemi Rússa í löndunum fjórum. Afrakstur þessara rannsókna er að finna í sjónvarpsþáttunum Skyggekrigen og hlaðvarpsþáttunum Mørklagt sem stöðvarnar hafa undanfarið sent út, og gert aðgengilega. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. 

Allt að helmingur starfsfólksins njósnarar

Sjónvarpsstöðvarnar hafa, í samvinnu við rannsóknastofnunina Dossier Center nafngreint 38 rússneska njósnara sem starfað hafa á Norðurlöndunum á síðustu árum. Njósnarahópurinn er þó mun fjölmennari og norrænu leyniþjónusturnar telja að allt að helmingur starfsfólks rússnesku sendiráðanna á Norðurlöndum séu njósnarar. Þeir séu allir skráðir sem diplómatar, sem veitir þeim ýmis konar réttindi í viðkomandi landi. Lögregla hefur ekki heimild til að gera húsleit í sendiráðum og á heimilum diplómata, ekki er heimilt að handtaka diplómata eða draga fyrir dómstól í viðkomandi landi.

Margar sögur eru til um diplómata sem stöðvaðir hafa verið undir stýri, grunaðir um ölvun en þeir hafi þá dregið upp diplómataskilríkin og veifað þeim framan í laganna verði. Ekki er heimilt að vísa diplómötum úr landi, nema í undantekningartilvikum (t.d vegna njósna) en yfirvöld geta lýst viðkomandi „persona non grata“ sem merkir að sá eða sú hin sama er ekki velkomin í landinu. Slíkt getur gerst meðan diplómatinn er í landinu en líka áður en viðkomandi kemur til landsins. 

Lítil áhætta

Daniel Stenling yfirmaður hjá sænsku öryggislögreglunni, SAPO, sagði í viðtali við danska útvarpið að vegna diplómatareglnanna fylgdi því lítil áhætta fyrir Rússa að vera með njósnara í öðrum löndum. Þeir geta lent í því að viðkomandi verði lýstur „persona non grata“ en þá svara Rússar því ætíð til að það sé hreinn uppspuni að um sé að ræða njósnara.

Inger Haugland yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, PST, sagði í viðtali að innrásin í Úkraínu hefði ekki orðið til að draga úr njósnastarfsemi Rússa. Nú væri ástandið þannig að Rússar hefðu í þessum efnum engu að tapa og tækju gjarna meiri áhættu en áður. 

Atvinnumenn á sínu sviði 

Anders Henriksen, yfirmaður hjá dönsku leyniþjónustunni, PET, sagði í viðtali í sjónvarpsþættinum Skyggekrigen að rússnesku leyniþjónusturnar séu ekki „amatörastofnanir“, þær séu mjög vel skipulagðar og hafi yfir miklu fjármagni að ráða. Fjöldi rússneskra njósnara á Norðurlöndunum hefur um árabil verið svipaður, þeir starfa allir undir stjórn Pútíns. Njósnararnir sækjast eftir alls kyns upplýsingum um þjóðfélagsmál, en einkum um tækni og vísindi. „Yfirleitt allt sem getur gagnast Rússum“ sagði Inger Haugland. 

Sendiráðin eru höfuðstöðvar njósnastarfseminnar

Sendiráð Rússa á Norðurlöndunum ráða öll yfir stóru húsnæði, í flestum tilvikum mun stærra en sendiráð annarra ríkja, að Bandaríkjunum og Kína undanskildum. Njósnadeildirnir hafa aðsetur í sendiráðunum og þannig er tryggt að njósnararnir þurfi ekki að óttast afskipti lögreglu. Starfsemi njósnadeildar rússneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn fylgir ákveðnum starfsreglum. Þar eru haldnir fundir á hverjum morgni og upplýsingum safnað saman og dulmálssérfræðingarnir fá þær upplýsingar í hendur sem þeir senda síðan á dulmáli til Rússlands.

Margs konar hlerunarbúnaður

Ýmsar aðferðir eru notaðar til að safna upplýsingum. Vitað er að Rússar nota margs konar hlerunarbúnað, þar á meðal svonefndan IMSI búnað. IMSI er einskonar gsm endurvarpssendir, sem virkar þannig að þegar gsm notandi hringir, eða fær símtal, fer það í gegnum IMSI sendinn. Það gerir þeim sem yfir búnaðinum ræður kleift að staðsetja notandann og jafnframt að hlera og hljóðrita samtöl og sms skilaboð. Í einu tilviki var IMSI sendir í bíl sem lagt var í nágrenni staðar þar sem fram fór fundur á vegum stjórnmálaflokks.

Sendirinn gerði kleift að hlera símtöl þeirra sem á fundinum voru, skilaboð sem þeir sendu og fengu og jafnframt fá upplýsingar um þá síma sem voru á fundarstaðnum. 

Koma vel undirbúnir

Njósnararnir sem sendir eru til annarra landa fara ekki óundirbúnir. Þeir eru yfirleitt vel menntaðir og hafa mikla sérþekkingu á tilteknum sviðum. Njósnari, sem til dæmis er ætlað að safna upplýsingum um utanríkis- og öryggismál, er iðulega stjórnmálafræðingur. Verkfræðingur væri sá sem ætlað væri að njósna um fjarskiptamál svo tvö dæmi séu nefnd.

Njósnarar reyna að komast í kynni við kunnáttufólk í landinu þar sem njósnir eru stundaðar og þá skiptir máli að vera ekki eins og álfur út úr hól í samræðum. Til að sýna trúverðugleika þarf að hafa þekkingu á því sem um er rætt. Iðulega tekur langan tíma að mynda náið trúnaðarsamband við „fórnarlambið“ en þeim tíma er iðulega vel varið. Komist njósnarinn að því að „fórnarlambið“ eigi í fjárhagserfiðleikum gæti „fjárhagsaðstoð“ reynst gott vopn, peningar freista. Ef njósnarinn kemst að því að „fórnarlambið“ hafi misstigið sig í einkalífinu geta hótanir reynst árangursríkar. Stundum metur njósnarinn það svo að lítið sé á „fórnarlambinu“ að græða og þá fjarar sambandið út. 

Sækjast eftir að kynnast kunnáttu- og áhrifafólki

Dæmigerður njósnari vinnur skipulega og fer sér hægt í upphafi í nýju landi. Sækir fundi og ráðstefnur sem tengjast sérsviðinu og kemst þannig í kynni við kunnáttufólk. Meðal þeirra sem nafngreindir eru í umfjöllun norrænu miðlanna er 35 ára gamall maður, Dmitri Otorchkin.

NjósnariDmitri Otorchkin.

Hann kom til starfa í rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn síðsumars árið 2021. Dmitri lærði kerfisfræði í Moskvu og áður en hann kom til Danmerkur starfaði hann í sendiráði Rússa í Finnlandi. Þar tók hann meðal annars þátt í fundum og ráðstefnum á vegum HELCOM (Helsinki nefndin um verndun umhverfis Eystrasaltsins) sem fulltrúi Rússlands. Honum gafst ekki langur tími til að skjóta njósnararótum í Danmörku því honum var vísað úr landi í apríl árið 2022 eftir nokkurra mánaða dvöl. Frásögnin um Dmitri Otorchkin er einungis eitt dæmi um þá sem nafngreindir eru í umfjöllun norrænu miðlanna. 

Viðbrögð Rússa

Eins og nefnt var í upphafi þessa pistils voru 38 rússneskir njósnarar nafngreindir í umfjöllun norrænu útvarpsstöðvanna. Sumum þeirra hefur verið vísað úr landi, aðrir hafa verið kallaðir heim til Rússlands. 

Viðbrögð Rússa vegna umfjöllunarinnar hafa verið lítil. Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að það sem kæmi fram í umræddum þáttum væru skipulagðar falssögur og engar sannanir lægju fyrir um ólöglega starfsemi rússneskra sendiráðsstarfsmanna. Hún sagði líka að myndir, myndbandsupptökur og upplýsingar um núverandi og fyrrverandi starfsmenn brytu í bága við lög um persónuvernd.

Sendiherrar Rússlands hafa ekki viljað veita viðtöl vegna þáttanna fyrrnefndu en sendiherra Rússa í Noregi skrifaði stutt og laggott „ Að safna upplýsingum og greina, í dvalarlandi, og miðla þeim upplýsingum til heimalandsins er eðlilegt viðfangsefni diplómata.“ 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Er þá ekki allt eins hægt að segja, að fjöldi njósnara sé að störfum á Heimildinni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár