Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?
2. Eitt sinn var Jesúa frá Nasaret að prédika og áheyrendur gerðust hungraðir. Þá bauð hann þeim upp á tvennt sér til næringar. Hvað var það?
3. En hversu marga fæddi hann með móti?
4. Árið 2017 lést innanríkisráðherra langt fyrir aldur fram. Hún hafði raunar nýlega látið af störfum vegna veikinda. Hvað hét hún?
5. Eftir hvern er frægasta tónverkið sem heitir Árstíðirnar fjórar?
6. Hvaða Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Úlfur hét maður, sonur Bjálfa og Hallberu, dóttur Úlfs hins óarga. [...] Úlfur var maður svo mikill og sterkur, að eigi voru hans jafningjar, en er hann var á unga aldri, lá hann í víkingu og herjaði. Með honum var í félagsskap sá maður, er kallaður var Berðlu-Kári, göfugur maður og hinn mesti afreksmaður að afli og áræði; hann var berserkur.“
7. Hvað hét afar vinsælt lag sem tónlistarmaðurinn PSY sendi frá sér fyrir um áratug?
8. Hvað hétu flugfélögin íslensku sem sameinuðust 1973?
9. Hvað er stærsta sjálfstæða ríkið þar sem portúgalska er opinbert mál?
10. En í hvaða sjálfstæða ríki er katalónska opinbert mál?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist sú algenga leturtegund sem má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Bosníu & Hersegóvínu.
2. Brauð og fiska.
3. Fimm þúsund.
4. Ólöf Nordal.
5. Vivaldi.
6. Egilssaga.
7. Gangnam Style.
8. Loftleiðir og Flugfélag Íslands.
9. Brasilía.
10. Andorra. Katalónska nýtur vissulega réttinda í Katalóníu en á Spáni í heild er aðeins spænska (kastiljanska) opinbert mál.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Letrið á upphafi Njálu er Times New Roman.
Athugasemdir