Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1125. spurningaþraut: Hver var rekinn frá Fox, hvar er Skánn og hvað er tachyon?

1125. spurningaþraut: Hver var rekinn frá Fox, hvar er Skánn og hvað er tachyon?

Fyrri aukaspurning:

Lítið á myndina hér að ofan. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir hvaða flokk situr Alexandra Briem í borgarstjórn Reykjavíkur?

2.  Í hvaða heimsálfu eru kalkúnar upprunnir?

3.  Hvernig tré eru lerki, fura og greni en ekki reynir?

4.  Hver var frægasta eign félagsins White Star Line?

5.  Í Kasakstan er unnið langmest í heiminum af tilteknu efni, sem er afar eftirsótt og verðmætt en þykir líka einkar varasamt og vandmeðfarið. Kasakar framleiða 38 prósent af þessu efni sem unnið er. Hvaða efni er þetta?

6.  Tachyon nefnist fyrirbæri eitt, og þó eiginlega ekki, því það er næstum áreiðanlega ekki til. Reyndar getur það eiginlega ekki verið til, segja jafnvel hinir fróðustu vísindamenn, því EF það væri til, þá breytist ansi margt. En ef tachyon skyldi vera til, þá veit samt enginn HVAÐ það er, heldur einungis hvað það GETUR — ef það er til! Tachyon er nefnilega notað um fyrirbæri sem hugsanlega ... gerir hvað?

7.  Síðla í apríl dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur konu nokkra til að selja blokkaríbúð sína. Hvers vegna?

8.  Í hvaða landi er Skánn?

9.  Hvað heitir bandaríski sjónvarpskarlinn sem var rekinn frá Fox News fyrir mánuði? Aldrei þessu vant þarf að hafa bæði skírnar- og eftirnafn þó hér sé um útlending að ræða.

10.  Hvar er sennilegast að karlmaður að nafni Llywelyn Bevan sé upprunninn?

***

Seinni aukaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Í hvaða borg er hún tekin? Landið dugar ekki.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pírata.

2.  Norður-Ameríku.

3.  Barrtré.

4.  Titanic.

5.  Úran.

6.  Ferðast hraðar en ljósið.

7.  Hún hafði safnað svo miklu illa þefjandi rusli að það var talið skaða sameiginlega eign konunnar og nágranna.

8.  Svíþjóð.

9.  Tucker Carlson.

10.  Í Veils.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er af Artemis veiðigyðju Forn-Grikkja.

Neðri myndin er tekin í Pamplona á Spáni, þar sem San Fermín-hátíðin er haldin árlega og felst í að hlaupa undan nautum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár