Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan eykst lítillega á milli mánaða

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 1,31 pró­sent á milli mán­aða og mæl­ist verð­bólga á árs­grund­velli nú 9,9 pró­sent, eft­ir að hafa mælst 9,8 pró­sent í síð­asta mán­uði.

Verðbólgan eykst lítillega á milli mánaða
Verðbólga Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,31 prósent á milli mánaða. Mynd: Shutterstock

Verðbólga mælist nú 9,9 prósent undanfarna 12 mánuði, en Hagstofan birti nýjar tölur um þróun vísitölu neysluverðs á vef sínum í morgun. Í mars mældist verðbólgan 9,8 prósent og er verðbólgan því að hækka á milli mánaða.

Vísitala neysluverðs hækkar um 1,31 prósent frá fyrri mánuði. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,5 prósent, en hluti þeirrar hækkunar skýrist af því að mjólk, ostar og egg hækkuðu um 3,9 prósent á milli mánaða.

Þróun verðbólguVerðbólgan mældist 10,2 prósent í febrúarmánuði, hjaðnaði svo í 9,8 prósent en mælist nú 9,9 prósent í apríl.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,5 prósent og vegur það þyngst inn í hækkun vísitölunnar og skýrir sú hækkun 0,46 prósentustiga hækkun vísitölunnar á milli mánaða. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 1,9 prósent og flugfargjöld til útlanda um heil 19,5 prósent, samkvæmt því sem segir á vef Hagstofunnar.

Vísitala neysluverðs, ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með, hefur hækkað um 8,7 prósent undanfarna tólf mánuði.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár