Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ósigur fegurðarinnar

Börk­ur Gunn­ars­son, rit­höf­und­ur og rektor Kvik­mynda­skóla Ís­lands, keppti í liði rit­höf­unda við út­gef­end­ur í fót­bolta og gerð­ist íþróttaf­rétta­rit­ari í leið­inni. Hér má lesa ljóð­ræna íþróttaf­rétt sem er hugs­an­lega nýtt form; fyrsta ljóð­ræna íþrótta­skýr­ing bók­mennta­sög­unn­ar. Mætti jafn­vel leggja hana fram til Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­anna nú í haust. Ef skáld vinna ekki fót­bolta­leik þá eiga þau alltaf séns á bók­mennta­verð­laun­um.

Ósigur fegurðarinnar
Þjálfarinn blæs lífi í skáldin Halla Gunnarsdóttir hvetur skáldin til dáða, þá Sigmund Erni Rúnarsson, Einar Kárason og Ásgeir H. Ingólfsson. Mynd: Börkur Gunnarsson/Bryndís Loftsdóttir

Útgefendur aftur á sigurbraut – Hálfleiksræðan breytti leiknum – Glæpasagnahöfundum ekki treystandi – Skáld eru aldrei rangstæð – Ó, hve létt var þeirra skóhljóð

Skáld og rithöfundar kepptu eins og alltaf við kvalara sína, útgefendur, á Bókmenntahátíð í Reykjavík – eins og hefur lengi verið venja. Útgefendur hafa jafnan unnið þótt árið 2019 hafi það verið tæpt þegar leikar fóru 3-4. En hið óvænta gerðist árið 2021 að höfundar unnu þrælahaldara sína 6-3. En bókmenntahátíðin 2023 átti ekki eftir að verða slíkur gleðigjafi fyrir fátæk skáldin.

Peppuð boltaskáldSigurbjörg Þrastardóttir teygir sig, Ragnar Jónasson er rosa peppaður og Yrsa Þöll Gylfadóttir ekki síður.

Leikurinn hófst allt of seint. Rithöfundar eru röfl- og tuðgjarnir. Uppreisnarmenn, gagnrýnir, rekast illa í hóp og fæstir með kveikt á hjarðdýrs-fítusinum sem er mannskepnunni annars hvað mikilvægastur. Þegar Halla Gunnarsdóttir, þjálfari liðs RSÍ, kom mönnum sínum loksins í skilning um leikplanið hófst keppnin. …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár