Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“

Hanna Katrín Frið­riks­son er ósam­mála Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni og mót­mæl­ir mál­flutn­ingi hans varð­andi við­brögð stjórn­valda við fíkni­efnafar­aldri og vanda­mál­um sem hon­um fylg­ir. Hún seg­ir að var­ast verði að leysa flók­in vanda­mál með töfra­lausn­um. „Við vit­um öll að lausn­in felst ekki í því að fylla fang­els­in af ung­menn­um sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hef­ur sjúk­dóms síns vegna horf­ið á vit ís­kaldra und­ir­heima.“

„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“
Afturhaldssemi og popúlismi Hanna Katrín segir að það að ætla að takast á við félagsleg vandamál með því að þyngja refsingar hljóti að vera einhvers konar heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma. Mynd: Bára Huld Beck

Þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, tekur ekki undir málflutning formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en hann sagði á þingi í gær að stjórn­völd stæðu sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og að frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kölluðu á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. 

„Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Hanna Katrín greip boltann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og rifjaði upp orð formanns Miðflokksins að Íslendingar þyrftu að innleiða festu og aga til að bregðast við öldu ofbeldis og fíkniefnafaraldri hér á landi. Minntist hún þess að Sigmundur Davíð hefði vísað til borgarstjóratíðar Rudy Giuliani í New York á tíunda áratugnum. 

Aðferðir borgarstjórans komu helst niður á fátækum og minnihlutahópum

Heimildin fjallaði um ræðu Sigmundar Davíðs í gær en þar sagði hann að í New York-borg hefði á sínum tíma verið ráðist í aðgerðir sem fylgdu svokallaðri rúðubrots-kenningu til að takast á við mikla glæpaöldu þar. „Hún fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti – og gera strax við þar sem skemmdir hefðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst og skortur á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ sagði hann.

Hanna Katrín benti á að Giuliani hefði vissulega stært sig af því að hafa tekið óvenjulega hart, óeðlilega hart, á minniháttar afbrotum, svo sem rúðubrotum, veggjakroti og maríjúanareykingum með þeim afleiðingum að glæpatíðni hefði hrapað í borginni en það sem hefði síðan komið á daginn var „að aðferðir borgarstjórans komu helst niður á fátækum og minnihlutahópum sem máttu dúsa í fangelsum fyrir tiltölulega minniháttar afbrot með skelfilegum félagslegum afleiðingum“.

„Hin jákvæða breyting sem átti sér stað í New York var forvera hans að þakka sem fjölgaði lögreglumönnum verulega, bætti menntunarstigið og breytti aðferðum; lagði áherslu á að lögreglan kynntist fólkinu í hverfunum og hjálpaði til við að leysa vandamál frekar en að koma eftir á og refsa. Þetta var líka þekkt í Reykjavík og virkaði vel. Auðvitað þurfum við að bregðast við auknum vopnaburði og aukinni notkun ópíóða, til dæmis hér á landi, en að ætla að takast á við félagsleg vandamál með því að þyngja refsingar, það hlýtur bara að vera einhvers konar heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma,“ sagði Hanna Katrín. 

Hún endaði ræðu sína á því að segja að í öllu falli þyrfti að varast snákaolíuna og sölumenn hennar. „Varast að þykjast ætla að leysa flókin vandamál með töfralausnum. Við vitum öll að lausnin felst ekki í því að fylla fangelsin af ungmennum sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hefur sjúkdóms síns vegna horfið á vit ískaldra undirheima. Við þurfum einfaldlega að gera svo miklu miklu betur en það.“

„Heyr, hey,“ sögðu þingmenn við lok ræðu hennar.  

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Loddara lorturinn sigmundur davíð guðLAUGsson er stóhættulegt viðrini íslensku þjóðinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár