Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki

Form­að­ur Mið­flokks­ins tel­ur að stjórn­völd standi sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kalli á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. „Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir.“

Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki
Vill ekki „lögleiða glæpina“ Formaður Miðflokksins segir að helstu skilaboð stjórnvalda inn í ákveðið ástand, sem hann segir að sé í samfélaginu, séu ítrekuð frumvörp um lögleiðingu fíkniefna. Ekki hægt sé að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“ Þannig lauk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Nokkrir þingmenn ræddu ópíóðafaraldur hér á landi, sem mikið er til umræðu í samfélaginu um þessar mundir, á Alþingi undir sama lið. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi faraldurinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar sagði hún að tíu skjólstæðingar þeirra undir fertugu hefðu látist það sem af er árinu. Hún kallaði eftir aðgerðum stjórnvalda. 

Sigmundur Davíð sagði meðal annars í sinni ræðu að helstu skilaboð stjórnvalda inn í þetta ástand væru ítrekuð frumvörp um lögleiðingu fíkniefna. 

„Undanfarin ár hefur ríkislögreglustjóri ítrekað varað við, með mjög afgerandi hætti, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og hvatt til og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við því. Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur – ekki hvað síst núna ópíóðafaraldur sem borist hefur til Íslands og nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ sagði þingmaðurinn. 

„Veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst“

Sigmundur Davíð telur að þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins en hluti af þeim viðbrögðum hljóti að vera að „innleiða hér aftur ákveðinn aga“ – skilning á því hvað má og hvað ekki. Gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir.

„Í New York-borg var á sínum tíma ráðist í aðgerðir sem fylgdu svokallaðri rúðubrots-kenningu til að takast á við mikla glæpaöldu þar. Hún fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti – og gera strax við þar sem skemmdir hefðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst og skortur á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ sagði hann jafnframt. 

Mætti koma í veg fyrir dauðsföll

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hélt ræðu undir sama lið á þingi í dag þar sem hún sagði að í dag væru margir sorgmæddir. Margir fylgdu ungmennum sínum og ástvinum til grafar vegna þessa faraldurs og þess ógnarástands sem hefði skapast í samfélaginu af völdum ópíóða. 

Inga Sæland

„Það er sorglegt til þess að vita að þessum mörgu ótímabæru dauðsföllum mætti koma í veg fyrir með lyfinu, Naloxone, með því að gefa það frjálst í lausasölu. Lyfi sem eru í formi nefúða sem í rauninni dregur úr eitrunaráhrifum en 1. júlí í fyrra var þetta lyf sett í Frú Ragnheiði og Rauði krossinn og heilbrigðisstofnanir hafa getað nýtt sér það þegar það er að fá fólkið okkar, unga fólkið okkar, til sín við dauðans dyr. 

Ég segi: Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Þetta er neyðarástand í samfélaginu. Ég held ég sé búinn að koma hérna 100 sinnum upp til að kalla og hrópa úr þessum ræðustóli eftir raunverulegum aðgerðum. Raunverulegum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir, ef þess er nokkur kostur, ótímabær dauðsföll ungmenna á Íslandi. 

Vísaði Inga í viðtal við framkvæmdastjóra SÁÁ sem birtist í gær. „Hvað segir hún? Tíu ungmenni hafa dáið frá áramótum, sem hafa í raun verið að nýta sér þjónustuna á Vogi, hafa fallið og hafa viljað koma aftur, þau eru á biðlista og hvaðeina annað sem er. Naloxone, þetta lyf sem er ekki ávanabindandi, það er ekki skaðlegra en panodil sem er selt hér úti í apóteki, gæti komið í veg fyrir stóran hluta af þeim ótímabæru dauðsföllum sem við erum að horfast í augu við í dag ef heilbrigðisyfirvöld myndu einungis leyfa það í lausasölu.“ 

Hún hvatti að endingu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra til dáða um leið og hún vottaði öllum þeim sem eru að ganga í gegnum þessar hörmungarsorgir sína dýpstu samúð.

Mikilvægt að mæta þessari ógn

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir í sinni ræðu með Ingu Sæland og Sigmundi Davíð. 

Ásmundur Friðriksson

„Ég ætla að halda mig við að ræða ópíóðafíkn sem hefur verið mjög til umræðu í samfélaginu síðustu daga og veldur miklum skaða; fíkn sem nær heljartökum á þeim sem neyta og ungt fólk sem ánetjast þessum lyfjum á vart undankomuleið. Frá árinu 2014 hefur þeim einstaklingum fjölgað sem fá lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi, úr 117 einstaklingum í 347 á síðasta ári, en á sama tíma yfir þetta tímabil, þessi níu ár, greiðir ríkið aðeins fyrir meðferð 90 einstaklinga. Það er alveg sama hvað er að gerast, það er engin hækkun,“ sagði hann. 

Þá sagði hann jafnframt að það væri alveg með ólíkindum að á sama tíma og þetta væri að gerast í íslensku samfélagi þá fjölgaði tillögum á Alþingi um að auka aðgengi að víni og fíkniefnum. „En það koma engar tillögur um það hvernig við ætlum að mæta þeim áföllum sem samfélagið og einstaklingarnir verða fyrir. Dauðsföllum einstaklinga sem hafa dvalið á Vogi á undanförnum árum hefur fjölgað gríðarlega. Árið 2017 létust 75 einstaklingar sem höfðu dvalið á Vogi. Þar af voru 12 yngri en þrítugir. Í ár er gert ráð fyrir að þessi tala verði 139 einstaklingar, þar af verði 24 undir 30 ára.“

Ásmundur benti á að mikil verðmæti væru í hverjum einstaklingi. „Það er mikilvægt fyrir okkar samfélag að mæta þessari ógn með því að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum og stofnunum sem eru að reyna að bjarga þessu fólki úr heljargreipum fíknarinnar.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár