„Að missa fóstur eða barn er alltaf áfall ef þungunin var velkomin,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvenna- og barnasviði Landspítalans. Þar er boðið upp á sálfélagslega aðstoð við missi fósturs eða barns við fæðingu. „Þetta eru yfirleitt einstaklingar sem virkilega langar til að eignast barn og við missinn er það að syrgja drauminn.“
Helga Sól segir að misjafnt sé hvernig stuðning fólk þarf. „Besti stuðningurinn er alltaf frá nánustu aðstandendum en síðan kemur fagfólkið. Ef par missir þá er mikilvægt að það styðji hvort annað og fari í gegnum þessa lífsreynslu saman. Stórfjölskyldan getur oft verið mjög góður stuðningur en stundum geta aðstæður verið flóknar eins og til dæmis ef það er von á öðru barni hjá systur eða bróður. Þá er fjölskylda bæði að gleðjast og syrgja á sama tíma.“
Sálfélagsleg aðstoð skiptist í sálgæslu, sem prestar og djáknar Landspítalans …
Athugasemdir