Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjölgun ferðamanna gæti þurrkað út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla

Rík­is­stjórn­in áform­ar að veita millj­arð í styrki til bíla­leiga vegna raf­bíla­kaupa. Raun­veru­leg fram­för eða tákn­ræn að­gerð? Jukka Hein­on­en, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, seg­ir að að­gerð­in þurfi að vera hluti af stærri að­gerðarpakka til að draga úr los­un frá ferða­þjón­ustu ef hún eigi að skila ár­angri. Sá pakki er ekki til.

Fjölgun ferðamanna gæti þurrkað út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla

Eldsneytisnotkun vegna aksturs bílaleigubíla samsvarar því sem nemur 7,5% af heildarlosun vegna ferðaþjónustunnar samkvæmt rannsókn Jukka Heinonen, prófessors við Háskóla Íslands. Heildarkolefnisspor meðalferðamanns til Íslands er 1,35 tonn Co2-ígilda en af þessu veldur flugið um 800 kg og bílaleiga um 100 kg Co2-ígilda. Þetta þýðir að aukning um aðeins 7,5% í fjölda ferðamanna sem koma til landsins gæti þurrkað út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla.

Rafvæðing bílaflotans má ekki draga athyglina frá heildarmyndinni

„Það er augljóst að ekkert af því sem er gert hér innanlands varðandi ferðaþjónustu mun duga til að ná fram verulegum samdrætti í losun svo lengi sem flugiðnaðurinn er ekki tekinn með í reikninginn,“ segir Jukka Heinonen. „Aukinn fjöldi ferðamanna mun alltaf leiða til aukinnar losunar frá ferðaþjónustunni, óháð því hvernig ferðamennirnir ferðast síðan á milli staða innanlands.“

Jukka Heinonen, prófessor við Háskóla Íslands, segir að rafvæðing bílaflotans megi ekki draga athygli frá heildarmyndinni.

Jukka …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár