Eldsneytisnotkun vegna aksturs bílaleigubíla samsvarar því sem nemur 7,5% af heildarlosun vegna ferðaþjónustunnar samkvæmt rannsókn Jukka Heinonen, prófessors við Háskóla Íslands. Heildarkolefnisspor meðalferðamanns til Íslands er 1,35 tonn Co2-ígilda en af þessu veldur flugið um 800 kg og bílaleiga um 100 kg Co2-ígilda. Þetta þýðir að aukning um aðeins 7,5% í fjölda ferðamanna sem koma til landsins gæti þurrkað út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla.
Rafvæðing bílaflotans má ekki draga athyglina frá heildarmyndinni
„Það er augljóst að ekkert af því sem er gert hér innanlands varðandi ferðaþjónustu mun duga til að ná fram verulegum samdrætti í losun svo lengi sem flugiðnaðurinn er ekki tekinn með í reikninginn,“ segir Jukka Heinonen. „Aukinn fjöldi ferðamanna mun alltaf leiða til aukinnar losunar frá ferðaþjónustunni, óháð því hvernig ferðamennirnir ferðast síðan á milli staða innanlands.“
Jukka …
Athugasemdir