Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg

Katrín Jak­obs­dótt­ir er tengd ætt­ar­bönd­um fjölda stjórn­mála­manna. Bæði afi henn­ar og langafi sátu á þingi og sömu­leið­is bæði afa­syst­ir henn­ar og afa­bróð­ir. Þó hafði fólk í henn­ar nærum­hverfi, með­al ann­ars bræð­ur henn­ar, lík­lega mest áhrif á að hún hóf þátt­töku í stjórn­mál­um.

Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg
Ekkert launungarmál hvar foreldrarnir stóðu Katrín segir að þó foreldrar hennar hafi ekki tekið þátt í pólitísku starfi hafi ekki leikið vafi á að þau hafi staðið vinstra megin á hinu pólitíska litrófi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Komin af þingmönnum langt aftur í ættir

Að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, stendur töluverður fjöldi þingmanna og stjórnmálafólks. Móðurafi Katrínar, Sigurður S. Thoroddsen, var þingmaður Sósíalista á árunum 1942 til 1946. Faðir hans, og langafi Katrínar, var Skúli Thoroddsen, alþingismaður fyrir Framfaraflokkinn, Framsóknarflokkinn eldri, Þjóðræðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn eldri, á árabilinu 1890-1915. Þá var kona Skúla, Theódora Thoroddsen skáld, langamma Katrínar, dóttir Guðmundar Einarssonar alþingismanns og dótturdóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns.

Dóttir Skúla og afasystir Katrínar var nafna hennar, Katrín Thoroddsen læknir, þingmaður Sósíalistaflokksins árin 1946 til 1949 og bæjarfulltrúi í Reykjavík árin 1950 til 1954. Þá var Skúli S. Thoroddsen bróðir þeirra Katrínar og Sigurðar einnig þingmaður. Einnig var Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem varð fyrst kvenna bæjarstjóri hér á landi, afasystir Katrínar í föðurætt.

„Ég er hins vegar nefnd eftir Katrínu og hún var alveg brennandi pólitíkus“

Katrín er dóttir Signýjar Thoroddsen sálfræðings og Jakobs Ármannssonar, bankamanns og kennara. Hún er bókmenntafræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Katrín starfaði á fjölmiðlum og síðan hjá Eddu-útgáfu og JPV-útgáfu, þar til hún var kjörin á þing 2007. Hún sat í Stúdentaráði og háskólaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu á námsárunum. Katrín tók virkan þátt í starfi Vinstri grænna, þannig var hún formaður Ungra vinstri grænna og síðan varaborgarfulltrúi flokksins. Varaformaður varð hún 2003 og formaður flokksins 2013. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2009 til 2013 og forsætisráðherra frá 2017.

Hefur haft áhrif á fjölskylduna

Spurð hversu meðvituð hún hafi verið um að að henni stæðu þingmenn og bæjarfulltrúar í sínum uppvexti segir Katrín að það hafi ekki verið fyrirferðarmikið í hennar lífi. „Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar afi minn Sigurður dó svo ég man óljóst eftir honum. Aldrei kynntist ég Katrínu og auðvitað ekki Skúla. Afi var líka stutt á þingi, þetta var eitt kjörtímabil, og mér er sagt að honum hafi þótt það leiðinlegt. Ég er hins vegar nefnd eftir Katrínu og hún var alveg brennandi pólitíkus, með miklar skoðanir. Hún barðist fyrir réttindum kvenna og barna, og sat auðvitað bæði á þingi og í borgarstjórn. Skúli eldri var síðan stórleikari á þessu sviði, þegar farið er lengra aftur. Það nafn er mjög algengt í fjölskyldunni, sem og Katrínar, svo augljóslega er þetta fólk sem hefur haft áhrif. Það hefur áhrif á menninguna og umræðuna í fjölskyldunni þó maður hafi aldrei kynnst því sjálf.“

„Ég hugsa stundum um mína drengi og ég er ekki viss um að þeir muni hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í pólitík“

Foreldrar Katrínar tóku engan þátt í pólitísku starfi að hennar sögn, mættu ekki á fundi eða skiptu sér með beinum hætti af. „En það var ekkert launungarmál hvar þau stóðu, þau voru vinstra megin. Það var alveg rætt um pólitík á heimilinu, ég horfði til að mynda alltaf á kappræður fyrir kosningar með allri fjölskyldunni allt frá því ég man eftir mér. Ég get ekkert látið eins og ég sé einhver uppreisnarmaður í minni fjölskyldu, ég er bara alin upp af fólki sem kaus ekki endilega alltaf sama flokkinn en alltaf til vinstri.“

Systkini Katrínar hafa tekið þátt í starfi Vinstri grænna og eru mjög pólitísk. Spurð hvort það hafi haft áhrif á hana, sem er yngst í systkinahópnum, svarar hún því játandi. „Ég hefði ábyggilega ekki farið út í pólitík nema vegna þess að það var þar fyrir fólk sem maður þekkti á sínum tíma. Til að mynda tóku bræður mínir báðir þátt í stúdentapólitík í Röskvu, svo alveg örugglega hafði það áhrif að vera umkringdur fólki með skoðanir. Kannski einmitt af því að foreldrar okkar tóku ekki þátt þá höfðum við enn meiri áhuga. Ég hugsa stundum um mína drengi og ég er ekki viss um að þeir muni hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í pólitík. Þeir eru meðvitaðir og fylgjast með, en ég hef ekki orðið vör við neinn brennandi áhuga hingað til.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
4
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár