Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slökkvum á samfélagsmiðlum

Ari Grét­ar Björns­son, leigu­bíl­stjóri, vakn­ar klukk­an sjö alla morgna og kem­ur sér til vinnu í borg­inni en hann býr á Akra­nesi. Að sögn Ara þarf að vinna mik­ið á Ís­landi, ástand­ið sé orð­ið þannig. Vinn­an næg­ir þó ekki til að dreifa huga hans frá því þeg­ar hann missti kon­una sína úr krabba­meini fyr­ir sex ár­um.

Ég er leigubílstjóri og dagurinn byrjaði þannig að ég bý á Akranesi og ég vaknaði klukkan sjö og skutlaði dóttur minni í skólann og síðan fór ég til borgarinnar að vinna. Það er afskaplega misjafnt hvað ég vinn lengi, stundum eru það átta tímar, tíu tímar og allt upp í sextán tíma. Ég er í annarri vinnu líka og þá byrjar vaktin klukkan fimm og er til miðnættis.  Ég keyri læknabílinn á Læknavaktinni. Það er föst og góð vinna. 

Það sem er mér efst á huga þessa dagana eru vextir, verðbólga og verðtrygging á Íslandi. Þetta er að ganga frá okkur öllum. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu mest var þegar ég missti eiginkonu mína árið 2017. Það tók átján mánuði, það bar skjótt að þegar hún greindist með krabbamein. Dóttir okkar var sjö ára þegar hún greinist og níu ára þegar hún fellur frá. Það tók mjög á. Ég er afskaplega stoltur af dóttur minni og hvernig henni hefur vegnað eftir þetta. Við erum mjög náin, stundum eins og gömul hjón. 

Vinnan hjálpar ekki mikið til við að dreifa huganum frá þessu. Ísland er bara þannig að það þarf að vinna mikið. Það er mjög mikil tilbreyting falin í því að keyra leigubíl en ég get nú ekki sagt að þetta sé skemmtilegt. Það er mjög skemmtilegt að maður hittir yfirleitt skemmtilegt fólk og maður ræður sér sjálfur. Ég get farið heim núna ef mér dettur það í hug. Jú heilt yfir er þetta kannski bara skemmtilegt. 

Það kemur fyrir að fólk spjallar mjög mikið við mig í bílnum en ég hef það fyrir reglu að tala ekki við fólk nema það tali við mig fyrst. Mér finnst það faglegt, ég læt fólk í friði, spyr bara hvert það er að fara og svona og reyni svo að láta það í friði en það segir mér oft lífsöguna sína. Sem betur fer gleymi ég því jafn óðum, ég hef þann eiginleika að þurrka þetta út en svo er einn og einn kúnni sem maður gleymir aldrei. Það eru þeir sem sýna mér hroka. 

Ég hef áhyggjur af þróun mannlífsins. Við þurfum ekki annað en að horfa á öll þessi voðaverk sem verða í bænum, ég hef áhyggjur af því. Maður sér það bara í blöðunum.  Ég held að samfélagsmiðlar valdi þessu. Unglingar eru bara á samfélagsmiðlum allan daginn. Þar tekur það inn alls kyns óæskilegt efni. Við ættum bara að slökkva á þeim.

Ég geri meira af því að hringja bara í fólk, mér finnst að fólk ætti að gera meira af því. Það er miklu nánara og eðlilegra samtal en eitthvert pikk. Þegar konan mín dó hringdi fólk mikið fram að jarðarför en eftir hana sá ég ekki nokkurn mann, bara kalt mat. Svona er þetta. Tvær konur studdu mig gífurlega á veikindatíma konunnar, ein frænka hennar og vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fékk einnig gríðarlegan stuðning í mínu Bræðrasamfélagi, Drúidum. Þar á ég minn besta vin sem studdi mig gífurlega ásamt öðrum bræðrum þar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár