Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Slökkvum á samfélagsmiðlum

Ari Grét­ar Björns­son, leigu­bíl­stjóri, vakn­ar klukk­an sjö alla morgna og kem­ur sér til vinnu í borg­inni en hann býr á Akra­nesi. Að sögn Ara þarf að vinna mik­ið á Ís­landi, ástand­ið sé orð­ið þannig. Vinn­an næg­ir þó ekki til að dreifa huga hans frá því þeg­ar hann missti kon­una sína úr krabba­meini fyr­ir sex ár­um.

Ég er leigubílstjóri og dagurinn byrjaði þannig að ég bý á Akranesi og ég vaknaði klukkan sjö og skutlaði dóttur minni í skólann og síðan fór ég til borgarinnar að vinna. Það er afskaplega misjafnt hvað ég vinn lengi, stundum eru það átta tímar, tíu tímar og allt upp í sextán tíma. Ég er í annarri vinnu líka og þá byrjar vaktin klukkan fimm og er til miðnættis.  Ég keyri læknabílinn á Læknavaktinni. Það er föst og góð vinna. 

Það sem er mér efst á huga þessa dagana eru vextir, verðbólga og verðtrygging á Íslandi. Þetta er að ganga frá okkur öllum. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu mest var þegar ég missti eiginkonu mína árið 2017. Það tók átján mánuði, það bar skjótt að þegar hún greindist með krabbamein. Dóttir okkar var sjö ára þegar hún greinist og níu ára þegar hún fellur frá. Það tók mjög á. Ég er afskaplega stoltur af dóttur minni og hvernig henni hefur vegnað eftir þetta. Við erum mjög náin, stundum eins og gömul hjón. 

Vinnan hjálpar ekki mikið til við að dreifa huganum frá þessu. Ísland er bara þannig að það þarf að vinna mikið. Það er mjög mikil tilbreyting falin í því að keyra leigubíl en ég get nú ekki sagt að þetta sé skemmtilegt. Það er mjög skemmtilegt að maður hittir yfirleitt skemmtilegt fólk og maður ræður sér sjálfur. Ég get farið heim núna ef mér dettur það í hug. Jú heilt yfir er þetta kannski bara skemmtilegt. 

Það kemur fyrir að fólk spjallar mjög mikið við mig í bílnum en ég hef það fyrir reglu að tala ekki við fólk nema það tali við mig fyrst. Mér finnst það faglegt, ég læt fólk í friði, spyr bara hvert það er að fara og svona og reyni svo að láta það í friði en það segir mér oft lífsöguna sína. Sem betur fer gleymi ég því jafn óðum, ég hef þann eiginleika að þurrka þetta út en svo er einn og einn kúnni sem maður gleymir aldrei. Það eru þeir sem sýna mér hroka. 

Ég hef áhyggjur af þróun mannlífsins. Við þurfum ekki annað en að horfa á öll þessi voðaverk sem verða í bænum, ég hef áhyggjur af því. Maður sér það bara í blöðunum.  Ég held að samfélagsmiðlar valdi þessu. Unglingar eru bara á samfélagsmiðlum allan daginn. Þar tekur það inn alls kyns óæskilegt efni. Við ættum bara að slökkva á þeim.

Ég geri meira af því að hringja bara í fólk, mér finnst að fólk ætti að gera meira af því. Það er miklu nánara og eðlilegra samtal en eitthvert pikk. Þegar konan mín dó hringdi fólk mikið fram að jarðarför en eftir hana sá ég ekki nokkurn mann, bara kalt mat. Svona er þetta. Tvær konur studdu mig gífurlega á veikindatíma konunnar, ein frænka hennar og vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fékk einnig gríðarlegan stuðning í mínu Bræðrasamfélagi, Drúidum. Þar á ég minn besta vin sem studdi mig gífurlega ásamt öðrum bræðrum þar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár