Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slökkvum á samfélagsmiðlum

Ari Grét­ar Björns­son, leigu­bíl­stjóri, vakn­ar klukk­an sjö alla morgna og kem­ur sér til vinnu í borg­inni en hann býr á Akra­nesi. Að sögn Ara þarf að vinna mik­ið á Ís­landi, ástand­ið sé orð­ið þannig. Vinn­an næg­ir þó ekki til að dreifa huga hans frá því þeg­ar hann missti kon­una sína úr krabba­meini fyr­ir sex ár­um.

Ég er leigubílstjóri og dagurinn byrjaði þannig að ég bý á Akranesi og ég vaknaði klukkan sjö og skutlaði dóttur minni í skólann og síðan fór ég til borgarinnar að vinna. Það er afskaplega misjafnt hvað ég vinn lengi, stundum eru það átta tímar, tíu tímar og allt upp í sextán tíma. Ég er í annarri vinnu líka og þá byrjar vaktin klukkan fimm og er til miðnættis.  Ég keyri læknabílinn á Læknavaktinni. Það er föst og góð vinna. 

Það sem er mér efst á huga þessa dagana eru vextir, verðbólga og verðtrygging á Íslandi. Þetta er að ganga frá okkur öllum. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu mest var þegar ég missti eiginkonu mína árið 2017. Það tók átján mánuði, það bar skjótt að þegar hún greindist með krabbamein. Dóttir okkar var sjö ára þegar hún greinist og níu ára þegar hún fellur frá. Það tók mjög á. Ég er afskaplega stoltur af dóttur minni og hvernig henni hefur vegnað eftir þetta. Við erum mjög náin, stundum eins og gömul hjón. 

Vinnan hjálpar ekki mikið til við að dreifa huganum frá þessu. Ísland er bara þannig að það þarf að vinna mikið. Það er mjög mikil tilbreyting falin í því að keyra leigubíl en ég get nú ekki sagt að þetta sé skemmtilegt. Það er mjög skemmtilegt að maður hittir yfirleitt skemmtilegt fólk og maður ræður sér sjálfur. Ég get farið heim núna ef mér dettur það í hug. Jú heilt yfir er þetta kannski bara skemmtilegt. 

Það kemur fyrir að fólk spjallar mjög mikið við mig í bílnum en ég hef það fyrir reglu að tala ekki við fólk nema það tali við mig fyrst. Mér finnst það faglegt, ég læt fólk í friði, spyr bara hvert það er að fara og svona og reyni svo að láta það í friði en það segir mér oft lífsöguna sína. Sem betur fer gleymi ég því jafn óðum, ég hef þann eiginleika að þurrka þetta út en svo er einn og einn kúnni sem maður gleymir aldrei. Það eru þeir sem sýna mér hroka. 

Ég hef áhyggjur af þróun mannlífsins. Við þurfum ekki annað en að horfa á öll þessi voðaverk sem verða í bænum, ég hef áhyggjur af því. Maður sér það bara í blöðunum.  Ég held að samfélagsmiðlar valdi þessu. Unglingar eru bara á samfélagsmiðlum allan daginn. Þar tekur það inn alls kyns óæskilegt efni. Við ættum bara að slökkva á þeim.

Ég geri meira af því að hringja bara í fólk, mér finnst að fólk ætti að gera meira af því. Það er miklu nánara og eðlilegra samtal en eitthvert pikk. Þegar konan mín dó hringdi fólk mikið fram að jarðarför en eftir hana sá ég ekki nokkurn mann, bara kalt mat. Svona er þetta. Tvær konur studdu mig gífurlega á veikindatíma konunnar, ein frænka hennar og vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fékk einnig gríðarlegan stuðning í mínu Bræðrasamfélagi, Drúidum. Þar á ég minn besta vin sem studdi mig gífurlega ásamt öðrum bræðrum þar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár