Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvarf norrænu byggðarinnar á Grænlandi: Nýjar og óvæntar vísbendingar um hækkandi sjávarstöðu

Rann­sókn­ir benda til að þvert oní það sem ætla mætti hafi sjáv­ar­staða við Græn­land hækk­að mik­ið eft­ir að nor­ræn­ir menn sett­ust þar að, og lífs­kjör þeirra hafa að sama skapi versn­að. Og Ill­uga Jök­uls­syni kom illa á óvart hvað mun ger­ast þeg­ar ís­inn á Græn­lands­jökli bráðn­ar.

Hvarf norrænu byggðarinnar á Grænlandi: Nýjar og óvæntar vísbendingar um hækkandi sjávarstöðu
Eiríkur rauði stígur á land á Grænlandi. Svona ímynduðu menn sér einu sinni að landganga norrænna manna á Grænlandi hefði verið, íturvaxinn og þrælvopnaður víkingur hefði stigið á land fyrstur allra. Sennilega voru fyrstu norrænu mennirnir á Grænlandi þó veiðimenn og þeir sem síðan bjuggu þar umfram allt smábændur sem reyndu að lifa af hrjóstrugu vistkerfi Grænlands — sem alltaf fór hrakandi.

Hvarf norrænu byggðarinnar á Grænlandi hefur löngum þótt harla dularfull ráðgáta. Sú byggð var með þó nokkrum blóma kringum árið 1000 þegar norrænir menn grænlenskir gerðu meira að segja tilraun til að nema land á meginlandi Ameríku, þótt á endanum hafi þá skort þrótt til þess.

Veðurfar var reyndar óvenju hlýtt þær aldir (800-1000) þegar Ísland og Grænland byggðust en síðan fór að halla undan fæti hjá byggðunum þegar kólnaði. Kannski var það eldgosið mikla á Lombok í Indónesíu árið 1257 sem gerði útslagið — altént var „litla ísöldin“ svokallaða komin í stað hlýskeiðsins á 13. öld.

Svo ríkti fimbulkuldi á norðurslóðum næstu aldirnar. Lífsskilyrði norrænna manna versnuðu mjög, sér í lagi af því þeir virðast þegar best lét hafa lifað ekki síst á landbúnaði.

Í frægri bók eftir bandaríska fræðimanninn Jared Diamond er því haldið fram að skilnings- og skeytingarleysi norrænu íbúanna á Grænlandi um vistkerfið, sem þeir bjuggu í, hafi valdið því að þeir eyðilögðu beinlínis eigið lífsviðurværi og kipptu fótunum undan tilveru sinni þegar kólnaði.

Inúítar koma!

Um 1200 fengu norrænu íbúarnir líka samkeppni á Grænlandi þegar þangað fluttust inúítar frá Kanada. Áður en norrænir menn komu til leiks hafði Grænland nefnilega verið óbyggt öldum saman.

Eflaust var lítið um beina samkeppni norrænna manna og inúíta að ræða. Sögur um erjur og bardaga milli norrænna manna og inúíta eru altént áreiðanlega mjög ýktar, ef ekki hreinlega tilbúningur.

Um 1410 var enn dágóð byggð norrænna manna á Grænlandi en þá höfðu sæfarar frá Íslandi þar aðsetur í nokkur ár. Um það bil hálfri öld síðar er einna síðast vitað um lífsmark í norrænu byggðinni en síðan hverfur hún gersamlega úr öllum heimildum — og var heldur ekkert sinnt hvorki frá Íslandi né Noregi. 

Það var svo 1721 sem skip að vestan komu næst til Grænlands og þá voru norrænu íbúarnir alveg horfnir.

Það sem undarlegra var, afar fáar og í rauninni engar afgerandi vísbendingar var að finna um hvað hefði orðið þeim að fjörtjóni, eða hvert þeir hefðu horfið.

Kom pest? Komu sjóræningjar?

Var það einfaldlega kuldinn sem drap þá? Hungur þegar vistkerfið var orðið nýtt? Kom pest og útrýmdi öllum? Drápu inúítar hvert mannsbarn? Nei, líklega ekki, en voru það þá sjóræningjar frá Portúgal eða Norður-Afríku sem rændu fólki og hnepptu í þrældóm? Eða fór fólkið sjálfviljugt af því lífsskilyrðin voru orðin of erfið — hver veit? En hvert þá?

Eystribyggð var syðst á Grænlandi.Eiríksfjörður og Einarsfjörður voru heiti norrænna manna á fjörðunum Tunulliarfik og Igaliku sem nú heita.

Nú hafa sjö vísindamenn við hina virtustu háskóla birt niðurstöður sem kunna að varpa nýju og að sumu leyti óvæntu ljósi á málið. Talsmaður þeirra er Marisa Borreggine doktorsnemi í jarðvísindum við Harvard-háskóla og hún sagði frá rannsókn sinni á vefsíðu New Scientist á dögunum en rannsóknin sjálf birtist svo á veftímaritinu PNAS.com.

Í stuttu máli hefur rannsóknin sýnt fram á að um það leyti sem litla ísöldin skall á hafi sjávarmál hækkað umtalsvert við Grænland, eða sums staðar um meira en 3,3 metra á árabilinu 1000 til 1450, einmitt um það leyti sem kólnaði hvað mest.

Þetta hafi leitt til þess að stór svæði við Grænland hafi farið undir sjó, einmitt þau svæði sem norrænu mennirnir byggðu lífsviðurværi sitt og landbúnað á.

Einn metri hefur afleiðingar

Þetta er ekki alveg ný uppgötvun. Borreggine og félagar benda á í rannsókn sinni að þegar í bók frá 2004 um forsögu Grænlands frá sjónarhóli fornleifafræðinnar hafi fornleifafræðingurinn Hans Christian Gulløv skrifað:

Rostungur við Grænland.Líklegt er nú talið að menn hafi fyrst farið til Grænlands til að veiða rostunga en ekki til að gerast bændur. En þegar rostungaveiðinni sleppti, tók landbúnaðurinn við — viðkvæmur mög fyrir vaxandi kulda.

„Í Tunnulliarfik- og Igalikufjörðum í Eystribyggð [norrænu íbúanna] hefur „drukknað“ land fundist. Rannsóknir gefa til kynna að sjávarmál hafi hækkað um einn metra þau nærri 500 ár sem Eystribyggð var við lýði. Þetta virðist kannski ekki mikið en samkvæmt rannsóknunum þá missti [höfuðbýlið] Brattahlíð eitt og sér um það bil 50 hektara lands, og aðrir 200 hektarar hurfu niður á botn Tunulliarfik [Eiríksfjarðar].“

Sjávarmál hækkaði mun meira

En nú hafa þau Borreggine sem sé komist að þeirri niðurstöðu að sjávarmál hafi sums staðar hækkað mun meira en Gulløv gerði sér grein fyrir — og þar af leiðandi hafi mun meira af landi hinna norrænu íbúa horfið niður í sjóinn þegar kólnaði.

Og lífsskilyrði hafi versnað sem því nam.

Þetta kemur eflaust ýmsum á óvart og virðist þversagnakennt. Þegar kólnar á stað eins og Grænlandi, þá þykknar ísinn og breiðist út. Því skyldi maður ætla að á löngum tíma ætti sjávarmál að lækka en ekki hækka.

Og reyndar er það svo að samkvæmt útreikningum Borreggine og félaga, þá lækkaði sjávarborð um sjö millimetra um heim allan á þessum fyrsta hluta litlu ísaldarinnar — einmitt vegna þess að aukið vatnsmagn var nú bundið í Grænlandsjökli. 

En við Grænland sjálft gerðist allt annað.

Þar fór land að sökkva vegna þeirra gríðarlega auknu þyngsla af ís sem nú hvíldu á jarðskorpunni. Í raun mætti kannski að taka svo til orða að sjórinn við Grænlandi hafi í sjálfu sér ekki hækkað, heldur hafi landið lækkað.

Aðdráttarafl íssins

En annað afl kom reyndar líka við sögu og hækkaði vissulega sjávarmálið.

Aðdráttarafl þess gríðarlega ísmassa sem hlóðst ofan á Grænland varð einfaldlega svo mikið að sjórinn sogaðist töluvert nær og ofar á landið.

Þetta hljómar kannski ótrúlega en er nú samt satt, segja vísindamennirnir.

Marisa BorreggineMyndin er af vefsíðu hennar.

Lækkandi landið (undan þyngslum jökulsins) og hækkandi sjórinn (vegna aðdráttarafls jökulsins) áttu um það bil jafn mikinn þátt í þeirri 3,3 metra hærri sjávarstöðu við Eystribyggð á Grænlandi en verið hafði þegar norrænir menn komu fyrst á þessar slóðir.

Og þessi öfl gerðu miklu meira en að vega upp á móti þeim sjö millimetrum sem sjórinn lækkaði um allan heim, þegar aukið vatnsmagn fraus fast á Grænlandsjökli.

Ströndin hopaði mörg hundruð metra inn í land

Nákvæmir útreikningar Borreggine og félaga hafa leitt í ljós að þessi mikla hækkun sjávarmáls hefur víða leitt til þess að á örfáum öldum hefur ströndin sums staðar hopað um mörg hundruð metra inn í land, og mörg hundruð ferkílómetrar nálægt Eystribyggð hafa farið undir sjó og fjöru.

Og þar sem skilyrði til landbúnaðar voru best á láglendinu við ströndina, þá segir sig sjálft að smátt og smátt hefur besta gróðurlendið horfið.

Og var nú ekki á erfiðleika í landbúnaði á Grænlandi bætandi, þar sem kuldinn sjálfur hafði auðvitað líka mikil áhrif.

„Okkar niðurstaða er sú að hækkandi sjávarstaða hafi sannarlega átt sinn þátt í því að norrænu byggðirnar voru yfirgefnar,“ sagði Borreggine í samtali við blaðamann New Scientist, Michael Le Page. Hún bendir á að fornleifarannsóknir hafi þegar gefið til kynna að um leið og litla ísöldin herti tök sín hafi norrænu íbúarnir jafnt og þétt tekið að éta meira sjávarfang en minnkað neyslu á landbúnaðarafurðum.

Einfaldlega af illri nauðsyn.

Hækkandi sjávarstaða hafi eflaust ekki ráðið mestu um brotthvarf (eða útrýmingu) norrænu byggðanna, en hafi efalaust spilað sína rullu í þessari ráðgátu.

Grænland mun skjótast úr kafinu

Og rannsókn Borreggine og félaga hefur líka sýnt fram á annað, sem sé hve jarðskorpan undir Grænlandi er viðkvæm fyrir þyngslunum af jöklinum.

Lengi hefur verið vitað að ef allur ísinn á Grænlandi bráðnar — sem gæti gerst ef svo fer fram sem horfir — þá mun losna svo mikið vatn að sjávarmál um heim allan mun hækka um sex metra, sem er bókstaflega hrollvekjandi tilhugsun.

En ekki á Grænlandi þó.

Grænland mun skjótast úr kafi þegar það losnar við þyngslin og sjávarmál þar í landi mun LÆKKA um hvorki meira né minna en 100 metra, að minnsta kosti.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár