Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórnvöld og Seðlabankinn „enn með allt niður um sig“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að Ís­lend­ing­ar þurfi sjálf­stæð­ar og óháð­ar greiðslu­lausn­ir sem séu bæði ódýr­ar og ör­ugg­ar.

Stjórnvöld og Seðlabankinn „enn með allt niður um sig“
Stjórnvöld og Seðlabankinn þurfi að gyrða sig í brók Þingmaðurinn hefur áður sagt að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þurfi að gyrða sig í brók strax og þótt fyrr hefði verið og tryggja óháða, sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir. Mynd: Bára Huld Beck

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði fjármálainnviði á Íslandi að umfjöllunarefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hún benti á að íslenskir neytendur greiddu ekki einungis til íslenskra banka heldur borguðu þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum.

„Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum og við borgum og getum ekki annað. En eftir hverju höfum við verið að bíða allan þennan tíma? Höfum við verið að bíða eftir bönkunum, að þeir geri eitthvað í málunum? Er það ekki stjórnvalda og Seðlabankans að bregðast við?“ spurði hún.  

Oddný telur að Íslendingar þurfi sjálfstæðar og óháðar greiðslulausnir sem séu bæði ódýrar og öruggar. Vísaði hún í grein sem hún skrifaði í fyrrasumar um „þessa alvarlegu stöðu“ en þar sagði hún að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þyrftu að gyrða sig í brók strax og þótt fyrr hefði verið og tryggja óháða, sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir.

„Núna, um ári seinna, eru þau enn með allt niður um sig,“ sagði hún á þingi í dag. 

Fyrirkomulag greiðslumiðlunar hér á landi gæti ógnað þjóðaröryggi

Oddný hóf ræðuna á því að rifja upp að árið 2019 hefði þáverandi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, skrifað þjóðaröryggisráði bréf um að fyrirkomulag greiðslumiðlunar hér á landi gæti ógnað þjóðaröryggi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði síðan upplýst í nóvember í fyrra í umræðum um skýrslu þjóðaröryggisráðs að ráðið hefði fengið Seðlabankann þrisvar sinnum á fund sinn til að ræða stöðu innlendrar greiðslumiðlunar. 

Katrín sagði þá að það væri mat þjóðaröryggisráðs að lykilatriði til að tryggja fjármálaöryggi væri að til staðar væru innviðir til að tryggja innlenda greiðslumiðlun. Þann 28. september í fyrra áréttaði fjármálastöðugleikanefnd í yfirlýsingu sinni mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu, meðal annars með vísan til vaxandi netógnar. 

Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar 15. mars síðastliðinn sagði Gunnar Jakobsson, staðgengill formanns nefndarinnar, að niðurstaða yrði að fást í málinu á næstu vikum eða óska ella eftir lagasetningu um málið, benti Oddný á. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Ég man eftir því þegar ODDNÝ lækkaði elli og örorkulífeyriinn. Hún ætti að laga það fyrst. Kv.Siggi Þóriss.
    0
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Ekki bíða eftir bönkunum. Við þurfum VIPPS eins og t.d í Noregi. Búið að vera þar í tugi ára og jafn lengi í vinnslu á Íslandi. Hvað er í veginum fyrir svona kerfi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár