Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Upphæðir hundraðfaldast vegna klúðurs í skráningu íslenskra króna

Af­nám aura í skrán­ing­um ís­lenskra króna í al­þjóð­leg­um kerf­um korta­fyr­ir­tækj­anna Visa og American Express sem tóku gildi í dag hafa ekki geng­ið snurðu­laust fyr­ir sig. Vand­ræð­in ein­skorð­ast við dansk­ar krón­ur og dæmi eru um að Ís­lend­ing­ar í Dan­mörku hafi ver­ið rukk­að­ir um 120 þús­und krón­ur fyr­ir lest­ar­miða í stað 1.200 króna.

Upphæðir hundraðfaldast vegna klúðurs í skráningu íslenskra króna

Í dag tóku í gildi breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa International og American Express. Sams konar breytingar verða hjá Mastercard á morgun. Breytingin felur í sér að hætt verður að nota aura, eða tvo aukastafi, við útreikning gengisins. Allar upphæðir verða framvegis í heilum krónum en ekki í aurum. 

Tilgangur breytinganna er að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla. Í tilkynningu frá bönkunum til viðskiptavina í vikunni kom fram að breytingarnar hafi verið undirbúnar vel en truflanir geti samt sem áður komið upp, einna helst ef verslað er í íslenskum krónum hjá erlendum aðilum.  

120 þúsund krónur teknar af korti fyrir 1.200 króna lestarmiða

Sú varð raunin og samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa upphæðir hundraðfaldast. Þannig voru 120 þúsund krónur teknar af íslensku korti fyrir lestarmiða í Danmörku sem kostaði 1.200 krónur. 

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við Heimildina að vandræðin einskorðist við danskar krónur og að færslur verði leiðréttar eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu á vef bankans segir að um sé að ræða tímabundna truflun í greiðslukerfum í Danmörku vegna breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. 

Kortafærslur Indó voru gerðar óvirkar um tíma en opnað hefur verið aftur fyrir kortin.

Indó lokaði fyrir allar greiðslur um tíma þegar ljóst var að í stað þess að fella niður aurana bættust tvö núll við í staðinn. „Við erum að vinna í öllum leiðréttingum á þessum færslum,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó, í samtali við Heimildina.  

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar tengist vandamálið einum færsluhirði í Danmörku sem er með um 80 prósent markaðshlutdeild. Viðskiptavinir allra banka á Íslandi eru hvattir til að hafa samband til að fá færslur leiðréttar.

Í tilkynningu frá alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu Rapyd kemur fram að korthafar fá í flestum tilfellum ekki heimild á kortið þar sem færslur margfaldast sem hefur áhrif á heimildir kortanna. Fari færslur í  gegn verða þær leiðréttar. 

Uppfært klukkan 12:48: 

Í nýrri tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að búið er að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum greiðslukortum í Danmörku. Ekki er þó útilokað að áfram verði einhverjar truflanir í dag.

„Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina. Við munum áfram vinna að úrlausn málsins með okkar samstarfsaðilum,“ segir í tilkynningu bankans.

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár