Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar síðustu sex ár rúmir 18 milljarðar

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins spurði dóms­mála­ráð­herra út í kostn­að vegna af­greiðslu um­sókna um al­þjóð­lega vernd en sam­kvæmt svari frá ráð­herra var rekstr­ar­kostn­að­ur vernd­ar­sviðs Út­lend­inga­stofn­un­ar á ár­un­um 2017 til 2022 rúm­ir 18 millj­arð­ar króna.

Rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar síðustu sex ár rúmir 18 milljarðar
Útlendingastofnun á að tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd talsmann við meðferð máls hjá stjórnvöldum. Þjónustan fer fram á lægra og æðra stjórnsýslustigi og hefst við skipun talsmanns og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi. Mynd: Bára Huld Beck

Rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar á árunum 2017 til 2022 var rúmir 18 milljarðar króna. Þar af var heildarrekstrarkostnaður stofnunarinnar vegna málsmeðferðar og afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd 7,17 milljarðar króna. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Eyjólfi Ármannssyni þingmanni Flokks fólksins um kostnað vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd. Hann spurði meðal annars hver kostnaður dómsmálaráðuneytisins og undirstofnana þess vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd á ári hverju árin 2017 til 2022 væri. 

Rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar á árunum 2017 til 2022, sundurliðað eftir málsmeðferð og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Vakin er athygli á í svarinu að í upphafi árs 2022 tók félags- og vinnumarkaðsráðuneytið við ábyrgð á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd í samræmi við forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þar af leiðandi sé ekki tilgreindur sá kostnaður sem hlaust af þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2022. 

Í svarinu segir að samkvæmt lögum um útlendinga beri Útlendingastofnun ábyrgð á að afgreiða umsóknir um alþjóðlega vernd. Telji umsækjandi að málsmeðferð Útlendingastofnunar hafi ekki farið fram með réttum hætti, mat stofnunarinnar á aðstæðum hans sé rangt eða ef hann er ósáttur að öðru leyti við ákvörðun Útlendingastofnunar geti hann kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Kærunefndin sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem við úrlausn kærumála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi.

Þá er bent á að úrskurðir kærunefndarinnar séu fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi og verði lögmæti þeirra einungis borið undir dómstóla. Að þessu virtu hafi ráðuneytið enga beina aðkomu að afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.

Rekstrarkostnaður kærunefndar vegna málsmeðferðar og afgreiðslu umsókna um 1,36 milljarðar

Fram kemur hjá ráðherra að samkvæmt upplýsingum frá kærunefnd útlendingamála sé rekstrarkostnaður hennar vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd ekki sérstaklega aðgreindur frá annarri starfsemi nefndarinnar. 

„Fyrir liggur þó að stærstur hluti starfsemi nefndarinnar fer í meðferð slíkra mála. Vísar nefndin til þess að á því tímabili sem um ræðir hafi nefndin almennt verið með einn starfsmann af um 10 til 15 starfsmönnum hverju sinni í eiginlegum úrskurðarskrifum tileinkaðan öðrum málum en alþjóðlegri vernd, svo sem dvalarleyfum, vegabréfsáritunum og brottvísunum. Þá fari eitthvert hlutfall rekstrarkostnaðar til annarra starfa svo sem formanns, nefndarmanna, yfirlögfræðings, rekstrarfulltrúa og ritara. Á umræddu tímabili hafi hlutfall verndarmála af heildarinnkomnum málum verið á bilinu 80 til 85 prósent. Sé tekið mið af því hlutfalli megi áætla að heildarrekstrarkostnaður kærunefndar vegna málsmeðferðar og afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd hafi á árunum 2017 til 2022 verið um 1,36 milljarðar króna.“

Nýtt fyrirkomulag á talsmannaþjónustu tók við í maí 2022

Eyjólfur spurði einnig hver kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna réttaraðstoðar í málum um alþjóðlega vernd hefði verið á ári hverju árin 2017 til 2022.

Í svarinu er útskýrt að Útlendingastofnun skuli tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd talsmann við meðferð máls hjá stjórnvöldum. Þjónustan fari fram á lægra og æðra stjórnsýslustigi og hefjist við skipun talsmanns og ljúki við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi. Heimilt sé að semja við tiltekinn eða tiltekna aðila um að veita réttaraðstoð og skuli kostnaður greiðast úr ríkissjóði. Með vísan til þessa ákvæðis og á grundvelli samnings sinnti Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2017 til febrúar 2018.

„Í mars 2018, að undangengnu útboði, gerðu ráðuneytið, Útlendingastofnun og RKÍ með sér annan samning um aðstoð og þjónustu við einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Á grundvelli samningsins var það hlutverk RKÍ að sinna réttaraðstoð vegna umsókna á lægra og æðra stjórnsýslustigi og félagslegum stuðningi fyrir umsækjendur á meðan þeir biðu niðurstöðu eða flutnings úr landi. Gildistími samningsins var til þriggja ára, nánar tiltekið til 28. febrúar 2021, og gátu aðilar samið um framlengingu hans tvisvar sinnum í eitt ár í senn. 

Sú heimild var nýtt einu sinni og hélt samningurinn því gildi sínu til 28. febrúar 2022. Þá var gengið frá tímabundinni framlengingu samningsins út apríl 2022 til að tryggja óskerta þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan beðið var eftir því að nýtt fyrirkomulag á talsmannaþjónustu tæki við,“ segir í svarinu. 

Samkvæmt samningnum fékk RKÍ greiddar 310 milljónir króna á ári auk verðbóta sem féllu árlega frá árinu 2019. Af þeirri fjárhæð fóru annars vegar 222,5 milljónir króna í launakostnað vegna 21,25 starfsmanna, þ.e. 15 talsmanna og 6,25 starfsmanna til að sinna félagsþjónustu, og hins vegar 87,5 milljónir vegna annars kostnaðar svo sem vegna verkefna, aðstöðu og umsýslu. Samningurinn gerði ekki ráð fyrir nánari sundurliðun á launakostnaði og því var ekki unnt með einföldum hætti að aðgreina þann kostnað sem fór í stöðugildi talsmanna og þeirra sem sinntu félagsþjónustu, samkvæmt ráðuneytinu. 

Þá er bent á að nýtt fyrirkomulag á talsmannaþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi tekið við í maí 2022 og geti áhugasamir lögfræðingar skilað inn umsókn til Útlendingastofnunar til að fara á talsmannalista stofnunarinnar. Fram kemur í svari ráðherrans að um 90 talsmenn séu skráðir á listann sem birtur er á heimasíðu stofnunarinnar. Talsmenn fái greiddar 16.500 krónur fyrir hverja byrjaða klukkustund, að viðbættum virðisaukaskatti, en hámarksfjöldi tíma á hvert mál tekur mið af tímatöflu stofnunarinnar. Jafnframt fái talsmenn greiddar allt að 90 mínútur í túlkakostnað til að sinna birtingu ákvarðana en talsmenn RKÍ sinntu áður því hlutverki. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun nam kostnaður hennar vegna talsmannaþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd rúmlega 96 milljónir króna á tímabilinu frá maí 2022 til loka þess árs.

Vandkvæðum bundið að taka saman með einföldum hætti þann kostnað sem óskað var eftir

Eyjólfur spurði jafnframt hver kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess hefði verið vegna beitingar þvingunar- og rannsóknarúrræða á ári hverju árin 2017 til 2022.

Í svarinu segir að í lögum um útlendinga sé fjallað um þau þvingunar- og rannsóknarúrræði sem lögregla og önnur stjórnvöld hafa til að tryggja framkvæmd laganna. 

Þar sé lögreglu veitt heimild til að leggja hald á ferðaskilríki, farseðla og annað sem getur verið til upplýsinga um hver útlendingur er. Lögreglu sé enn fremur veitt heimild til að leita á útlendingi, á heimili hans eða í hirslum og hjá samverkamanni ef rökstuddur grunur leikur á að hann haldi eftir eða leyni gögnum eða upplýsingum um hver hann er eða fyrri dvalarstað. Þá sé lögreglu veitt heimild til að taka ljósmyndir og fingraför útlendings í fjórum nánar tilgreindum tilvikum og sé Útlendingastofnun veitt heimild til að krefjast rannsóknar á erfðaefni, þ.e. DNA- rannsóknar, í málum þar sem sýna þarf fram á fjölskyldutengsl á grundvelli laganna. 

Í lögunum er Útlendingastofnun jafnframt veitt heimild, villi umsækjandi um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar á sér heimildir við meðferð máls eða segi rangt til um aldur, til að leggja fyrir að viðkomandi gangist undir líkamsrannsókn til að ákvarða aldur hans. Lögreglu er veitt heimild til að skylda útlending til að tilkynna sig eða dveljast á ákveðnum stað í ákveðnum tilvikum. Loks er lögreglu veitt heimild til að handtaka útlending og færa í gæsluvarðhald við tilteknar aðstæður.

„Samkvæmt framansögðu er um fjölmörg ólík þvingunar- og rannsóknarúrræði mismunandi stjórnvalda að ræða. Þá er vinna við framkvæmd þeirra yfirleitt hluti af hefðbundnu starfi umræddra stjórnvalda án þess að kostnaðurinn við þau verkefni sé sérstaklega aðgreindur,“ segir í svarinum og bætt við: „Að þessu virtu er vandkvæðum bundið og í flestum tilvikum ómögulegt að taka saman með einföldum hætti og í stuttu máli þann kostnað sem óskað er eftir.“ 

Engu að síður liggur fyrir hjá Útlendingastofnun að bókfærður kostnaður hennar vegna framkvæmdar erfðagreininga hafi verið um 8,7 milljónir króna á umræddu tímabili og um 8,3 milljónir króna vegna framkvæmdar aldursgreininga.

Varðandi kostnað við handtöku og gæsluvarðhald þá eru, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun, útgjöld ekki sérstaklega aðgreind fyrir fanga í gæsluvarðhaldi. Meðaltalskostnaður á hvern fanga í fangelsinu á Hólmsheiði, þar á meðal gæsluvarðhaldsfanga, hefur aftur á móti verið á bilinu 34 til 39 þúsund krónur á dag á umræddu tímabili, samkvæmt ráðuneytinu. 

Í svarinu er áætlað að kostnaður við handtöku og gæsluvarðhald hafi á árunum 2017 til 2022 verið um 8 til 9 milljónir króna. „Eins og áður greinir tekur sú fjárhæð þó ekki mið af öllum þeim kostnaði sem fylgir því að beita umræddu úrræði, svo sem að fara með kröfu um gæsluvarðhald fyrir dómi, skipun verjanda útlendings, flutningi milli staða o.s.frv.“

110 endurteknar umsóknir á síðustu þremur árum

Dómsmálaráðherra svaraði einnig skriflegri fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanni Pírata um endurteknar umsóknir og Dyflinnarmál. Hún spurði hversu margar endurteknar umsóknir um alþjóðlega vernd hefðu verið lagðar fram hér á landi á síðustu þremur árum, þ.e. nýjar umsóknir eftir að niðurstaða vegna fyrri umsóknar lá fyrir. 

Í svarinu segir að alls hafi borist 110 endurteknar umsóknir á síðustu þremur árum, þ.e. frá 2020 til 2022. 

Arndís Anna spurði jafnframt hversu margir einstaklingar sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2009 og 2019 hefðu reynst með fingraför sín skráð í Eurodac-gagnagrunninn svonefnda, af hálfu grískra stjórnvalda, án þess að hafa fengið þar alþjóðlega vernd. 

„Í Eurodac-gagnagrunninum er leitað að fingraförum einstaklinga 14 ára og eldri. Árið 2009 bárust 35 umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fingraför þriggja umsækjenda um vernd, 14 ára og eldri, fundust í Eurodac-gagnagrunninum vegna þess að grísk yfirvöld höfðu skráð þau þar. Enginn þeirra hafði fengið vernd í Grikklandi.

Árið 2019 bárust 868 umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fingraför 98 umsækjenda um vernd, 14 ára og eldri, fundust í Eurodac-gagnagrunninum vegna þess að grísk yfirvöld höfðu skráð þau þar. Af þessum 98 einstaklingum reyndust 84 þegar hafa fengið vernd í Grikklandi,“ segir í svari ráðherra. 

Í athugasemd í svarinu segir að í kerfum Útlendingastofnunar séu endurteknar umsóknir ekki flokkaðar eftir því hvort fyrri umsóknir hafi verið afgreiddar með ákvörðun eða ekki. Til endurtekinna umsókna teljist því allar umsóknir frá einstaklingum sem höfðu áður sótt um alþjóðlega vernd, óháð því hvort fyrri umsóknir hafi verið afgreiddar með ákvörðun eða dregnar til baka.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár