Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vindmyllur við Lagarfljót yrðu í fjölfarinni flugleið fugla

Orku­sal­an áform­ar að reisa vind­myll­ur við Lag­ar­foss sem myndu njóta góðs af ná­lægð við Lag­ar­foss­virkj­un og dreifi­kerfi henn­ar. Hins veg­ar er þetta svæði mik­il­vægt fugl­um, m.a. hinum al­frið­aða lómi.

Vindmyllur við Lagarfljót yrðu í fjölfarinni flugleið fugla
Útsýnið Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetrum norðan við Lagarfoss. Mynd: Úr greinargerð Orkusölunnar

Fjölfarin flugleið fugla er við Lagarfljót þar sem Orkusalan áformar að reisa vindmyllur. Þar er meðal annars að finna lóm sem er alfriðaður. Grunnþekking á fuglalífi á Íslandi er minni en í t.d. Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Því eiga viðmið frá skoskum yfirvöldum um rannsóknir á fuglalífi sem stuðst er við í undirbúningi vindorkuvera ekki að öllu leyti við hér á landi. 

Þetta er mat Kristins Hauks Skarphéðinssonar, dýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem sat nýverið forsamráðsfund vegna áforma Orkusölunnar um að reisa tvær 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun. Orkusalan, sem er alfarið í eigu opin­bera hluta­fé­lags­ins Rarik, rekur þá virkjun. Skipulagsstofnun ákvað í lok síðasta árs að virkjunarhugmyndin þyrfti að fara í umhverfismat og er forsamráð, sem sveitarfélög, stofnanir og framkvæmdaaðilar koma m.a. að, hluti af því. 

Þurfa vatnsaflsins með

Bygging vindmylla við Lagarfljótsvirkjun hefur verið á teikniborðinu frá árinu 2018. Vindorkuver þrífast illa ein og sér enda framleiða þau aðeins orku þegar nægur vindur blæs sem er, ótrúlegt en satt, ekki alltaf raunin hér á landi. Þannig þurfa slík ver, verði þau reist á Íslandi, að spila með vatnsaflsvirkjunum. 

Þennan punkt notar Orkusalan einmitt í rökstuðningi sínum fyrir byggingu vindmylla við Lagarfoss. Stutt sé í aðveitu­stöð svo að teng­ingar við dreifi­kerfið yrðu auð­veldar í fram­kvæmd. Jákvæð sam­legð­ar­á­hrif yrðu því með Lag­ar­foss­stöð og vindmyllunum. Mark­mið framkvæmdarinnar sé að öðl­ast reynslu og byggja upp þekk­ingu á rekstri vind­mylla.

Vindmyllurnar tvær yrðu 9,9 MW að afli, rétt undir þeim viðmiðum sem þarf til að virkjunarframkvæmdir fari til meðferðar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Orkustofnun vakti raunar athygli á þessu í umsögn sinni um greinargerð Orkusölunnar vegna Lagarfossmyllanna á síðasta ári og velti því upp hvort metnir hefðu verið kostir og gallar minni eða auk­innar fram­leiðslu­getu virkj­un­ar­kost­ar­ins. Taldi stofnunin nauð­syn­legt að Orkusalan rök­styddi betur hvernig og hvers vegna nið­ur­staðan hafi verið 9,9 MW.

Á forsamráðsfundinum sagði Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu sem vinnur að umhverfismati framkvæmdarinnar, að ætlunin væri ekki að fara yfir 9,9 MW heldur að hafa borð fyrir báru ef tækniframfarir verða á leiðinni. 

Vindmyll­urnar tvær yrðu reistar á athafna­svæði Orku­söl­unnar við Lag­ar­foss­virkjun í um 2-300 metra fjar­lægð austan við Lag­ar­foss­veg. Framkvæmt yrði innan svæðis sem er skil­greint sem mik­il­vægt fugla­svæði og hefur verið til­nefnt á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár vegna vist­gerða á landi, fugla og sela. Þá er það einnig innan svæðis sem þegar er á nátt­úru­minja­skrá.

Blárnar einstöku

Víð­áttu­mikla blá, en flóar eru gjarnan nefndir blár á Aust­ur­landi, er að finna í grennd við Lag­ar­foss­virkj­un. Blárnar á þessum slóðum eru flokk­aðar sem tjarn­ar­star­ar­flóa­vist, vernd­ar­gildi þeirra er mjög hátt og er vist­gerðin á lista Bern­ar­samn­ings­ins yfir vist­gerðir sem þarfn­ast vernd­ar.

Nátt­úru­fræði­stofnun benti í þessu ljósi á í umsögn sinni við greinargerð Orkusölunnar á síðasta ári að önnur vind­myllan myndi að lík­indum standa í vot­lendi og því raska syðsta hluta tjarn­ar­star­ar­blá­ar­inn­ar. „Þrátt fyrir að vind­myllu­stæðin tvö séu í grennd við Lag­ar­foss­virkjun og landi hafi verið raskað þar í grennd er lík­legt að stæðin muni raska heil­legum vist­kerfum með mjög hátt vernd­ar­gildi og umtals­verðu vot­lend­i.“

Í nið­ur­stöðu grein­ar­gerðar Orku­söl­unnar voru áhrif á fugla­líf metin óveru­leg og er þar sér­stak­lega horft til nið­ur­staðna mæl­inga við áformað vindorkuver Landsvirkjunar, Búr­fellslund. Hins vegar minnti Nátt­úru­fræði­stofnun á að það svæði ein­kenn­ist af teg­unda­fæð og lágum þétt­leika varp­fugla. Úthérað sé aftur á móti á lág­lendi og ein­kenn­ist fugla­líf þar af mik­illi teg­unda­fjöl­breytni og háum varp­þétt­leika. Þar megi finna mik­inn fjölda vatna­fugla sem eru meðal þeirra fugla­hópa sem sér­stak­lega er hætt við áflugi. Má þar t.d. nefna lóma og grá­gæs­ir. „Þá er svæðið mik­il­vægt varp­svæði fyrir skúm, sem er á válista sem teg­und í bráðri hættu, sem og kjóa, sem einnig er á válista.“ 

Að auki er þétt­leiki vað­fugla á svæð­inu hár. „Það er því mat Nátt­úru­fræði­stofn­unar að ekki er hægt að yfir­færa nið­ur­stöður mæl­inga við Búr­fellslund yfir á Úthérað þar sem aðstæður eru gjör­ó­lík­ar.“

Við vatnsafliðVindmyllurnar tvær eru áformaðar rétt við Lagarfossvirkjun sem Orkusalan rekur.

Um þetta var sérstaklega fjallað á fyrrnefndum forsamráðsfundi. Þar kom fram að Náttúrustofa Austurlands mun sjá um fuglarannsóknir og að farið verði í tvær vettvangsferðir til að kanna meðal annars búsvæði fugla og umferð þeirra um svæðið í um 500 metra radíus frá fyrirhuguðum vindmyllum.

Tekist á um radarmælingar

Fulltrúi Skipulagsstofnun benti á að í álitum stofnunarinnar um áformuð vindorkuver hafi verið sett skilyrði um tveggja ára sjónarhólsrannsóknir til þess að fá samanburð milli ára. Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun tók undir mikilvægi slíks samanburðar. Stofnunin hefur áður sagt að fara ætti í radarmælingar á svæðinu.

Snævarr hjá Eflu sagði Orkusöluna ekki telja þörf á radarmælingum miðað við viðmið skosku ráðgjafastofnunarinnar Naturescot sem oft hefur verið horft til við undirbúning vindorkuvera sem eru í pípunum á Íslandi. 

Kristinn sagði þá, líkt og fyrr segir, að skosku viðmiðin ættu ekki við hér á landi að öllu leyti.

Sveitarstjórn Múlaþings gerði breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindmylluáformanna við Lagarfljótsvirkjun í lok árs 2021. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á fundi sveitarstjórnar í fyrra að sú ákvörðun væri sérstakt áhyggjuefni“. Myllurnar ætti að reisa nærri miðju Fljótsdalshéraðs, á blómlegu landbúnaðarsvæði og vettvangi vaxandi ferðamennsku. Lýstu fulltrúar VG yfir algjörri andstöðu“ við áformin.

Engar vindorkuvirkjanir fyrr en ríkið gerir upp hug sinn

Líkt og í fleiri sveitarfélögum hefur skipting arðs af virkjunum verið til umræðu í sveitarstjórn Múlaþings. Á meðan vitlaust er gefið í þeim efnum, og arðinum ekki skipt með sanngjörnum hætti“ milli hagsmunaaðila telur sveitarstjórn Múlaþings ekki forsendur til að taka ákvarðanir um stórfellda nýtingu vindorku. Mikilvægt er að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli,“ sagði í tillögu sem lögð var fyrir sveitarstjórn og samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn telur því að þær grunnforsendur sem þurfi til mótunar stefnu fyrir sveitarfélagið liggi ekki fyrir og mun ekki samþykkja vindorkuver án slíkrar stefnumótunar ríkisins.

Loksins

Starfshópur um nýtingu vindorku, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði um mitt síðasta ár, átti að skila tillögum að frumvarpi fyrir 1. febrúar.

Síðan eru liðnir 76 dagar. Og loks er komið að því að birta niðurstöðurnar. Reyndar aðeins að hluta. Það verður gert á morgun, miðvikudag, er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir fyrsta áfanga vinnunnar: Greiningu og mat á viðfangsefninu, líkt og það er orðað í tilkynningu.

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár