Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi

For­stjóri stærsta eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði, Iv­an Vind­heim, seg­ir að auk­in gjald­taka á lax­eld­is­iðn­að­inn komi í veg fyr­ir þró­un á sjálf­bær­ari lausn­um en sjóa­kvía­eldi. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýr­ir, MOWI, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki og einn stærsti hags­muna­að­ili í lax­eldi á Ís­landi, jókst um 64 pró­sent í fyrra og nam nærri 40 millj­örð­um.

Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi
Minni peningar í sjálfbæra þróun Forstjóri Mowi, Ivan Vindheim, segir að óheppilegt sé að hækka skatta laxeldisfyrirtækjanna í Noregi því þá eigi þau minni peninga eftir til að fjárfesta fyrir og gera laxeldi sjálfbærara en það er í dag.

Forstjóri norska laxeldisfyrirtækisins Mowi, sem eignaðist meirihluta í Arctic Fish á Ísafirði í fyrra, segir að aukinn skattlagning á þessa iðngrein dragi úr möguleikunum á sjálfbærara laxeldi til framtíðar. Aukin skattlagning norsku ríkisstjórnarinnar á laxeldisiðnaðinn hefur verið harðlega gagnrýnd af norsku laxeldisfyrirtækjunum síðastliðna mánuði.

„Við munum að sjálfsögðu gera meira til að verða sjálfbærari, en til þess að geta gert þetta þá þurfum við peninga til að geta fjárfest“
Ivan Vindheim,
forstjóri Mowi

Forstjórinn, Ivan Vindheim, segir að með aukinni skattlagningu á greinina þá verði ekki til peningar til að gera sjókvíaeldi á laxi sjálfbærara. „Við munum að sjálfsögðu gera meira til að verða sjálfbærari, en til þess að geta gert það þá þurfum við peninga til að geta fjárfest [...] Með þessari tillögu þá verður ekki neinn meiri peningur til,“ sagði hann í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish og ýjaði því að aukin skattlagning kæmi í veg fyrir aukna framrþróun í greininni.

Segir vandamál laxeldisins að gróðinn sé of mikill

Þessi ummæli Vindheims vöktu nokkra athygli og sagði blaðamaður Intrafish meðal annars um þau að vandamál laxeldisfyrirtækjanna væru að þau ættu einfaldlega of mikla peninga til auðvelt væri að kaupa röksemdir þeirra. „Laxeldisfyrirtækin eiga við vandamál að stríða: Þau græða of mikla peninga. 

Íslenskt laxeldi er að stóru leyti í eigu norskra laxeldisfyrirtækja en auk eignarhalds Mowi á Arctic Fish þá á laxeldisrisinn Salmar AS meirihluta í Arnarlaxi á Bíldudal og laxeldisfyrirtækið Måsøval á stóran hlut í Ice Fish Farm á Austfjörðum. Umræðan um skatta á laxeldið í Noregi tengist því íslensku laxeldi þar sem eignarhaldið liggur þar í landi að stóru leyti. 

Hagnaður þessara fyrirtækja er ævintýralegur og græddi Mowi meðal annars 239 milljónir evra í fyrra, rúma 36 milljarða, og jókst hagnaðurinn um 64 prósent á milli ára.  Um var að ræða fyrsta árið sem tekjur Mowi fóru yfir einn milljarð evra.

Þá hefur Salmar greitt út meira en 30 milljarða króna í arð á ári síðastlin ár. 

Unnið að fjárfestingum í sjálfbærari lausnum 

Með orðum sínum um að laxeldisfyrirtækin séu að vinna að því að gera laxeldi sjálfbærara á Ivan Vindheim við að samtímis og þau reka sjókvíar í fjörðum landa eins og Noregs, Skotlands og Íslands þá setja þau mikla peninga í fjárfestingar sínar í sjálfbærari lausnum í lausnum í laxeldi. Þannig eru þessi fyrirtæki að nota hagnaðinn úr sjókvíaeldinu til að þróa úthafseldi þar sem stórum kvíum verður komið fyrir fjær fjörðum og ströndum landa. Stæstu umhverfisvandamálin við sjókvíaeldið snúast um nálægðina við villta laxastofna í ám ríkja og mögulega erfðablöndun við þá sem og úrgangsmengun frá sjókvíum sem sest á botn fjarða þar sem hafstraumar eru ekki sterkir auk meðal annars sjónmengunar. 

Salmar er meðal annars að þróa aflandseldislausnir í félagi við einn ríkasta mann Noregs, Kjell Inge Rökke. Þá hefur stjórnarformaður Arnarlax á Íslandi, Kjartan Ólafsson, einnig fjárfest í þróunarverkefni um aflandsseldi hér á landi. 

Samkvæmt röksemdafærslu forstjóra Mowi er staðan því sú að ekki sé við hæfi að skattleggja sjókvíaeldisfyrirtækin um of þar sem slík gjaldtaka komi í veg fyrir möguleika þeirra til að þróa sjálfbærari lausnir en sjókvíaeldi í fjörðum. Miðað við þessi orð, sem og fjárfestingar laxeldisfyrirtækjanna í aflandseldi, þá vita fyrirtækin að sjókvíaeldi er ekki fiskeldi framtíðarinnar vegna umhverfisáhrifa þess. Raunar hefur fyrrverandi stjórnarformaður Salmar, Atle Eide, sagt að sjókvíaeldi verði ekki lengur stundað, í þeirri mynd sem við þekkjum, árið 2030. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
    Auðlindir á Íslandi fást fyrir smáaura. Hvernig væri að fréttamenn færu að alvöru að krefja ráðamenn svara hvað á að greiða fyrir auðlindir landsins, markaðsverð eða annað.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Staðan sýnir svo ekki verður um villst að stjórnaskipti á Íslandi eru nauðsynleg.
    Samfylkingin þarf að taka völdin.
    2
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það segir sig sjálft, að þessir staurblönku norðmenn geta ekkert lagt í púkkið. Sjálfstæðismenn hljóta að bæta í meðgjöfina fyrir þá.
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er auðvelt að plata auðtrúa Íslendinga. Núverandi stjórnvöld kikna í hnjánum þegar þau standa frammi fyrir stóreignamönnum og kröfum þeirra. Þeir láta þá undan með glöðu geði.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
7
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
9
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
10
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu