Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mótmælir skorðum á erlendu eignarhaldi og samþjöppun kvóta í laxeldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax mót­mæl­ir hug­mynd­um að reyna að tak­marka eign­ar­hald er­lendra fyr­ir­tækja í ís­lensku lax­eldi. Arn­ar­lax vill held­ur ekki að skorð­ur verði sett­ar á sam­þjöpp­un kvóta­leyfa í lax­eldi. Þetta kem­ur fram í um­sögn fyr­ir­tæk­is­ins um þings­álykt­un­ar­til­lögu sem Arn­ar­lax sendi frá sér fyr­ir helgi.

Mótmælir skorðum á erlendu eignarhaldi og samþjöppun kvóta í laxeldi
Hefur beina fjárhagslega hagsmuni af málinu Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að fyrirtækið fái sem mestan kvóta í laxeldi. Hann á sjálfur tveggja milljarða króna hlut í félaginu sem hann keypti með kúluláni frá stærsta hluthafanum, Salmar AS.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax mótmælir því að skorður verði settar á erlendu eignarhaldi í íslensku laxeldi og komið verði í veg fyrir samþjöppun í  á laxeldiskvótum í greininni. Þetta kemur fram í umsögn frá Arnarlaxi, sem Kjartan Ólafsson stjórnarformaður fyrirtækisins, skrifar og sendir til atvinnuveganefndar Alþingis.

Einungis fimm laxeldisfyrirtæki með framleiðsluleyfi í sjó eru starfandi á Íslandi. Kjartan telur hins vegar, þrátt fyrir hversu fá fyrirtækin eru, að takmarkanir á stærð þeirra muni verða samkeppnishamlandi: „Takmarkanir á stærð félaganna mun því augljóslega draga úr samkeppnishæfni og takmarka aðgang að fjármagni í áhættusama uppbyggingu. Ljóst er að veruleg fjárfesting er nauðsynleg til að byggja greinina frekar upp næstu ár og arður hefur aldrei verið greiddur úr fyrirtækjunum enda fyrirsjáanleg fjárfestingarþörf mikil.

Umsögnin er send inn að beiðni atvinnuveganefndar Alþingis vegna þingsályktartillögu Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins og fjögurra annarra þingmanna, um að skipaður verði starfshópur sem ræða eigi um breytingar á lögum og reglum í laxeldi. 

Í þingaályktartillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela matvælaráðherra að skipa starfshóp sem hafi það að markmiði að: Koma fram með tillögur um hvernig takmarka megi samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum. Skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum. Ráðherra leggi niðurstöður starfshópsins fyrir Alþingi eigi síðar en 30. september 2023.“

Unnið að betrumbótum á regluverki laxeldisHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, er einn af fimm þingmönnum sem leggur frumvarpið fram.

Stöðunni má líkja við það þegar kvótakerfinu var komið á

Stöðunni í íslensku laxeldi í sjókvíum má að hluta til líkja við það þegar kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á hér á landi á níunda áratugnum.

Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin sem stundað höfðu veiðar á fiski í sjói áður en kvótakerfinu var komið á fengu úthlutað aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu fyrri ára. Þessi fyrirtæki þurftu ekki að borga fyrir þennan kvóta, sem var mikils virði í peningum eins og sagan sýndi. Eftir að sjávarútvegsfyrirtækin fengu kvótann ókeypis á grundvelli veiðireynslu gátu eigendurnir selt kvótann, veðsett hann og svo framvegis. Þetta var hugmyndin um frjálsa framsalið. 

Þegar litið er nær okkur í tíma fengu íslenskar útgerðir kvóta í makríl með sama hætti þegar hann var kvótasettur fyrir nokkrum árum. 

Með sams konar hætti hafa þessi örfáu íslensku laxeldisfyriræki fengið úthlutað framleiðsluleyfum í laxeldi frá íslenskum yfirvöldum.

Munurinn er hins vegar sá að laxeldisfyrirtækin fengu kvótann á grundvelli þess að þau hófu umsóknarferli til þess að fá hann fyrir mörgum árum og eru þau enn að vinna í því að fá frekari kvóta á grundvelli umsókna sem eru til meðferðar í kerfinu. Þegar þessi fyrirtæki fá framleiðsluleyfin geta þau hins vegar framselt leyfin eða selt fyrirtækin fyrir háar fjárhæðir og byggir verðmat fyrirtækjanna að langmestu leyti á kvótanum sem þau fengu úthlutað frá íslenska ríkinu. 

Nú þegar hafa nokkrir einstaklingar og fyrirtæki selt hlutabréf í laxeldisfyrirtækjunum íslensku með miklum hagnaði á þessum forsendum. Þeim mun meiri kvóta sem laxeldisfyrirtækin, eins og Arnarlax, fá frá íslenska ríkinu út úr þeim umsóknum sem þau eru með inni í kerfinu þeim mun meira geta eigendur þeirra hagnast.

Eitt dæmi um slíka umsókn um kvóta sem verið er að afgreiða í stjórnkerfinu er umsókn Ice Fish Farm á Austurlandi um að fá að hefja 10 þúsund tonna laxeldi í Seyðisfirði. Ef Ice Fish Farm fær þennan kvóta eykst verðmæti fyrirtækisins um 7 til 10 milljarða króna miðað við markaðsverðmæti á framleiðsluleyfum í laxeldi. 

„Takmarkanir á stærð félaganna mun því augljóslega draga úr samkeppnishæfni og takmarka aðgang að fjármagni í áhættusama uppbyggingu.“
Kjartan Ólafsson,
stjórnarformaður Arnarlax

Segir aðkomu norskra fjárfesta mikilvæga

Í umsögninni segir Kjartan, sem sjálfur á stóran hlut í Arnarlaxi sem er meira en tveggja miljarða króna virði, að ein af rökunum fyrir því að takmarka ekki erlent eignarhald á Arnarlaxi sé að þessi iðnaður sé mjög fjárfrekur. Hann segir að fyrirtækið hefði ekki orðið að að því sem það er í dag nema vegna þess norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS fjárfesti í því. „Arnarlax ehf. er að fullu í eigu Icelandic Salmon AS. Síðarnefnda félagið er skráð á markað í norsku kauphöllinni og hluthafar skipta hundruðum. Á meðal hluthafa er Gildi lífeyrissjóður, einn stærsti lífeyrissjóður landsins og Stefnir, sjóðastýringarfyrirtæki Arion banka, sem fjárfestu í félaginu við skráningu undir lok árs 2020 auk fjölda annarra íslenskra fjárfesta. Stærsti hluthafinn er norska félagið Salmar ASA sem er einnig skráð í kauphöll en þar að baki standa um 7- 10.000 hluthafar. Vert er hafa í huga að aðkoma erlendra fjárfesta að Arnarlaxi er ein helsta forsenda þess hve vel hefur gengið að byggja starfsemina upp og hefur einnig aukið möguleika fyrirtækisins á því að nálgast fjármagn á erlendum mörkuðum. Það er í raun alls óvíst að Arnarlax hefði bygg upp starfsemi með um 200 ný störf á Vestfjörðum án aðkomu erlendra fjárfesta, enda er fiskeldi gríðarlega fjárfrekur iðnaður. Aðkoma reyndra erlendra fjárfesta og samstarfsaðila hefur einnig skapað ómetanleg viðskiptatengsl um allan heim. Þessi sjónarmið verður að hafa í huga við afgreiðslu á þingsályktunartillögunni sem hér er til umræðu.“ 

Á þessum forsendum leggst Arnarlax því gegn því að ríkisvaldið reyni annars vegar að hindra samþjöppun kvótaheimilda í greininni sem og hins vegar að minnka erlent eignarhald í greininni.

Ein af niðurstöðunum hjá Arnarlaxi er því að leggjast gegn því að starfshópurinn, þar sem þessar hugmyndir verða ræddar, verði skipaður. „Með vísan til framangreindra sjónarmiða telur Arnarlax ehf. enga þörf á því að Alþingi feli matvælaráðherra að skipa starfshóp þann sem þingsályktunartillagan mælir fyrir um. Að auki er rétt að minna á að nú þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla starfshóps landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá 21. ágúst 2017 um stefnumótun í fiskeldi, þar sem þau atriði sem þingsályktunartillagan lýtur að koma til efnislegrar umfjöllunar auk fjölda annarra álitaefna sem teljast fiskeldi hér á landi,“ segir í umsögn Kjartans Ólafssonar fyrir Arnarlax.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kvótakerfið sem sett var á eftir 1980 var nauðsyn, en framsalið sem upphófst eftir 1990 með íhlutun Framsóknarráðherra, var galið, eins og sjá má í dag.
    1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Æi, þeirra maður í ráðuneytinu var vízt rekinn með skömm og kærður. Hvað gera bændur nú? Jú senda bara inn umsagnir eins og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að gera og vona að á þá sé hlustað sem er ekki jafn skilvirkt og hitt kerfið.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á ekki að leyfa starfsemi erlendra auðhringa í landinu. Sama hvað þeir fást við.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu