Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi

Nú stend­ur yf­ir þriðja bylgja lax­eld­is á Ís­landi en hinar tvær til­raun­irn­ar fóru út um þúf­ur á ár­um áð­ur. Þessi til­raun til að koma lax­eldi á hér á landi hef­ur geng­ið bet­ur en hinar. Fyr­ir vik­ið hafa nokkr­ir fjár­fest­ar selt sig út úr lax­eld­is­iðn­aðn­um fyr­ir met­fé eða halda nú á hluta­bréf­um sem eru mjög mik­ils virði.

Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Íslenskir laxeldiskvótakóngar Í fyrsta skipti í sögu íslensks laxeldis virðist þessi atvinnugrein ætla að komast almennilega á koppinn hér á landi. Nú þegar hafa nokkrir íslenskir og erlendir kaupsýslumenn hagnast vel á viðskiptum með hlutabréf í íslensku laxeldi. Þetta eru þau Sigurður Pétursson, Gísli Guðmundsson, Guðmundur Gíslason, Jerzy Malek, Einar Örn Ólafsson, Halla Sigrún Hjartardóttir, Kjartan Ólafsson, Kári Þór Guðjónsson og Neil Shiran Þórisson. Mynd: Samsett mynd

Með sölu þriggja hluthafa í ísfirska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish fyrir 13,7  milljarða bætist í þann tiltölulega fámenna, en stækkandi hóp, sem grætt hefur verulega á fjárfestingum í laxeldi á Íslandi. 

Kalla má þennan hóp íslenska laxeldiskvótakónga með tilvísun í þá svokölluðu kvótakónga í íslenskum sjávarútvegi með villtan fisk sem orðið hafa til í þeirri atvinnugrein eftir að kvótakerfinu var komið á koppinn á níunda áratugnum. Orðið kvótakóngur hefur bæði verið notað um þá einstaklinga sem eiga hlutabréfin í útgerðarfyrirtækjunum sem halda á kvótanum og eins um þá sem hafa selt hluti sína í fyrirtækjunum eða skipin og kvótann. 

Virði laxeldisfyrirtækja liggur í framleiðslukvótunum á eldislaxi sem þau eiga. Þessi kvóti gengur kaupum og sölum í Noregi fyrir há verð, rétt eins og kvóti sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi gerir.  Íslenska ríkið fær hins vegar ekki neitt greitt fyrir þennan kvóta þrátt fyrir að hann byggi á afnotum af íslenskri náttúru og sé strax orðinn mikils virði um leið og laxeldisfyrirtækin hafa fengið hann afhentan. 

„Menn höfðu aldrei heyrt um fjárfestingar sem þurfti að verja og geyma í svona langan tíma“
Sigurður Pétursson, stofnandi Arctic Fish

Um er að ræða ein stærstu einstöku viðskipti með hlutabréf í íslensku laxeldisfyrirtæki í sögunni. Það er útgerðarfélagið Síldarvinnslan sem kaupir bréfin af kýpversku fyrirtæki í eigu pólska fjárfestisins Jerzy Malek og íslensku eignarhaldsfélagi í eigu stofnanda Arctic Fish og beint af Neil Shiran Þórissyni. Kaupverðið fyrir rúmlega þriðjungshlut í Arctic Fish er 13,7 milljarðar króna.  Þar af renna renna um 11,5 milljarðar króna til fyrirtækis Jerzy Malek á Kýpur. 

Sigurður: Enginn vildi fjárfesta

Sigurður Pétursson hefur lýst því í viðtölum hversu erfiðlega það gekk að koma Arctic Fish á koppinn með fjármögnun frá fjárfestum eftir bankahrunið. Ástæðan er sú hversu langan tíma það tekur yfirleitt að græða peninga á laxeldi. „Ég fór út um allt, en þegar ég útskýrði að það þurfi svona mikið fjármagn og það þurfi að vera þolinmótt í 7 til 10 ár, þá er svarið oftast: gleymdu því. Menn höfðu aldrei heyrt um fjárfestingar sem þurfti að verja og geyma í svona langan tíma áður en menn gætu séð fram á að ávaxta stofnframlagið. En þetta skilja Norðmenn. Ég held að aldrei hafi verið stofnað laxeldisfyrirtæki í Noregi í eldi sem hefur verið að skila arðsemi fyrr en eftir svona tíu ár. Það er meðgöngutíminn. Hér sögðu menn bara: Siggi þetta er ekki hægt. Það er búið að reyna þetta oft,“ sagði hann í viðtali fyrr á árinu. 

Nú hefur Sigurður sjálfur hins vegar hagnast ágætlega á fjárfestingu sinni í Arctic Fish. 

Þriðja tilraunin til að koma laxeldi á koppinn

Það laxeldi sem nú er stundað í sjókvíum við Ísland er í reynd þriðja tilraunin til að koma þessum matvælaiðnaði á koppinn hér á landi. Hinar tilraunirnar gengu ekki upp af ýmsum ástæðum.  Ein helsta ástæðan fyrir því að laxeldi á Íslandi hefur gengið brösuglega í gegnum tíðina er veðurfarið á Íslandi yfir vetrartímann: Kuldinn og vindurinn sem valdið hefur miklu tjóni.

„En tjónið fyrir þá var þannig að þeir urðu gjaldþrota og hættu starfsemi“
Gísli Jónsson, yfirdýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST

Þar af leiðandi má segja að enginn hafi hingað til hagnast á íslensku laxeldi í gegnum tíðina, fyrr en núna í þessari bylgju sem hófst eftir bankahrunið árið 2008.  

Meðal annars varð aldauði hjá einu eldisfyrirtækinu, Sæbergi, fyrir 30 árum, þegar Gísli Jónsson, yfirdýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun (MAST) var að byrja þar. Fáir hafa meiri þekkingu á sögu laxeldis á Íslandi en Gísli þar sem hann hefur unnið svo lengi hjá stofnuninni sem hefur eftirlit með laxeldi í sjó hér við land. Gísli hefur sagt við Stundina:  „Þegar ég var að byrja hjá MAST fyrir 30 árum man ég eftir tveimur eldisstöðvum inni á Eskifirði, Sæberg  og Austfirðingur, sem misstu rosalega mikið. Þetta voru 25 tonn sem Sæberg missti, allt úr kvíunum. Það er ekki hægt að bera þetta saman. En tjónið fyrir þá var þannig að þeir urðu gjaldþrota og hættu starfsemi.“

En núna hefur gengið betur hjá fyrirtækjunum að koma þessari starfsemi á koppinn. Núna eru þrjú stór laxeldisfyritæki  á Íslandi: Arnarlax og Arctic Fish á Vestfjörðum og Laxeldi Austfjarða á Austfjörðum. Að öllum líkindum munu Arnarlax og Arctic Fish svo sameinast á næstunni eftir að móðurfélag fyrrnefnda félagsins keypti móðurfélag hins síðarnefnda. 

Nú hefur framleiðsla laxeldisfyrirtækja á Íslandi rúmlega  tífaldast frá árinu 2015. Það ár voru framleidd rétt rúmlega 3.200 tonn en árið 2020 voru tonnin  34 þúsund. Með þessari framleiðslu og auknum leyfum til að framleiða eldislax í sjókvíum sem íslenskar ríkisstofnanir veita þessum fyrirtækjum verða til verðmæti inni í þeim sem hægt er að selja, aðallega til norskra laxeldisfyrirtækja en nú einnig til íslenskra útgerðarfélaga, fyrir háar fjárhæðir. 

Hinir sem hafa hagnast á laxeldi í sjókvíum

Aðrir sem hafa hagnast á sölu laxeldisfyrirtækja eða hækkun á virði hlutabréfa í þeim í þessari bylgju laxeldis í sjó hér við land eru nokkrir aðilar. 

Fyrstu fjárfestarnir til að hagnast verulega á sölu hlutabréfa í íslensku laxeldi voru þau Einar Örn Ólafsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson í gegnum félagið Fiskisund. Þau seldu fyrirtækið Fjarðalax á Vestfjörðum til Arnarlax árið 2016 og fengu greitt fyrir í reiðufé og með hlutabréfum í hinu sameinaða félagi. Þau seldu hlutabréfin í fyrirtækinu svo árið 2019. Í heildina fékk Fiskisund um þrjá milljarða króna fyrir hlutabréfin sem það seldi á þessum árum. 

Einn af eigendum Fiskisunds, Kári Þór Guðjónsson, hefur lýst því í viðtali hversu erfiðlega gekk að selja Fjarðalax árið 2013, þegar fyrirtækið var í eigu fjárfestingarbankans Straums, og að enginn hafi viljað kaupa það. Kári kom að tilraunum til að selja fyrirtækið sem fulltrúi seljenda en endaði svo á því að kaupa það sjálfur þegar ekki gekk að koma því í verð.  „Fyrirtækið var í sölu í næstum því heilt ár áður en það var selt en það tókst ekki að selja það. [...] Á endanum sting ég upp á þessum viðskiptum og eigendur samþykkja það að það megi reyna þessa leið og samþykkja það ...“ 

Þessi fjárfesting átti hins vegar eftir að koma sér vel fyrir eigendur Fiskisunds. Rétt eins og Sigurður Pétursson lýsti í viðtalinu sem vitnað er í hér að ofan tóku eigendur Fiskisunds áhættu sem á endanum borgaði sig þegar fáir höfðu áhuga á því að fjárfesta í laxeldi. 

Feðgarnir Guðmundur Gíslason og Gísli Guðmundsson, sem yfirleitt er kenndur við bílasöluna B&L, hafa einnig ávaxtað pund sitt vel í laxeldi á Austfjörðum. Guðmundur er stofnandi, forstjóri og stór hluthafi í  Laxeldi Austfjarða og hefur unnið með fjárfestinguna um árabil.  Feðgarnir eiga hlutabréf í móðurfélagi laxeldisfyrirtækisins, Ice Fish Farm, sem var um 6.7 milljarða króna virði árið 2020.  

Þá hefur stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, selt hlutabréf í fyrirtækinu fyrir háar upphæðir. Meðal annars nærri hálfan milljarð króna árið 2020 eftir að hafa fengið kúlulán hjá norsku móðurfélagi Arnarlax, Salmar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár