Eftir að ég klára að lesa Jerúsalem eftir Gonçalo M. Tavares, hálfa á íslensku og hálfa á ensku af því þýðingin er á lokasprettinum, þá uppgötva ég að þetta er þriðja bókin í fjórleik. En Gonçalo fullyrðir að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur.
„Það er engin rétt röð til að lesa þessar skáldsögur og Jerúsalem stendur fyrir sínu, alveg sér. Bókaröðin heitir Konungsríkið og það eru innbyrðis tengsl milli skáldsagnanna í bókaröðinni. En hver skáldsaga stendur sjálfstæð.“
Umræddar sögur eru Maður: Klaus Klump, Vél Joseph Walser, Jerúsalem og Að læra að biðja á öld tækninnar, sem komu út á portúgölsku árin 2003–7. En hvað tengir þær? Sumar persónur birtast vissulega í nokkrum bókanna, en tengingin er þó fyrst og fremst þematísk. „Þær gerast allar einhvers staðar í Mið-Evrópu og í heild sinni er ritröðin hálfgerð ritgerð um illsku mannsins.“
Tavares er þó ekki alltaf jafn svartsýnn. …
Athugasemdir