Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Heimildin í vikulega útgáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.

Heimildin í vikulega útgáfu

Aðstandendur Sameinaða útgáfufélagsins, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar í janúar, hafa ákveðið að hefja vikulega prentútgáfu á áskriftarblaði Heimildarinnar frá og með 21. apríl. Efling prentútgáfunnar hefur verið í skoðun síðustu vikur, en endanleg ákvörðun er tekin sem viðbragð við þeirri skerðingu á innlendri dagblaðaútgáfu sem orðin er við fráhvarf Fréttablaðsins.

Í gær boðaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, að ríkisstjórnin stefndi á að skuldbinda sig í skattalegar aðgerðir til þess að hvetja til áskrifta að fjölmiðlum. Þar með er líklegt að áskriftarfréttablöð festi sig enn frekar í sessi.

„Mat aðstandenda hennar er að með vikulegri útgáfu sé hlutverki Heimildarinnar betur framfylgt“

Markmið Heimildarinnar er að efla enn ritstjórnina og vinna að greinandi og samfélagslega gagnlegum umfjöllunum. Mat aðstandenda hennar er að með vikulegri útgáfu sé hlutverki Heimildarinnar betur framfylgt.

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi, þar sem enginn eigandi fer með meira en 8% hlut, og leggur áherslu á sjálfstæði frá hagsmunablokkum og stjórnmálaöflum. Til þess að tryggja sjálfstæði ritstjórnar til langs tíma starfar Heimildin eftir eigin kröfum um að stunda sjálfbæran rekstur og starfa þannig á forsendum almennings og áskrifenda fremur en tiltekinna fjármögnunaraðila.

Fram að þessu hefur Heimildin komið út tvisvar í mánuði og forveri hennar í prentútgáfu, Stundin, komið út einu sinni til tvisvar í mánuði. Kannanir meðal áskrifenda hafa áður gefið til kynna að stærstur hópur kýs vikulega prentútgáfu. Hægari útgáfutíðni verður áfram yfir sumartímann, með mánaðarlegum, veglegri prentútgáfum, í þeim tilgangi að tryggja sumarleyfi og sjálfbærni útgáfunnar.

Reynslan af breytingunni verður síðan metin heildrænt út frá áhrifum hennar á ritstjórn Heimildarinnar og viðbrögðum lesenda hennar.


Fyrirvari um hagsmuni: Fréttin fjallar um fjölmiðilinn sjálfan. 
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mér lýst vel á hugmyndina að maður geti fengið skattafrádrátt með að gerast áskrifandi að fjölmiðli. Er einn af sjálfsagt mörgum sem renni yfir netmiðlana daglega. Maður hugsar auðvitað aldrei út í að fullt af fólki hefur atvinnu af því að skrifa fréttir og efni á þessa miðla. Alltaf fannst mér Kjarninn vandaður og trúverður. Sameinuð verðið þið vonandi enn öflugri og betri. Held það sé svolítið málið að fólk almennt hugsar ekki út í að þetta er vinna eins og öll önnur vinna. Fólkið þarf auðvitað að hafa laun. Svona hvati eins og t.d frádráttur af skatti mundi klárlega hjálpa til.
    1
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Gott mál!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár